Ákvörðun um formannskjör og landsfund tekin síðdegis Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2016 14:38 Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem framkvæmdastjóri flokksins reiknar með að tekin verði ákvörðun um hvort flýta eigi landsfundi flokksins og formannskjöri. Mikill skriður hefur komist á umræður innan Samfylkingarinnar um þessi mál frá því Ólína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins lýsti því yfir á Facebook síðu Samfylkingarinnar og síðan í fréttum Stöðvar tvö á þriðjudag í síðustu viku, að hún vildi ekki hugsa þá hugsun til enda hver framtíð flokksins yrði ef landsfundi og formannskjöri yrði ekki flýtt. Ljóst er að Árni Páll Árnason formaður á mjög á brattan að sækja að minnsta kosti innan þingflokksins og sjálfur hefur hann sagt að umboð hans sé veikt eftir að hann vann formannskjör á síðasta landsfundi með aðeins eins atkvæðis meirihluta eftir óvænt mótframboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttir þingmanns.Vonast eftir niðurstöðu í dag Kristján Guy Burgess framkvæmdastjóri flokksins og Sema Erla Serdar formaður framkvæmdastjórnar fengu það verkefni eftir fundarhöld í síðustu viku að koma með sviðsmyndir um hvernig flokkurinn geti brugðist við vaxandi kröfu innan flokksins um að flýta landsfundi og formannskjöri. Niðurstaða þeirra var kynnt á stjórnarfundi í flokknum í gær. „Hún ræddi þessi mál og stöðuna sem er uppi. Svo gerir hún bara grein fyrir því í framkvæmdastjórn í dag sem tekur ákvörðun,“ segir Kristján Guy. Þótt ekkert sé hægt að segja fyrirfram þá þá vonist menn að fundurinn í dag geti komist að niðurstöðu. Lög flokksins eru þannig að flókið getur verið að flýta landsfundi með öllum hans skyldurm og hlutverkum, en fundurinn hefur verið áætlaður í janúar eða febrúar. Hins vegar er Samfylkingin ein flokka með það í lögum að formaður skuli alla jafna kosinn í almennri atkvæðagreiðslu innan flokksins og þá í aðdraganda landsfundar.Núvarandi staða óviðunandi Það er almenn skoðun innan flokksins að ekki sé hægt að una við núverandi stöðu, hvorki formannsins vegna né flokksins, öllu lengur. Flokkurinn þurfi að geta einbeitt sér að framtíðinni nú þegar rúmt ár sé til kosninga. „Það er markmiðið, að leita leiða þar sem að flokkurinn getur komið saman og flokksmenn stefnt samaneinaðir fram á við,“ segir Kristján Guy Burgess. Alþingi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar kemur saman síðdegis þar sem framkvæmdastjóri flokksins reiknar með að tekin verði ákvörðun um hvort flýta eigi landsfundi flokksins og formannskjöri. Mikill skriður hefur komist á umræður innan Samfylkingarinnar um þessi mál frá því Ólína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins lýsti því yfir á Facebook síðu Samfylkingarinnar og síðan í fréttum Stöðvar tvö á þriðjudag í síðustu viku, að hún vildi ekki hugsa þá hugsun til enda hver framtíð flokksins yrði ef landsfundi og formannskjöri yrði ekki flýtt. Ljóst er að Árni Páll Árnason formaður á mjög á brattan að sækja að minnsta kosti innan þingflokksins og sjálfur hefur hann sagt að umboð hans sé veikt eftir að hann vann formannskjör á síðasta landsfundi með aðeins eins atkvæðis meirihluta eftir óvænt mótframboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttir þingmanns.Vonast eftir niðurstöðu í dag Kristján Guy Burgess framkvæmdastjóri flokksins og Sema Erla Serdar formaður framkvæmdastjórnar fengu það verkefni eftir fundarhöld í síðustu viku að koma með sviðsmyndir um hvernig flokkurinn geti brugðist við vaxandi kröfu innan flokksins um að flýta landsfundi og formannskjöri. Niðurstaða þeirra var kynnt á stjórnarfundi í flokknum í gær. „Hún ræddi þessi mál og stöðuna sem er uppi. Svo gerir hún bara grein fyrir því í framkvæmdastjórn í dag sem tekur ákvörðun,“ segir Kristján Guy. Þótt ekkert sé hægt að segja fyrirfram þá þá vonist menn að fundurinn í dag geti komist að niðurstöðu. Lög flokksins eru þannig að flókið getur verið að flýta landsfundi með öllum hans skyldurm og hlutverkum, en fundurinn hefur verið áætlaður í janúar eða febrúar. Hins vegar er Samfylkingin ein flokka með það í lögum að formaður skuli alla jafna kosinn í almennri atkvæðagreiðslu innan flokksins og þá í aðdraganda landsfundar.Núvarandi staða óviðunandi Það er almenn skoðun innan flokksins að ekki sé hægt að una við núverandi stöðu, hvorki formannsins vegna né flokksins, öllu lengur. Flokkurinn þurfi að geta einbeitt sér að framtíðinni nú þegar rúmt ár sé til kosninga. „Það er markmiðið, að leita leiða þar sem að flokkurinn getur komið saman og flokksmenn stefnt samaneinaðir fram á við,“ segir Kristján Guy Burgess.
Alþingi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira