Að vinna með atvinnulífinu en ekki gegn því Andrés Magnússon skrifar 10. febrúar 2016 07:00 Samkeppniseftirlit hafa mikilvægu hlutverki að gegna í öllum þeim ríkjum sem líta á virka samkeppni sem helsta drifkraft atvinnulífsins. Þetta á við um öll ríki í okkar heimshluta, báðum megin Atlantsála, enda er samkeppnislöggjöf mjög þróuð í þeim ríkjum öllum, ekki hvað síst í Bandaríkjunum. Íslensk samkeppnislöggjöf er í öllum aðalatriðum sambærileg evrópskri löggjöf á þessu sviði, enda er það ein forsendan fyrir því að innri markaður Evrópska efnahagssvæðisins virki. Hin lagalega umgjörð samkeppnismála hér á landi er því að flestu leyti sambærileg og í þeim löndum sem við berum okkur að jafnaði saman við, þó þar séu óheppilegar undantekningar sem þarf að laga. Af þessari lýsingu mætti því ætla að framkvæmd samkeppnislaga og -reglna sé í öllum aðalatriðum sambærileg á Íslandi og í nágrannalöndum okkar. Margt bendir til að svo sé ekki. Sá munur snýr einkum og sér í lagi að því hvernig Samkeppniseftirlitið hér á landi hagar samskiptum sínum við forsvarsmenn í atvinnulífinu. Þau samskipti virðast vera með öðrum hætti í mörgum nágrannalanda okkar. Fullyrða má að allur þorri atvinnurekenda hafi það að leiðarljósi að virða lög og reglur í hvívetna. Það á ekki hvað síst við um samkeppnislög, enda geta brot á þeim lögum haft í för með sér víðtækar fjárhagslegar afleiðingar sem og orðsporshnekki fyrir fyrirtæki og forsvarsmenn þeirra. Forsvarsmenn fyrirtækja verða því að geta sótt leiðbeiningar til Samkeppniseftirlitsins um „hvað má og hvað má ekki“, án þess að slíkt hafi einhverjar sérstakar afleiðingar í för með sér eða feli í sér viðurkenningu á meintu broti.Veigra sér við að gagnrýna Því miður upplifa forsvarsmenn fyrirtækja viðhorf Samkeppniseftirlitsins oft þannig, að eftirlitið líti á það sem sitt hlutverk að vinna gegn atvinnulífinu en ekki með því. Í mörgum tilfellum ríkir því fullkomið vantraust í atvinnulífinu í garð eftirlitsins. Forsvarsmenn fyrirtækja veigra sér við að gagnrýna störf eftirlitsins, af ótta við að kalla yfir sig það sem kalla mætti hefndaraðgerðir. Forsvarsmenn Samkeppniseftirlitsins tjá sig gjarnan með þeim hætti í fjölmiðlum að verið sé að sá fræjum tortryggni í garð þeirra sem atvinnurekstur stunda. Það skyldi þó ekki vera að þessi vinnubrögð Samkeppniseftirlitsins á Íslandi endurspeglist í mismunandi viðhorfi almennings í Danmörku annars vegar og á Íslandi hins vegar eins og hún birtist í nýlegri könnun Festu – samfélagsábyrgð fyrirtækja. Í þeirri könnun var leitað eftir viðhorfi almennings til fyrirtækja og áhrifa þeirra á samfélagið. Munurinn milli þessara landa er sláandi mikill eins og sést á meðfylgandi samanburði. Þátttakendur voru spurðir um hvort þeir teldu að áhrif fyrirtækja á íslenskt samfélag væru jákvæð eða neikvæð. Samtök verslunar og þjónustu hafa innan sinna vébanda stóran hóp fyrirtækja, stórra, meðalstórra og lítilla. Ekkert þessara fyrirtækja dregur í efa mikilvægi samkeppnislöggjafar fyrir samfélagið í heild sinni enda þrífast þau sem slík í skjóli samkeppnisreglna. Það er hins vegar algerlega óviðunandi staða að búa við tortryggni samkeppnisyfirvalda og oft og tíðum grímulausar ásakanir þeirra um að fyrirtækin viðhafi samkeppnislagabrot. Því ástandi verður að linna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Samkeppniseftirlit hafa mikilvægu hlutverki að gegna í öllum þeim ríkjum sem líta á virka samkeppni sem helsta drifkraft atvinnulífsins. Þetta á við um öll ríki í okkar heimshluta, báðum megin Atlantsála, enda er samkeppnislöggjöf mjög þróuð í þeim ríkjum öllum, ekki hvað síst í Bandaríkjunum. Íslensk samkeppnislöggjöf er í öllum aðalatriðum sambærileg evrópskri löggjöf á þessu sviði, enda er það ein forsendan fyrir því að innri markaður Evrópska efnahagssvæðisins virki. Hin lagalega umgjörð samkeppnismála hér á landi er því að flestu leyti sambærileg og í þeim löndum sem við berum okkur að jafnaði saman við, þó þar séu óheppilegar undantekningar sem þarf að laga. Af þessari lýsingu mætti því ætla að framkvæmd samkeppnislaga og -reglna sé í öllum aðalatriðum sambærileg á Íslandi og í nágrannalöndum okkar. Margt bendir til að svo sé ekki. Sá munur snýr einkum og sér í lagi að því hvernig Samkeppniseftirlitið hér á landi hagar samskiptum sínum við forsvarsmenn í atvinnulífinu. Þau samskipti virðast vera með öðrum hætti í mörgum nágrannalanda okkar. Fullyrða má að allur þorri atvinnurekenda hafi það að leiðarljósi að virða lög og reglur í hvívetna. Það á ekki hvað síst við um samkeppnislög, enda geta brot á þeim lögum haft í för með sér víðtækar fjárhagslegar afleiðingar sem og orðsporshnekki fyrir fyrirtæki og forsvarsmenn þeirra. Forsvarsmenn fyrirtækja verða því að geta sótt leiðbeiningar til Samkeppniseftirlitsins um „hvað má og hvað má ekki“, án þess að slíkt hafi einhverjar sérstakar afleiðingar í för með sér eða feli í sér viðurkenningu á meintu broti.Veigra sér við að gagnrýna Því miður upplifa forsvarsmenn fyrirtækja viðhorf Samkeppniseftirlitsins oft þannig, að eftirlitið líti á það sem sitt hlutverk að vinna gegn atvinnulífinu en ekki með því. Í mörgum tilfellum ríkir því fullkomið vantraust í atvinnulífinu í garð eftirlitsins. Forsvarsmenn fyrirtækja veigra sér við að gagnrýna störf eftirlitsins, af ótta við að kalla yfir sig það sem kalla mætti hefndaraðgerðir. Forsvarsmenn Samkeppniseftirlitsins tjá sig gjarnan með þeim hætti í fjölmiðlum að verið sé að sá fræjum tortryggni í garð þeirra sem atvinnurekstur stunda. Það skyldi þó ekki vera að þessi vinnubrögð Samkeppniseftirlitsins á Íslandi endurspeglist í mismunandi viðhorfi almennings í Danmörku annars vegar og á Íslandi hins vegar eins og hún birtist í nýlegri könnun Festu – samfélagsábyrgð fyrirtækja. Í þeirri könnun var leitað eftir viðhorfi almennings til fyrirtækja og áhrifa þeirra á samfélagið. Munurinn milli þessara landa er sláandi mikill eins og sést á meðfylgandi samanburði. Þátttakendur voru spurðir um hvort þeir teldu að áhrif fyrirtækja á íslenskt samfélag væru jákvæð eða neikvæð. Samtök verslunar og þjónustu hafa innan sinna vébanda stóran hóp fyrirtækja, stórra, meðalstórra og lítilla. Ekkert þessara fyrirtækja dregur í efa mikilvægi samkeppnislöggjafar fyrir samfélagið í heild sinni enda þrífast þau sem slík í skjóli samkeppnisreglna. Það er hins vegar algerlega óviðunandi staða að búa við tortryggni samkeppnisyfirvalda og oft og tíðum grímulausar ásakanir þeirra um að fyrirtækin viðhafi samkeppnislagabrot. Því ástandi verður að linna.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun