Bændur vilja meiri skilning Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. febrúar 2016 06:00 Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, með Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra sér á hægri hönd og Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands á þá vinstri í Hörpu í gær. Visir/Vilhelm Mikilvægt er að halda því til haga að bændur hefðu lagt sitt af mörkum til að koma þjóðinni í gegn um það erfiða ástand sem efnahagshrunið leiddi af sér. Þetta sagði Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sagði í setningarræðu sinni á Búnaðarþingi í gær. Miklar breytingar hefðu orðið á stuðningi ríkisins síðustu áratugi. „Beinn stuðningur er nú tæpir 13 milljarðar á ári. Metið verðgildi markaðsverndar eru rúmir 8 milljarðar til viðbótar. Værum við enn í 5% af landsframleiðslu eins og fyrir 25 árum væri samtalan tæpir 100 milljarðar. Það skal því enginn segja að ekkert hafi breyst því svo sannarlega hafa orðið mjög miklar breytingar.“ Fjölmenni var á setningarathöfninni, en alls voru um 400 manns viðstaddir. Nýgerður búvörusamningur er umdeildur og var ræddur í þaula á þinginu. Sindri sagði sjálfsagt að í samfélaginu væri rætt um stuðninginn og hvernig honum ætti að vera háttað. Sú umræða þyrfti þó að fara fram með sanngjörnum hætti. „Skoðanir voru og eru skiptar. Við bændur eigum að taka öllum þeim fagnandi sem vilja ræða þessi mál af sanngirni og hafa eitthvað efnislegt fram að færa. Landbúnaðurinn fær ekki þrifist nema í sátt við samfélagið og við skulum leggja okkar af mörkum til að hún geti orðið sem best.“ Sindri ræddi um gagnrýni bænda á samningana sem var mest á meðal mjólkurframleiðenda. Við henni hefði verið brugðist með skoðanakönnun. „Niðurstöður hennar urðu til þess að gerðar voru breytingar á lokametrunum til að ná betri sátt. Það virðist hafa tekist ágætlega en hins vegar er eðlilegt að samningar sem leggja upp með miklar breytingar séu umdeildir.“ Þeir sem stunda svínarækt hafa ekki átt kost á beinum styrkjum og á næstu dögum á að ræða um það hvort þeir segi skilið við heildarsamtök bænda. Sindri sagðist hafa skilning á óánægju þeirra og fleiri greina með að ná ekki áherslum sínum fram. „En þeim var öllum til haga haldið við samningaborðið. Við sitjum bara ekki ein við það borð,“ sagði Sindri og sagði það mikil vonbrigði að lítill skilningur ríkti á þeim kostnaði sem leggst á greinar landbúnaðarins vegna hertra aðbúnaðarreglugerða. Samkvæmt úttekt Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins er kostnaður við nauðsynlegar breytingar á bilinu 5-7 milljarðar króna í svínarækt, alifuglarækt, eggjaframleiðslu, loðdýrarækt og hrossarækt. „Að sjálfsögðu kvarta bændur ekki undan hertum reglum um velferð dýra. Við eigum að vera þar í fremstu röð. Hins vegar viljum við líka fá skilning á því að þessar breytingar eru mjög dýrar og til þess að hægt sé að hraða þeim eins og kostur er þá þarf ríkið að koma að borðinu með stuðning. Sama gildir um tollasamninginn frá september. Hann kom eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í viðræðurnar. Bændur gagnrýndu hann harðlega enda hefur hann mikil áhrif á starfsskilyrði margra búgreina.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra fyrir ógegnsæja ákvarðanatöku í aðdraganda undirritunar búvörusamninganna í þættinum Sprengisandi og sagði frá því að nefnd ráðherra sem skipuð var til að vinna að gerð samninganna hefði aldrei komið saman. Búvörusamningar Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Mikilvægt er að halda því til haga að bændur hefðu lagt sitt af mörkum til að koma þjóðinni í gegn um það erfiða ástand sem efnahagshrunið leiddi af sér. Þetta sagði Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sagði í setningarræðu sinni á Búnaðarþingi í gær. Miklar breytingar hefðu orðið á stuðningi ríkisins síðustu áratugi. „Beinn stuðningur er nú tæpir 13 milljarðar á ári. Metið verðgildi markaðsverndar eru rúmir 8 milljarðar til viðbótar. Værum við enn í 5% af landsframleiðslu eins og fyrir 25 árum væri samtalan tæpir 100 milljarðar. Það skal því enginn segja að ekkert hafi breyst því svo sannarlega hafa orðið mjög miklar breytingar.“ Fjölmenni var á setningarathöfninni, en alls voru um 400 manns viðstaddir. Nýgerður búvörusamningur er umdeildur og var ræddur í þaula á þinginu. Sindri sagði sjálfsagt að í samfélaginu væri rætt um stuðninginn og hvernig honum ætti að vera háttað. Sú umræða þyrfti þó að fara fram með sanngjörnum hætti. „Skoðanir voru og eru skiptar. Við bændur eigum að taka öllum þeim fagnandi sem vilja ræða þessi mál af sanngirni og hafa eitthvað efnislegt fram að færa. Landbúnaðurinn fær ekki þrifist nema í sátt við samfélagið og við skulum leggja okkar af mörkum til að hún geti orðið sem best.“ Sindri ræddi um gagnrýni bænda á samningana sem var mest á meðal mjólkurframleiðenda. Við henni hefði verið brugðist með skoðanakönnun. „Niðurstöður hennar urðu til þess að gerðar voru breytingar á lokametrunum til að ná betri sátt. Það virðist hafa tekist ágætlega en hins vegar er eðlilegt að samningar sem leggja upp með miklar breytingar séu umdeildir.“ Þeir sem stunda svínarækt hafa ekki átt kost á beinum styrkjum og á næstu dögum á að ræða um það hvort þeir segi skilið við heildarsamtök bænda. Sindri sagðist hafa skilning á óánægju þeirra og fleiri greina með að ná ekki áherslum sínum fram. „En þeim var öllum til haga haldið við samningaborðið. Við sitjum bara ekki ein við það borð,“ sagði Sindri og sagði það mikil vonbrigði að lítill skilningur ríkti á þeim kostnaði sem leggst á greinar landbúnaðarins vegna hertra aðbúnaðarreglugerða. Samkvæmt úttekt Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins er kostnaður við nauðsynlegar breytingar á bilinu 5-7 milljarðar króna í svínarækt, alifuglarækt, eggjaframleiðslu, loðdýrarækt og hrossarækt. „Að sjálfsögðu kvarta bændur ekki undan hertum reglum um velferð dýra. Við eigum að vera þar í fremstu röð. Hins vegar viljum við líka fá skilning á því að þessar breytingar eru mjög dýrar og til þess að hægt sé að hraða þeim eins og kostur er þá þarf ríkið að koma að borðinu með stuðning. Sama gildir um tollasamninginn frá september. Hann kom eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í viðræðurnar. Bændur gagnrýndu hann harðlega enda hefur hann mikil áhrif á starfsskilyrði margra búgreina.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra fyrir ógegnsæja ákvarðanatöku í aðdraganda undirritunar búvörusamninganna í þættinum Sprengisandi og sagði frá því að nefnd ráðherra sem skipuð var til að vinna að gerð samninganna hefði aldrei komið saman.
Búvörusamningar Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira