Formaður Bændasamtakanna: "Við höfum ekkert að fela“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. febrúar 2016 17:56 Sindri Sigurgeirsson flytur setningarræðu sína. vísir/vilhelm „Það er sjálfsagt og eðlilegt að rætt sé í samfélaginu um stuðninginn, hvernig honum á að vera háttað og hvað við viljum draga fram með honum. Sú umræða þarf þó að fara fram með sanngjörnum hætti,“ sagði Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna í setningarræðu Búnaðarþings. Búnaðarþing var sett í dag í Hörpu við hátíðlega athöfn. Gestum og gangandi gafst við það tilefni tækifæri á að kynna sér íslenskar landbúnaðarafurðir og vélar sem brúkaðar eru við framleiðsluna. Í setningarræðu sinni rakti Sindri hvernig niðurgreiðslum á landbúnaðarvörum var komið á fót árið 1943 og að þær hefðu verið liður í að draga úr verðbólgu. Sagði hann að bændur hefðu verið tilbúnir til að leggja mikið af mörkum til að ráða niðurlögum verðbólgunnar. Aftur hafi það gerst árið 1990 með þjóðarsáttinni enda ríkti traust um að „fleiri tækju þátt í víðlíka aðgerðum“. „Sú varð ekki raunin sem olli mikilli gremju meðal bænda. Þá er einnig mikilvægt að halda því til haga að við bændur lögðum okkar af mörkum ivð að koma þjóðinni í gengum það erfiða ástand sem efnahagshrunið árið 2008 leiddi af sér,“ sagði Sindri. Annars vegar hefðu búvörusamningar verið teknir upp á ný og hins vegar hafi verð á íslenskum landbúnaðarvörum hækkað minna en verð á öðrum vörum. Undanfarna daga hefur talsvert verið deilt um nýja búvörusamninga sem undirritaðir voru fyrir rúmri viku. Þeir eru til tíu ára og fela í sér að beinn stuðningur til bænda verður um um þrettán milljarðar árlega. Hægt er að endurskoða samningin árin 2019 og 2023. Sindri benti í ræðu sinni, líkt og Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra hefur gert, á að fyrir þrjátíu árum hafi stuðningur til bænda numið fimm prósentum af landsframleiðslu en sé rétt rúmt prósent nú. Á þeim tíma hefur landsframleiðsla margfaldast. „Við tökum þessari umræðu fagnandi við höfum ekkert að fela og erum alltaf tilbúin til að koma og upplýsa um okkar málefni. Gleymum því ekki að bændur eru líka neytendur og skattgreiðendur,“ sagði Sindri. Búvörusamningar Tengdar fréttir „Tæplega til að bæta velferð nema örfárra bænda“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru harðorðir í garð nýs búvörusamnings. 20. febrúar 2016 20:14 Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamning Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að gagnrýni á bændur og landbúnað langt út í haga með samanburði á milli nýs búvörusamnings og Icesavesamnings. 20. febrúar 2016 16:22 Segir nefnd um búvörusamninga aldrei hafa komið saman Ragnheiður Ríkharðsdóttir gagnrýnir Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra fyrir samráðsleysi og ógegnsæja ákvarðanatöku í aðdraganda undirritunar búvörusamninganna. 28. febrúar 2016 11:15 Undrast að ekkert sé minnst á umhverfismál í búvörusamningi Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eru einnig undrandi á því að hvorki litið sé á þá sem stunda svína- og alifuglarækt sem bændur í samningnum. 28. febrúar 2016 13:48 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
„Það er sjálfsagt og eðlilegt að rætt sé í samfélaginu um stuðninginn, hvernig honum á að vera háttað og hvað við viljum draga fram með honum. Sú umræða þarf þó að fara fram með sanngjörnum hætti,“ sagði Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna í setningarræðu Búnaðarþings. Búnaðarþing var sett í dag í Hörpu við hátíðlega athöfn. Gestum og gangandi gafst við það tilefni tækifæri á að kynna sér íslenskar landbúnaðarafurðir og vélar sem brúkaðar eru við framleiðsluna. Í setningarræðu sinni rakti Sindri hvernig niðurgreiðslum á landbúnaðarvörum var komið á fót árið 1943 og að þær hefðu verið liður í að draga úr verðbólgu. Sagði hann að bændur hefðu verið tilbúnir til að leggja mikið af mörkum til að ráða niðurlögum verðbólgunnar. Aftur hafi það gerst árið 1990 með þjóðarsáttinni enda ríkti traust um að „fleiri tækju þátt í víðlíka aðgerðum“. „Sú varð ekki raunin sem olli mikilli gremju meðal bænda. Þá er einnig mikilvægt að halda því til haga að við bændur lögðum okkar af mörkum ivð að koma þjóðinni í gengum það erfiða ástand sem efnahagshrunið árið 2008 leiddi af sér,“ sagði Sindri. Annars vegar hefðu búvörusamningar verið teknir upp á ný og hins vegar hafi verð á íslenskum landbúnaðarvörum hækkað minna en verð á öðrum vörum. Undanfarna daga hefur talsvert verið deilt um nýja búvörusamninga sem undirritaðir voru fyrir rúmri viku. Þeir eru til tíu ára og fela í sér að beinn stuðningur til bænda verður um um þrettán milljarðar árlega. Hægt er að endurskoða samningin árin 2019 og 2023. Sindri benti í ræðu sinni, líkt og Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra hefur gert, á að fyrir þrjátíu árum hafi stuðningur til bænda numið fimm prósentum af landsframleiðslu en sé rétt rúmt prósent nú. Á þeim tíma hefur landsframleiðsla margfaldast. „Við tökum þessari umræðu fagnandi við höfum ekkert að fela og erum alltaf tilbúin til að koma og upplýsa um okkar málefni. Gleymum því ekki að bændur eru líka neytendur og skattgreiðendur,“ sagði Sindri.
Búvörusamningar Tengdar fréttir „Tæplega til að bæta velferð nema örfárra bænda“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru harðorðir í garð nýs búvörusamnings. 20. febrúar 2016 20:14 Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamning Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að gagnrýni á bændur og landbúnað langt út í haga með samanburði á milli nýs búvörusamnings og Icesavesamnings. 20. febrúar 2016 16:22 Segir nefnd um búvörusamninga aldrei hafa komið saman Ragnheiður Ríkharðsdóttir gagnrýnir Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra fyrir samráðsleysi og ógegnsæja ákvarðanatöku í aðdraganda undirritunar búvörusamninganna. 28. febrúar 2016 11:15 Undrast að ekkert sé minnst á umhverfismál í búvörusamningi Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eru einnig undrandi á því að hvorki litið sé á þá sem stunda svína- og alifuglarækt sem bændur í samningnum. 28. febrúar 2016 13:48 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
„Tæplega til að bæta velferð nema örfárra bænda“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru harðorðir í garð nýs búvörusamnings. 20. febrúar 2016 20:14
Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamning Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að gagnrýni á bændur og landbúnað langt út í haga með samanburði á milli nýs búvörusamnings og Icesavesamnings. 20. febrúar 2016 16:22
Segir nefnd um búvörusamninga aldrei hafa komið saman Ragnheiður Ríkharðsdóttir gagnrýnir Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra fyrir samráðsleysi og ógegnsæja ákvarðanatöku í aðdraganda undirritunar búvörusamninganna. 28. febrúar 2016 11:15
Undrast að ekkert sé minnst á umhverfismál í búvörusamningi Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eru einnig undrandi á því að hvorki litið sé á þá sem stunda svína- og alifuglarækt sem bændur í samningnum. 28. febrúar 2016 13:48