Segja hagsmuni barna ráða ríkjum Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2016 14:27 Vísir/Stefán Útlendingastofnun segir að ungur drengur frá Albaníu, sem vísað var úr landi í desember, fái nauðsynlega þjónustu heima fyrir. Hagsmunir barna ráði ávalt ríkjum. Umboðsmaður Alþingis sendi Útlendingastofnun fyrirspurn þann 14. desember. Henni var svo svarað þann 1. febrúar, en svar stofnunarinnar var birt á heimasíðu hennar í gær. Meðal þess sem umboðsmaður spurði um var yfirlit yfir umsóknir um dvalarleyfi af mannúðarástæðum vegna heilbrigðissjónarmiða aftur til ársins 2010. Þær upplýsingar verða ekki birtar opinberlega. Yfirlitið inniheldur um hundrað mál.Segjast ávalt líta til aðstæðna Önnur spurning umboðsmanns sneri að því hvort að við rannsókn mála af þessum toga væri eingöngu litið til almennra upplýsinga um heilbrigðiskerfið í viðkomandi heimaríki eða ríki sem viðkomandi yrði vísað til. Eða hvort litið væri sérstaklega til atvika og aðstæðna viðkomandi. Útlendingastofnun segir að bæði sé litið til almennra upplýsinga og persónubundinna aðstæðna þegar þörf á dvalarleyfi af mannúðarástæðum sé metið. Þá er tekið fram að viðtal við umsækjenda sé mikilvægasta gagn stofnunarinnar. Þar fái fólk tækifæri til að segja frá aðstæðum sínum og er þeim boðið að leggja fram gögn sem geta rennt stoðum undir frásögn þeirra, eins og læknisvottorð. Þá var spurt um hvort og hvernig væri litið til þess hversu lengi umsækjendur hafi dvalist hér á landi á meðan mál þeirra er tekið fyrir. Einnig hve lengi viðkomandi hafi nýtt sér læknismeðferð eða aðra heilbrigðisþjónustu vegna þess vanda sem er ástæða umsóknar. Hafi umsækjandi verið á Íslandi í minnst tvö ár vegna málsmeðferðar um hælisbeiðni, er Útlendingastofnun heimilt að veita viðkomandi dvalarleyfi. Þá segir að langvarandi læknismeðferð hér á landi hafi þýðingu við heildstætt mat á aðstæðum þegar metið er hvort mannúðarsjónarmið séu fyrir hendi.Fær nauðsynlega þjónustu í Albaníu Umboðsmaður vildi vita hvort læknar eða aðrir meðferðaraðilar væru fengnir til umsagnar vegna heilsufarsvanda. Útlendingastofnun segir svo vera, þegar hugsanlegt sé að veikindin gætu haft áhrif á meðferð eða úrslit máls. Ávallt sé litið til fyrirliggjandi vottorða og mats lækna þegar heilbrigðisástand umsækjenda sé metið. Sérstaklega er vikið að máli ungs drengs frá Albaníu sem var vísað úr landi í desember. Útlendingastofnun komst að þeirri niðurstöðu að hann myndi fá þá læknisþjónustu sem hann þyrfti, í Albaníu. Að lokum er spurt hvort og að hvaða marki sé litið til þess þegar börn eru hluti af umsókn. Sérstaklega með tilliti til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Útlendingastofnun segir að miðað sé við að minna þurfi til að koma svo að barni sé veitt mannúðarleyfi. Hvort sem það sé af heilbrigðisástæðum eða á öðrum grundvelli. Einnig spili inn í hvort það sé einhver vafi á því hvort að barn muni hljóta þá heilbrigðisþjónustu sem það þarf á að halda í sínu heimalandi. Hagur og hagsmuni barns séu látnir ráða ríkjum. Flóttamenn Tengdar fréttir Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Sviðsstjóri hjálpar og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda sé ekki borgið hjá lögfræðingum samtakanna en styður hugmynd um sérstakan umboðsmann þeirra. 15. desember 2015 07:00 Telur niðurstöðuna brjóta gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu Albanskri fjölskyldu sem hafði sótt um hæli hér á landi var í morgun neitað um frestun réttaráhrifa á þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að synja þeim um hæli. Þetta þýðir að fólkið verður sent úr landi á næstu vikum en það óttast um öryggi sitt í Albaníu. 24. febrúar 2016 19:42 Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00 Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00 Umboðsmaður Alþingis kannar stjórnsýslu Útlendingastofnunar Óskar eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. 15. desember 2015 11:19 Sýndu samstöðu á Austurvelli: Megum ekki bregðast veikum börnum sem hingað koma Albönsku fjölskyldunum tveimur sem vísað var úr landi í síðustu viku var sýndur stuðningur á Austurvelli í kvöld. 15. desember 2015 18:04 Albönsku fjölskyldurnar fá íslenskan ríkisborgararétt Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku og sóttu í kjölfarið um íslenskan ríkisborgararétt munu verða Íslendingar verði frumvarp allsherjarnefndar Alþingis að lögum fyrir þinglok í dag. 19. desember 2015 15:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Útlendingastofnun segir að ungur drengur frá Albaníu, sem vísað var úr landi í desember, fái nauðsynlega þjónustu heima fyrir. Hagsmunir barna ráði ávalt ríkjum. Umboðsmaður Alþingis sendi Útlendingastofnun fyrirspurn þann 14. desember. Henni var svo svarað þann 1. febrúar, en svar stofnunarinnar var birt á heimasíðu hennar í gær. Meðal þess sem umboðsmaður spurði um var yfirlit yfir umsóknir um dvalarleyfi af mannúðarástæðum vegna heilbrigðissjónarmiða aftur til ársins 2010. Þær upplýsingar verða ekki birtar opinberlega. Yfirlitið inniheldur um hundrað mál.Segjast ávalt líta til aðstæðna Önnur spurning umboðsmanns sneri að því hvort að við rannsókn mála af þessum toga væri eingöngu litið til almennra upplýsinga um heilbrigðiskerfið í viðkomandi heimaríki eða ríki sem viðkomandi yrði vísað til. Eða hvort litið væri sérstaklega til atvika og aðstæðna viðkomandi. Útlendingastofnun segir að bæði sé litið til almennra upplýsinga og persónubundinna aðstæðna þegar þörf á dvalarleyfi af mannúðarástæðum sé metið. Þá er tekið fram að viðtal við umsækjenda sé mikilvægasta gagn stofnunarinnar. Þar fái fólk tækifæri til að segja frá aðstæðum sínum og er þeim boðið að leggja fram gögn sem geta rennt stoðum undir frásögn þeirra, eins og læknisvottorð. Þá var spurt um hvort og hvernig væri litið til þess hversu lengi umsækjendur hafi dvalist hér á landi á meðan mál þeirra er tekið fyrir. Einnig hve lengi viðkomandi hafi nýtt sér læknismeðferð eða aðra heilbrigðisþjónustu vegna þess vanda sem er ástæða umsóknar. Hafi umsækjandi verið á Íslandi í minnst tvö ár vegna málsmeðferðar um hælisbeiðni, er Útlendingastofnun heimilt að veita viðkomandi dvalarleyfi. Þá segir að langvarandi læknismeðferð hér á landi hafi þýðingu við heildstætt mat á aðstæðum þegar metið er hvort mannúðarsjónarmið séu fyrir hendi.Fær nauðsynlega þjónustu í Albaníu Umboðsmaður vildi vita hvort læknar eða aðrir meðferðaraðilar væru fengnir til umsagnar vegna heilsufarsvanda. Útlendingastofnun segir svo vera, þegar hugsanlegt sé að veikindin gætu haft áhrif á meðferð eða úrslit máls. Ávallt sé litið til fyrirliggjandi vottorða og mats lækna þegar heilbrigðisástand umsækjenda sé metið. Sérstaklega er vikið að máli ungs drengs frá Albaníu sem var vísað úr landi í desember. Útlendingastofnun komst að þeirri niðurstöðu að hann myndi fá þá læknisþjónustu sem hann þyrfti, í Albaníu. Að lokum er spurt hvort og að hvaða marki sé litið til þess þegar börn eru hluti af umsókn. Sérstaklega með tilliti til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Útlendingastofnun segir að miðað sé við að minna þurfi til að koma svo að barni sé veitt mannúðarleyfi. Hvort sem það sé af heilbrigðisástæðum eða á öðrum grundvelli. Einnig spili inn í hvort það sé einhver vafi á því hvort að barn muni hljóta þá heilbrigðisþjónustu sem það þarf á að halda í sínu heimalandi. Hagur og hagsmuni barns séu látnir ráða ríkjum.
Flóttamenn Tengdar fréttir Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Sviðsstjóri hjálpar og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda sé ekki borgið hjá lögfræðingum samtakanna en styður hugmynd um sérstakan umboðsmann þeirra. 15. desember 2015 07:00 Telur niðurstöðuna brjóta gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu Albanskri fjölskyldu sem hafði sótt um hæli hér á landi var í morgun neitað um frestun réttaráhrifa á þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að synja þeim um hæli. Þetta þýðir að fólkið verður sent úr landi á næstu vikum en það óttast um öryggi sitt í Albaníu. 24. febrúar 2016 19:42 Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00 Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00 Umboðsmaður Alþingis kannar stjórnsýslu Útlendingastofnunar Óskar eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. 15. desember 2015 11:19 Sýndu samstöðu á Austurvelli: Megum ekki bregðast veikum börnum sem hingað koma Albönsku fjölskyldunum tveimur sem vísað var úr landi í síðustu viku var sýndur stuðningur á Austurvelli í kvöld. 15. desember 2015 18:04 Albönsku fjölskyldurnar fá íslenskan ríkisborgararétt Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku og sóttu í kjölfarið um íslenskan ríkisborgararétt munu verða Íslendingar verði frumvarp allsherjarnefndar Alþingis að lögum fyrir þinglok í dag. 19. desember 2015 15:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Sviðsstjóri hjálpar og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda sé ekki borgið hjá lögfræðingum samtakanna en styður hugmynd um sérstakan umboðsmann þeirra. 15. desember 2015 07:00
Telur niðurstöðuna brjóta gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu Albanskri fjölskyldu sem hafði sótt um hæli hér á landi var í morgun neitað um frestun réttaráhrifa á þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að synja þeim um hæli. Þetta þýðir að fólkið verður sent úr landi á næstu vikum en það óttast um öryggi sitt í Albaníu. 24. febrúar 2016 19:42
Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00
Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00
Umboðsmaður Alþingis kannar stjórnsýslu Útlendingastofnunar Óskar eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. 15. desember 2015 11:19
Sýndu samstöðu á Austurvelli: Megum ekki bregðast veikum börnum sem hingað koma Albönsku fjölskyldunum tveimur sem vísað var úr landi í síðustu viku var sýndur stuðningur á Austurvelli í kvöld. 15. desember 2015 18:04
Albönsku fjölskyldurnar fá íslenskan ríkisborgararétt Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku og sóttu í kjölfarið um íslenskan ríkisborgararétt munu verða Íslendingar verði frumvarp allsherjarnefndar Alþingis að lögum fyrir þinglok í dag. 19. desember 2015 15:45