Fólk í lífshættu í Reynisfjöru skömmu áður en skiltin voru sett upp Gissur Sigurðsson skrifar 26. febrúar 2016 13:00 Verkfræðistofan EFLA hannaði nýtt skilti sem sett var upp síðdegis í gær. Fyrr um daginn voru þrír hætt komnir og í lífshættu að mati leiðsögumanns. Mynd/EFLA Lögreglan á Suðurlandi ætlar að rannsaka tildrög þess að sex útlendingar voru hætt komnir í Reynisfjöru í gær, þegar óvænt alda var rétt búin að hrífa þá með sér á haf út. Að sögn Kjartans Þorkelssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi í viðtali við fréttastofuna, frétti lögreglan ekki af þessu fyrr en í morgun og var þá þegar ákveðið að rannsaka málið. Aðspurður hvort aftur yrði tekin upp löggæsla í fjörunni, eins og var í hálfan mánuð eftir banaslys, sem varð í fjörunni, sagði hann að sérstök fjárveiting innanríkisráðuneytisins til þessara gæslu sé upp urin þannig að henni hafi verið hætt í fyrradag. Ekki lægi fyrir hvort ástæða þætti til að sækja um viðbótar framlag til lögreglugæslu í fjörunni. Viðvörunarskilti og keðjur, sem eiga að leiðbeina ferðamönnum á sem öruggustan hátt í fjörunni voru sett þar upp síðdegis í gær, nokkru eftir atvikið.Nýtt aðvörunarskilti í Reynisfjöru í gær. Verkfræðistofan EFLA hannaði skiltin.Mynd/Íris GuðnadóttirFyrirsæta hálfnakin með sex manna tökuliðHermann Valsson leiðsögumaður varð vitni að þessu um hálf tvöleytið í gær og tók þátt í að bjarga fólkinu. „Ég sá fólk austast í fjörunni þar sem verið var að taka myndir af fyrirsætu sem var hálfnakin, í stuttbuxum og hlýrabol. Þau voru mjög neðarlega, þarna var engin lögregla því hún var hættt, og alda kom upp.“ Hermann segir ölduna hafa bleytt fólkið upp að hnjám. „Þau frusu þarna skelfingu lostin. Svo kom önnur alda á eftir og fór svipað upp. Ég hljóp niðureftir til þeirra þegar seinni aldan fór út og hjálpaði þeim í logandi hvelli upp. Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni.“ Hermann segir að þau þrjú sem voru fyrir neðan fyrirsætuna í fjörunni hafi klárlega verið í lífshættu. Það sé engin spurning. Viðvörunar- og leiðbeiningaskilti voru sett upp í fjörunni í gær, aðeins eftir að þetta gerðist, en Hermann segir þau ófullnægjandi og telur ekkert annað duga nema stöðug gæslu á svæðinu.Uppfært klukkan 16:27Fyrirsögn breytt þar sem skilja mátti fyrri fyrirsögn þannig að skiltin hefðu verið komin upp þegar fólkið lenti í háska. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dansandi ferðamenn á ísjökum í kynningarmyndbandi Inspired by Iceland Í kynningarmyndbandi sem framleitt var í tengslum við markaðsherferðina Inspired by Iceland sjást ferðamenn dansa á ísjökum á lóni sem er ekki svo ósvipað Jökulsárlóni. 19. febrúar 2016 12:27 Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51 Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi ætlar að rannsaka tildrög þess að sex útlendingar voru hætt komnir í Reynisfjöru í gær, þegar óvænt alda var rétt búin að hrífa þá með sér á haf út. Að sögn Kjartans Þorkelssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi í viðtali við fréttastofuna, frétti lögreglan ekki af þessu fyrr en í morgun og var þá þegar ákveðið að rannsaka málið. Aðspurður hvort aftur yrði tekin upp löggæsla í fjörunni, eins og var í hálfan mánuð eftir banaslys, sem varð í fjörunni, sagði hann að sérstök fjárveiting innanríkisráðuneytisins til þessara gæslu sé upp urin þannig að henni hafi verið hætt í fyrradag. Ekki lægi fyrir hvort ástæða þætti til að sækja um viðbótar framlag til lögreglugæslu í fjörunni. Viðvörunarskilti og keðjur, sem eiga að leiðbeina ferðamönnum á sem öruggustan hátt í fjörunni voru sett þar upp síðdegis í gær, nokkru eftir atvikið.Nýtt aðvörunarskilti í Reynisfjöru í gær. Verkfræðistofan EFLA hannaði skiltin.Mynd/Íris GuðnadóttirFyrirsæta hálfnakin með sex manna tökuliðHermann Valsson leiðsögumaður varð vitni að þessu um hálf tvöleytið í gær og tók þátt í að bjarga fólkinu. „Ég sá fólk austast í fjörunni þar sem verið var að taka myndir af fyrirsætu sem var hálfnakin, í stuttbuxum og hlýrabol. Þau voru mjög neðarlega, þarna var engin lögregla því hún var hættt, og alda kom upp.“ Hermann segir ölduna hafa bleytt fólkið upp að hnjám. „Þau frusu þarna skelfingu lostin. Svo kom önnur alda á eftir og fór svipað upp. Ég hljóp niðureftir til þeirra þegar seinni aldan fór út og hjálpaði þeim í logandi hvelli upp. Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni.“ Hermann segir að þau þrjú sem voru fyrir neðan fyrirsætuna í fjörunni hafi klárlega verið í lífshættu. Það sé engin spurning. Viðvörunar- og leiðbeiningaskilti voru sett upp í fjörunni í gær, aðeins eftir að þetta gerðist, en Hermann segir þau ófullnægjandi og telur ekkert annað duga nema stöðug gæslu á svæðinu.Uppfært klukkan 16:27Fyrirsögn breytt þar sem skilja mátti fyrri fyrirsögn þannig að skiltin hefðu verið komin upp þegar fólkið lenti í háska.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dansandi ferðamenn á ísjökum í kynningarmyndbandi Inspired by Iceland Í kynningarmyndbandi sem framleitt var í tengslum við markaðsherferðina Inspired by Iceland sjást ferðamenn dansa á ísjökum á lóni sem er ekki svo ósvipað Jökulsárlóni. 19. febrúar 2016 12:27 Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51 Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Dansandi ferðamenn á ísjökum í kynningarmyndbandi Inspired by Iceland Í kynningarmyndbandi sem framleitt var í tengslum við markaðsherferðina Inspired by Iceland sjást ferðamenn dansa á ísjökum á lóni sem er ekki svo ósvipað Jökulsárlóni. 19. febrúar 2016 12:27
Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51
Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38