Ríkisstjórnin líka með skúffu: 950 milljónir í handvalin verkefni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. febrúar 2016 11:15 Ríkisstjórn Íslands hefur sett peninga í ýmis verkefni með ráðstöfunarfé sínu sem skaffað er árlega á fjárlögum. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Íslands hefur varið 950 milljónum króna frá 2009 í ýmis handvalin verkefni af fjárlagalið sem heitir ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar. Um er að ræða sambærilegan sjóð og það sem daglega kallast skúffufé ráðherra og koma framlög af þessum lið til viðbótar við ákvarðanir einstakra ráðherra. Tvær ríkisstjórnir hafa setið á tímabilinu sem skoðað var; vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Menningin með mest Mest hefur farið í menningartengd verkefni, eða 232,8 milljónir króna, samkvæmt yfirliti sem tekið var saman af forsætisráðuneytinu að beiðni fréttastofu. Mest fékk Háskólinn vegna útgáfu afmælisrits og viðburða á afmælisári skólans árið 2010. Næst hæstu styrkina vegna menningartengdra hluta voru veittir vegna 100 ára afmælis skátastarfs á Íslandi árið 2012, 20 milljónir, og til að fjármagna útsendingar Ríkisútvarpsins um gervihnött þar til starfræn útsendingu tegur við, einnig 20 milljónir.Innviðaverkefni fyrirferðamikil Ríkisstjórnin setti 190 milljónir króna í verkefni sem tengjast innviðum eða uppbyggingu innanlands. Mest var sett í brýnar framkvæmdir á Þingvöllum, 15 milljónir, og endurnýjun samnings um kolefnisjöfnun bílaflota ríkisins, 14,5 milljónir. Átta 10 milljóna króna styrkir voru veittir í önnur slík verkefni; Gerð sóknaráætlunar fyrir alla landshluta, undirbúning sóknaráætlunar 20/20, átaksverkefni á ýmsum sviðum sem tengjast vinnumarkaðsúrræðum, stofnun atvinnuþróunarfélags á Suðurnesjum, til að mæta áföllnum kostnaði við fælingartilraunir í Kolgrafafirði, könnunarviðræður við Breta um lagningu sæstrengs, formennsku í vinnuhópi Norðurskautsráðsins um vernd lífríkis á Norðurslóðum og til Slysavarnafélagsins Landsbjörg vegna fjölgunar ferðamanna yfir vetrartímann.Hæsta framlagið í öryggismál Til viðbótar varði ríkisstjórnin 145 milljóna vegna ýmissa verkefna á vegum stjórnarráðsins eða tengdum aðilum. Þar á meðal er styrkur vegna útfarar fyrrverandi forsætisráðherra og það sem kallast kostnaður forsætisráðuneytisins vegna ríkisstjórnarinnar á hverju ári. Langhæsta framlagið, bæði í þessum flokki og allra styrkja sem stjórnin veitti, var vegna öryggismála æðstu stjórnar; ríkisstjórnarinnar sjálfrar. 25 milljónir voru veittar árið 2012 og aðrar 20 milljónir árið 2013. Báðar greiðslurnar voru samþykktar í ríkisstjórn árið 2012.Skákíþróttin með tugmilljónir 130 milljónir voru settar í íþróttamál. Mest fór til ÍSÍ vegna ýmissa verkefna eða 45 milljónir. Langhæsti einstaki styrkurinn til íþróttamála er 30 milljóna styrkur til ÍSÍ vegna 100 ára afmælis samtakanna árið 2012. Skák er sú íþrótt sem fær næst hæstu styrkina, eða samtals 33 milljónir. 25 milljónir voru veittar vegna Evrópumóts landsliða í skák sem haldið var á Íslandi síðastliðið haust. Fjórir tveggja milljóna króna styrkir voru veittir til skákverkfna; til dæmis vegna lokahófs Evrópumóts landsliða síðastliðið haust. Hjálparstarf og lögreglan fengu Ríkisstjórnin setti svo 108 milljónir króna í ýmsa styrki og hjálparstarf. Þar á meðal voru fimmtán milljónir sem veittar voru í hjálpar- og uppbyggingarstarf íslenskra félagasamtaka á Haítí og gjafir til Akureyrar og Vestmannaeyja fyrir tíu milljónir hvor í tilefni viðburða í bæjunum. 75 milljónir fóru svo til lögreglunnar; 50 milljónir í viðbótarfjárveitingu og 23 milljónir í rannsóknarteymi vegna skipulagðrar glæpastarfsemi. 37 milljónir hafa farið í markaðsstarf. Fjárfestingasvið Íslandsstofu fékk 25 milljónir til að efla markaðsstarfs gagnvart erlendum fjárfestingum á þessu ári og 12 milljónir voru veittar í markaðsstarf vegna íslenska hestsins.Menntun rekur lestina Ríkisstjórnin setti þá 32 milljónir króna í menntatengd verkefni. Hæsti styrkurinn fór í efling menntunar, rannsókna og nýsköpunar á Suðurlandi, 15 milljónir. Tíu milljónir fóru í að tryggja áframhaldandi gott framboð á námi á framhaldsskólastigi á Vestfjörðum, 6,5 milljónir í aukaframlag til fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og 600 þúsund í hugmyndaþing um breyttar áherslur í menntamálum, samþættingu menntastefnu og atvinnustefnu og eflingu starfsnáms í íslensku skólakerfi. Alþingi Tengdar fréttir Skúffufé ráðherra: Sjáðu í hvað ráðherrar veita fé Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa á kjörtímabilinu varið tugum milljóna í ýmis verkefni með svokölluðu skúffufé sínu. 10. febrúar 2016 09:30 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hefur varið 950 milljónum króna frá 2009 í ýmis handvalin verkefni af fjárlagalið sem heitir ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar. Um er að ræða sambærilegan sjóð og það sem daglega kallast skúffufé ráðherra og koma framlög af þessum lið til viðbótar við ákvarðanir einstakra ráðherra. Tvær ríkisstjórnir hafa setið á tímabilinu sem skoðað var; vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Menningin með mest Mest hefur farið í menningartengd verkefni, eða 232,8 milljónir króna, samkvæmt yfirliti sem tekið var saman af forsætisráðuneytinu að beiðni fréttastofu. Mest fékk Háskólinn vegna útgáfu afmælisrits og viðburða á afmælisári skólans árið 2010. Næst hæstu styrkina vegna menningartengdra hluta voru veittir vegna 100 ára afmælis skátastarfs á Íslandi árið 2012, 20 milljónir, og til að fjármagna útsendingar Ríkisútvarpsins um gervihnött þar til starfræn útsendingu tegur við, einnig 20 milljónir.Innviðaverkefni fyrirferðamikil Ríkisstjórnin setti 190 milljónir króna í verkefni sem tengjast innviðum eða uppbyggingu innanlands. Mest var sett í brýnar framkvæmdir á Þingvöllum, 15 milljónir, og endurnýjun samnings um kolefnisjöfnun bílaflota ríkisins, 14,5 milljónir. Átta 10 milljóna króna styrkir voru veittir í önnur slík verkefni; Gerð sóknaráætlunar fyrir alla landshluta, undirbúning sóknaráætlunar 20/20, átaksverkefni á ýmsum sviðum sem tengjast vinnumarkaðsúrræðum, stofnun atvinnuþróunarfélags á Suðurnesjum, til að mæta áföllnum kostnaði við fælingartilraunir í Kolgrafafirði, könnunarviðræður við Breta um lagningu sæstrengs, formennsku í vinnuhópi Norðurskautsráðsins um vernd lífríkis á Norðurslóðum og til Slysavarnafélagsins Landsbjörg vegna fjölgunar ferðamanna yfir vetrartímann.Hæsta framlagið í öryggismál Til viðbótar varði ríkisstjórnin 145 milljóna vegna ýmissa verkefna á vegum stjórnarráðsins eða tengdum aðilum. Þar á meðal er styrkur vegna útfarar fyrrverandi forsætisráðherra og það sem kallast kostnaður forsætisráðuneytisins vegna ríkisstjórnarinnar á hverju ári. Langhæsta framlagið, bæði í þessum flokki og allra styrkja sem stjórnin veitti, var vegna öryggismála æðstu stjórnar; ríkisstjórnarinnar sjálfrar. 25 milljónir voru veittar árið 2012 og aðrar 20 milljónir árið 2013. Báðar greiðslurnar voru samþykktar í ríkisstjórn árið 2012.Skákíþróttin með tugmilljónir 130 milljónir voru settar í íþróttamál. Mest fór til ÍSÍ vegna ýmissa verkefna eða 45 milljónir. Langhæsti einstaki styrkurinn til íþróttamála er 30 milljóna styrkur til ÍSÍ vegna 100 ára afmælis samtakanna árið 2012. Skák er sú íþrótt sem fær næst hæstu styrkina, eða samtals 33 milljónir. 25 milljónir voru veittar vegna Evrópumóts landsliða í skák sem haldið var á Íslandi síðastliðið haust. Fjórir tveggja milljóna króna styrkir voru veittir til skákverkfna; til dæmis vegna lokahófs Evrópumóts landsliða síðastliðið haust. Hjálparstarf og lögreglan fengu Ríkisstjórnin setti svo 108 milljónir króna í ýmsa styrki og hjálparstarf. Þar á meðal voru fimmtán milljónir sem veittar voru í hjálpar- og uppbyggingarstarf íslenskra félagasamtaka á Haítí og gjafir til Akureyrar og Vestmannaeyja fyrir tíu milljónir hvor í tilefni viðburða í bæjunum. 75 milljónir fóru svo til lögreglunnar; 50 milljónir í viðbótarfjárveitingu og 23 milljónir í rannsóknarteymi vegna skipulagðrar glæpastarfsemi. 37 milljónir hafa farið í markaðsstarf. Fjárfestingasvið Íslandsstofu fékk 25 milljónir til að efla markaðsstarfs gagnvart erlendum fjárfestingum á þessu ári og 12 milljónir voru veittar í markaðsstarf vegna íslenska hestsins.Menntun rekur lestina Ríkisstjórnin setti þá 32 milljónir króna í menntatengd verkefni. Hæsti styrkurinn fór í efling menntunar, rannsókna og nýsköpunar á Suðurlandi, 15 milljónir. Tíu milljónir fóru í að tryggja áframhaldandi gott framboð á námi á framhaldsskólastigi á Vestfjörðum, 6,5 milljónir í aukaframlag til fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og 600 þúsund í hugmyndaþing um breyttar áherslur í menntamálum, samþættingu menntastefnu og atvinnustefnu og eflingu starfsnáms í íslensku skólakerfi.
Alþingi Tengdar fréttir Skúffufé ráðherra: Sjáðu í hvað ráðherrar veita fé Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa á kjörtímabilinu varið tugum milljóna í ýmis verkefni með svokölluðu skúffufé sínu. 10. febrúar 2016 09:30 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Skúffufé ráðherra: Sjáðu í hvað ráðherrar veita fé Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa á kjörtímabilinu varið tugum milljóna í ýmis verkefni með svokölluðu skúffufé sínu. 10. febrúar 2016 09:30