Þriggja ára fangelsi fyrir Landsbankaránið Kolbeinn Tumi Daðason og Bjarki Ármannsson skrifa 25. febrúar 2016 11:47 Frá vettvangi ránsins í Borgartúni. Vísir/Vilhelm Ólafur Ingi Gunnarsson og Jóel Maron Hannesson voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa brotist inn í Landsbankann í Borgartúni í desember síðastliðnum. Dómur var kveðinn upp í gær en þeir játuðu brot sitt fyrir dómi. Báðir voru með andlitið hulið og klæddir hettupeysu, Ólafur Ingi með eftirlíkingu af skammbyssu og Jóel Maron með hníf. Ógnaði Ólafur gjaldkera með byssunni og tók peninga úr sjóðsvél sem gjaldkerinn neyddist til að opna.Sjá einnig: Vitni lýsir ráninu í Landsbankanum Til undirbúnings ráninu höfðu þeir tekið sendibifreið ófrjálsri hendi og komu á henni að bankanum. Þeir skildu bifreiðina eftir í gangi og óku á brott eftir ránið. Þeir földu síðar ránsfenginn og reyndu á annan hátt að dylja slóð sína. Lögreglan hóf þegar umfangsmikla eftirgrennslan og var myndum af ræningjunum dreift. Ábendingar bárust um að ákærðu kynnu að hafa verið að verki. Þeir gáfu sig svo fram við lögreglu að tilstuðlan aðstandenda sinna um miðnætti sama dag og ránið var framið. Þá vísuðu þeir á ránsfenginn sem komst til skila.Frá Héraðsdómi Reykjavíkur á gamlársdag þegar mennirnir voru fyrst úrskurðaðir í gæsluvarðhald.Vísir/EgillMennirnir höfðu á brott með sér 558 þúsund íslenskar krónur, 1080 evrur, 10 þúsund japönsk jen, 500 danskar krónur og 20 pund, alls rúmlega 700 þúsund krónur. Útibúinu var lokað eftir ránið og viðskiptavinum og starfsfólki boðin áfallahjálp. Sjá einnig: Svona útveguðu ræningjarnir sér flóttabíl Jóel Maron var með hreint sakarvottorð en Ólafur Ingi átti að baki þrjátíu daga fangelsisdóm fyrir umferðarlagabrot. Þeir eru rétt rúmlega tvítugir. Sendibifreiðin sem þeir flúðu á eftir ránið var í eigu Hverafoldar bakarís en þeir höfðu rænt henni í Hafnarfirði fyrr um daginn. Í viðtali við Vísi greindi Jarek Kuczynski, eigandi bakarísins, frá því að hann hafi tilkynnt að bílnum hefði verið stolið og stuttu síðar fengið þær fréttir frá lögreglu að hann hefði verið notaður í bankaráni. Bíllinn var skilinn eftir í Barmahlíð í Reykjavík og hófst umfangsmikil leit að þeim í Öskjuhlíðunni, þar sem meðal annars var notast við þyrlu Landhelgisgæslunnar. Alls voru fimm manns handteknir við rannsókn málsins. Tengdar fréttir Bankaræningjarnir áfram í gæsluvarðhaldi Mennirnir tveir sem rændu útibú Landsbankans í Borgartúni þann 30. desember hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. mars en mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan á gamlársdag. 8. febrúar 2016 15:57 Svona útveguðu ræningjarnir sér flóttabíl: Óku um með brauð og berlínarbollur aftur í Jarek Kuczynski, eigandi Hverafoldar bakarís, segir að bílnum hafi verið stolið í Hafnarfirði í morgun. 30. desember 2015 19:30 Bankastarfsmenn í Borgartúni farið á tvo hópfundi með sérfræðingi í áföllum í kjölfar ránsins Starfsfólk útibús Landsbankans í Borgartúni fór á tvo hópfundi með sérfræðingi í áföllum í kjölfar bankaráns sem framið var í útibúinu fyrir viku síðan. Þá býðst starfsfólkinu einnig að fá sérstaka tíma í áfallahjálp að sögn Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa bankans. 6. janúar 2016 12:29 Þrír handteknir: Ræningjarnir notuðu eftirlíkingu af skammbyssu Lögregla leitar enn tveggja manna vegna bankaránsins í Borgartúni fyrr í dag. 30. desember 2015 21:34 Ránsfengurinn fannst í Öskjuhlíð Ránsfengurinn úr útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst í Öskjuhlíð um hádegisbil í dag. 31. desember 2015 12:34 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Sjá meira
Ólafur Ingi Gunnarsson og Jóel Maron Hannesson voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa brotist inn í Landsbankann í Borgartúni í desember síðastliðnum. Dómur var kveðinn upp í gær en þeir játuðu brot sitt fyrir dómi. Báðir voru með andlitið hulið og klæddir hettupeysu, Ólafur Ingi með eftirlíkingu af skammbyssu og Jóel Maron með hníf. Ógnaði Ólafur gjaldkera með byssunni og tók peninga úr sjóðsvél sem gjaldkerinn neyddist til að opna.Sjá einnig: Vitni lýsir ráninu í Landsbankanum Til undirbúnings ráninu höfðu þeir tekið sendibifreið ófrjálsri hendi og komu á henni að bankanum. Þeir skildu bifreiðina eftir í gangi og óku á brott eftir ránið. Þeir földu síðar ránsfenginn og reyndu á annan hátt að dylja slóð sína. Lögreglan hóf þegar umfangsmikla eftirgrennslan og var myndum af ræningjunum dreift. Ábendingar bárust um að ákærðu kynnu að hafa verið að verki. Þeir gáfu sig svo fram við lögreglu að tilstuðlan aðstandenda sinna um miðnætti sama dag og ránið var framið. Þá vísuðu þeir á ránsfenginn sem komst til skila.Frá Héraðsdómi Reykjavíkur á gamlársdag þegar mennirnir voru fyrst úrskurðaðir í gæsluvarðhald.Vísir/EgillMennirnir höfðu á brott með sér 558 þúsund íslenskar krónur, 1080 evrur, 10 þúsund japönsk jen, 500 danskar krónur og 20 pund, alls rúmlega 700 þúsund krónur. Útibúinu var lokað eftir ránið og viðskiptavinum og starfsfólki boðin áfallahjálp. Sjá einnig: Svona útveguðu ræningjarnir sér flóttabíl Jóel Maron var með hreint sakarvottorð en Ólafur Ingi átti að baki þrjátíu daga fangelsisdóm fyrir umferðarlagabrot. Þeir eru rétt rúmlega tvítugir. Sendibifreiðin sem þeir flúðu á eftir ránið var í eigu Hverafoldar bakarís en þeir höfðu rænt henni í Hafnarfirði fyrr um daginn. Í viðtali við Vísi greindi Jarek Kuczynski, eigandi bakarísins, frá því að hann hafi tilkynnt að bílnum hefði verið stolið og stuttu síðar fengið þær fréttir frá lögreglu að hann hefði verið notaður í bankaráni. Bíllinn var skilinn eftir í Barmahlíð í Reykjavík og hófst umfangsmikil leit að þeim í Öskjuhlíðunni, þar sem meðal annars var notast við þyrlu Landhelgisgæslunnar. Alls voru fimm manns handteknir við rannsókn málsins.
Tengdar fréttir Bankaræningjarnir áfram í gæsluvarðhaldi Mennirnir tveir sem rændu útibú Landsbankans í Borgartúni þann 30. desember hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. mars en mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan á gamlársdag. 8. febrúar 2016 15:57 Svona útveguðu ræningjarnir sér flóttabíl: Óku um með brauð og berlínarbollur aftur í Jarek Kuczynski, eigandi Hverafoldar bakarís, segir að bílnum hafi verið stolið í Hafnarfirði í morgun. 30. desember 2015 19:30 Bankastarfsmenn í Borgartúni farið á tvo hópfundi með sérfræðingi í áföllum í kjölfar ránsins Starfsfólk útibús Landsbankans í Borgartúni fór á tvo hópfundi með sérfræðingi í áföllum í kjölfar bankaráns sem framið var í útibúinu fyrir viku síðan. Þá býðst starfsfólkinu einnig að fá sérstaka tíma í áfallahjálp að sögn Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa bankans. 6. janúar 2016 12:29 Þrír handteknir: Ræningjarnir notuðu eftirlíkingu af skammbyssu Lögregla leitar enn tveggja manna vegna bankaránsins í Borgartúni fyrr í dag. 30. desember 2015 21:34 Ránsfengurinn fannst í Öskjuhlíð Ránsfengurinn úr útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst í Öskjuhlíð um hádegisbil í dag. 31. desember 2015 12:34 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Sjá meira
Bankaræningjarnir áfram í gæsluvarðhaldi Mennirnir tveir sem rændu útibú Landsbankans í Borgartúni þann 30. desember hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. mars en mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan á gamlársdag. 8. febrúar 2016 15:57
Svona útveguðu ræningjarnir sér flóttabíl: Óku um með brauð og berlínarbollur aftur í Jarek Kuczynski, eigandi Hverafoldar bakarís, segir að bílnum hafi verið stolið í Hafnarfirði í morgun. 30. desember 2015 19:30
Bankastarfsmenn í Borgartúni farið á tvo hópfundi með sérfræðingi í áföllum í kjölfar ránsins Starfsfólk útibús Landsbankans í Borgartúni fór á tvo hópfundi með sérfræðingi í áföllum í kjölfar bankaráns sem framið var í útibúinu fyrir viku síðan. Þá býðst starfsfólkinu einnig að fá sérstaka tíma í áfallahjálp að sögn Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa bankans. 6. janúar 2016 12:29
Þrír handteknir: Ræningjarnir notuðu eftirlíkingu af skammbyssu Lögregla leitar enn tveggja manna vegna bankaránsins í Borgartúni fyrr í dag. 30. desember 2015 21:34
Ránsfengurinn fannst í Öskjuhlíð Ránsfengurinn úr útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst í Öskjuhlíð um hádegisbil í dag. 31. desember 2015 12:34