Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2016 23:38 Svona munu nýju skiltin sem komið verður fyrir í Reynisfjöru líta út. mynd/efla Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag, en eins og greint hefur verið frá lauk vakt lögreglunnar á svæðinu í dag en vaktinni var komið á í kjölfar banaslyss sem varð í fjörunni fyrir tveimur vikum. Unnin var öryggisúttekt af verkfræðistofunni EFLU í samvinnu við lögregluna á Suðurlandi og heimamenn í Reynishverfi en að sögn Böðvars Tómassonar, fagstjóra öryggismála hjá EFLU, var fyrst farið í að vinna að bráðaaðgerðum á svæðinu. „Þær felast í að setja upp þessi tvö nýju skilti, bæði við gönguleiðina í fjöruna og þar sem menn keyra að bílastæðinu. Þetta miðar að því að koma betri upplýsingum á framfæri við ferðamennina en nýja skiltið við gönguleiðina verður til dæmis á öðrum stað en það gamla, það er fjörumegin og mun snúa þannig að það sé meira áberandi en verið hefur,“ segir Böðvar í samtali við Vísi.Keðjur settar upp Fyrir nýju skiltin hannaði EFLA nýtt varnaðarmerki vegna öldugangs sem byggir á alþjóðlegum stöðlum. Þá er jafnframt kínverskt tákn á fyrir hættu á nýju skiltunum sem hefur verið áður á skiltum í Reynisfjöru en ferðamaður sem fórst í fjörunni í byrjun mánaðarins var einmitt frá Kína. Auk þessa verða á næstu dögum settar upp keðjur og merkingar til beina ferðamönnum rétta leið inn á svæðið þannig að allir muni fara sömu leið að fjörunni. Á vormánuðum munu verða svo sett upp fleiri skilti sem munu meðal annars skýra nánar út öldulagið í Reynisfjöru með skýringarmynd og ítarlegum upplýsingum. „Við höfum verið að vinna svolitla grunnvinnu þarna í Reynisfjöru varðandi hvernig svona skilti geta verið og vonumst til að þessi vinna geti nýst á öðrum ferðamannastöðum og verið leiðbeinandi fyrir önnur viðvörunarskilti,“ segir Böðvar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51 Viðvörunarbjöllurnar klingja sem aldrei fyrr Ofan í umræðu um öryggi erlendra ferðamanna staðfestir Ferðamálastofa að fjölgun ferðamanna á milli ára var þrjátíu prósent. Sérfræðingur segir að treysta verði og byggja upp flesta innviði í landinu til að mæta fjölguninni. 16. febrúar 2016 07:00 Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22 Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. 18. febrúar 2016 14:46 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira
Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag, en eins og greint hefur verið frá lauk vakt lögreglunnar á svæðinu í dag en vaktinni var komið á í kjölfar banaslyss sem varð í fjörunni fyrir tveimur vikum. Unnin var öryggisúttekt af verkfræðistofunni EFLU í samvinnu við lögregluna á Suðurlandi og heimamenn í Reynishverfi en að sögn Böðvars Tómassonar, fagstjóra öryggismála hjá EFLU, var fyrst farið í að vinna að bráðaaðgerðum á svæðinu. „Þær felast í að setja upp þessi tvö nýju skilti, bæði við gönguleiðina í fjöruna og þar sem menn keyra að bílastæðinu. Þetta miðar að því að koma betri upplýsingum á framfæri við ferðamennina en nýja skiltið við gönguleiðina verður til dæmis á öðrum stað en það gamla, það er fjörumegin og mun snúa þannig að það sé meira áberandi en verið hefur,“ segir Böðvar í samtali við Vísi.Keðjur settar upp Fyrir nýju skiltin hannaði EFLA nýtt varnaðarmerki vegna öldugangs sem byggir á alþjóðlegum stöðlum. Þá er jafnframt kínverskt tákn á fyrir hættu á nýju skiltunum sem hefur verið áður á skiltum í Reynisfjöru en ferðamaður sem fórst í fjörunni í byrjun mánaðarins var einmitt frá Kína. Auk þessa verða á næstu dögum settar upp keðjur og merkingar til beina ferðamönnum rétta leið inn á svæðið þannig að allir muni fara sömu leið að fjörunni. Á vormánuðum munu verða svo sett upp fleiri skilti sem munu meðal annars skýra nánar út öldulagið í Reynisfjöru með skýringarmynd og ítarlegum upplýsingum. „Við höfum verið að vinna svolitla grunnvinnu þarna í Reynisfjöru varðandi hvernig svona skilti geta verið og vonumst til að þessi vinna geti nýst á öðrum ferðamannastöðum og verið leiðbeinandi fyrir önnur viðvörunarskilti,“ segir Böðvar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51 Viðvörunarbjöllurnar klingja sem aldrei fyrr Ofan í umræðu um öryggi erlendra ferðamanna staðfestir Ferðamálastofa að fjölgun ferðamanna á milli ára var þrjátíu prósent. Sérfræðingur segir að treysta verði og byggja upp flesta innviði í landinu til að mæta fjölguninni. 16. febrúar 2016 07:00 Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22 Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. 18. febrúar 2016 14:46 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira
Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51
Viðvörunarbjöllurnar klingja sem aldrei fyrr Ofan í umræðu um öryggi erlendra ferðamanna staðfestir Ferðamálastofa að fjölgun ferðamanna á milli ára var þrjátíu prósent. Sérfræðingur segir að treysta verði og byggja upp flesta innviði í landinu til að mæta fjölguninni. 16. febrúar 2016 07:00
Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22
Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. 18. febrúar 2016 14:46
Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11