Eigendum óheimilt að greiða sér arð Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kynnir í dag breytingar á fyrirkomulagi heilsugæslunnar undir yfirskriftinni Endurbætur í heilsugæslunni – fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Breytingarnar, sem hafa verið í undirbúningi um nokkurra mánaða skeið, fela fyrst og fremst í sér breytingar á fjármögnun. Heilsugæslustöðvar verða ekki lengur fjármagnaðar með föstum fjárveitingum heldur fylgir fjármagn verkefnum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kynnti ráðherra breytingarnar fyrir fagfólki í gær. Vonast er til að opnaðar verði þrjár nýjar heilsugæslustöðvar til viðbótar við þær sautján sem núna eru reknar. Gert er ráð fyrir að þessar heilsugæslustöðvar verði einkareknar en skilyrði er að félagið sem rekur heilsugæslustöðvarnar verði sjálfstæður lögaðili og að meirihluta í eigu heilbrigðisstarfsmanna sem við stöðina starfa, í að minnsta kosti 80 prósent starfshlutfalli að jafnaði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun rekstraraðilum verða óheimilt að greiða sér arð út úr rekstrinum. Með nýja greiðslukerfinu er horft til sænsks kerfis sem hefur verið kallað „Vårdval“. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, fjallaði ítarlega um kerfið í desember. Oddur Steinarsson, lækningaforstjóri á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði þá við Markaðinn að þetta nýja kerfi væri nauðsynlegt til þess að Íslendingar geti verið samkeppnishæfir við önnur Norðurlönd. „Þetta er í boði á hinum Norðurlöndunum,“ sagði Oddur og bætti við að kerfið í Danmörku og Noregi byggi nánast eingöngu á einkareknum stöðvum. Alþingi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kynnir í dag breytingar á fyrirkomulagi heilsugæslunnar undir yfirskriftinni Endurbætur í heilsugæslunni – fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Breytingarnar, sem hafa verið í undirbúningi um nokkurra mánaða skeið, fela fyrst og fremst í sér breytingar á fjármögnun. Heilsugæslustöðvar verða ekki lengur fjármagnaðar með föstum fjárveitingum heldur fylgir fjármagn verkefnum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kynnti ráðherra breytingarnar fyrir fagfólki í gær. Vonast er til að opnaðar verði þrjár nýjar heilsugæslustöðvar til viðbótar við þær sautján sem núna eru reknar. Gert er ráð fyrir að þessar heilsugæslustöðvar verði einkareknar en skilyrði er að félagið sem rekur heilsugæslustöðvarnar verði sjálfstæður lögaðili og að meirihluta í eigu heilbrigðisstarfsmanna sem við stöðina starfa, í að minnsta kosti 80 prósent starfshlutfalli að jafnaði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun rekstraraðilum verða óheimilt að greiða sér arð út úr rekstrinum. Með nýja greiðslukerfinu er horft til sænsks kerfis sem hefur verið kallað „Vårdval“. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, fjallaði ítarlega um kerfið í desember. Oddur Steinarsson, lækningaforstjóri á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði þá við Markaðinn að þetta nýja kerfi væri nauðsynlegt til þess að Íslendingar geti verið samkeppnishæfir við önnur Norðurlönd. „Þetta er í boði á hinum Norðurlöndunum,“ sagði Oddur og bætti við að kerfið í Danmörku og Noregi byggi nánast eingöngu á einkareknum stöðvum.
Alþingi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira