Vilja kynna BDSM fyrir íslenskum unglingum Snærós Sindradóttir skrifar 25. febrúar 2016 07:00 BDSM á Íslandi er fræðslu- og hagsmunafélags BDSM-iðkenda. Félagið stendur fyrir námskeiðum og heldur reglulega viðburði. Árið 2014 var félaginu neitað um þátttöku í Gleðigöngunni. NordicPhotos/Getty Á komandi ársþingi Samtakanna 78 verður kosið um aðild BDSM á Íslandi að samtökunum. Vegna þessa verður í kvöld haldin kynning á BDSM félaginu fyrir meðlimi Samtakanna 78. Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, segir að kynningin í kvöld verð nýtt til að útskýra af hverju félagið vilji aðild að Samtökunum 78. „Stutta svarið er að þetta er partur af hinseginflórunni. Í Noregi er landssamband BDSM-félaga undir LLH, sem eru norsku hinseginsamtökin. Við erum í rauninni að elta þau svolítið.“ Hann segir að aðild BDSM-félaga að hinsegin-hópum sé stórflókið og rammpólitískt mál. Fræðimenn séu ekki sammála um hvað kynhneigð sé og hversu mikið hún orsakist af líffræðilegum þáttum eða félagsmótun. „Það sem menn eru að sjá í dag er að stór hluti BDSM-fólks upplifir þetta sem part af sinni kynverund. Það hefur ekkert með það að gera hvað það gerir inni í svefnherbergi eða ekki. Það fólk er inni í skápnum á nákvæmlega sama hátt og að strögla í mjög svipaða veru með að koma út út skápnum.“ Aðspurður hvort BDSM á Íslandi vilji taka þátt í kynningarstarfi Samtakanna 78 á meðal ungmenna segir Magnús: „Það er einn stærsti þátturinn í þessu. Gagnvart unglingum sem eru að taka sín fyrstu skref og átta sig á tilverunni og hafa þessar tilhneigingar. Þeir eru oft í vandræðum.“ Skilaboðin sem unglingar fái í dag séu að þau eigi að vera bæði sterk og sjálfstæð. „Við eigum ekki að níðast á öðrum og ekki að níðast á okkur og það er jafnrétti. En svo koma tilfinningar sem stangast á við þetta og það truflar marga. Það eru margir unglingar sem eiga í vandræðum með þetta. Það er rosalega svipað og hjá samkynhneigðum og öllum hinum hinsegin sem hugsa: „Af hverju er ég svona?“ Þegar við tölum um BDSM sem kink eða krydd þá er eins og við höfum val. En þetta er partur af fólki. Það eru margir sem hafa alltaf verið svona,“ segir Magnús. Hinsegin Skóla - og menntamál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Á komandi ársþingi Samtakanna 78 verður kosið um aðild BDSM á Íslandi að samtökunum. Vegna þessa verður í kvöld haldin kynning á BDSM félaginu fyrir meðlimi Samtakanna 78. Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, segir að kynningin í kvöld verð nýtt til að útskýra af hverju félagið vilji aðild að Samtökunum 78. „Stutta svarið er að þetta er partur af hinseginflórunni. Í Noregi er landssamband BDSM-félaga undir LLH, sem eru norsku hinseginsamtökin. Við erum í rauninni að elta þau svolítið.“ Hann segir að aðild BDSM-félaga að hinsegin-hópum sé stórflókið og rammpólitískt mál. Fræðimenn séu ekki sammála um hvað kynhneigð sé og hversu mikið hún orsakist af líffræðilegum þáttum eða félagsmótun. „Það sem menn eru að sjá í dag er að stór hluti BDSM-fólks upplifir þetta sem part af sinni kynverund. Það hefur ekkert með það að gera hvað það gerir inni í svefnherbergi eða ekki. Það fólk er inni í skápnum á nákvæmlega sama hátt og að strögla í mjög svipaða veru með að koma út út skápnum.“ Aðspurður hvort BDSM á Íslandi vilji taka þátt í kynningarstarfi Samtakanna 78 á meðal ungmenna segir Magnús: „Það er einn stærsti þátturinn í þessu. Gagnvart unglingum sem eru að taka sín fyrstu skref og átta sig á tilverunni og hafa þessar tilhneigingar. Þeir eru oft í vandræðum.“ Skilaboðin sem unglingar fái í dag séu að þau eigi að vera bæði sterk og sjálfstæð. „Við eigum ekki að níðast á öðrum og ekki að níðast á okkur og það er jafnrétti. En svo koma tilfinningar sem stangast á við þetta og það truflar marga. Það eru margir unglingar sem eiga í vandræðum með þetta. Það er rosalega svipað og hjá samkynhneigðum og öllum hinum hinsegin sem hugsa: „Af hverju er ég svona?“ Þegar við tölum um BDSM sem kink eða krydd þá er eins og við höfum val. En þetta er partur af fólki. Það eru margir sem hafa alltaf verið svona,“ segir Magnús.
Hinsegin Skóla - og menntamál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira