Telur niðurstöðuna brjóta gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu Höskuldur Kári Schram skrifar 24. febrúar 2016 19:42 Albanskri fjölskyldu sem hafði sótt um hæli hér á landi var í morgun neitað um frestun réttaráhrifa á þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að synja þeim um hæli. Þetta þýðir að fólkið verður sent úr landi á næstu vikum en það óttast um öryggi sitt í Albaníu. Þau Nazmie og Skender Dega komu hingað til lands, ásamt börnunum sínum þremur, um mitt síðasta ár. Útlendingastofnun synjaði þeim um hæli í októbermánuði síðastliðnum og í janúar staðfesti kærunefnd útlendingamála þá niðurstöðu. Málinu hefur verið skotið til dómstóla og óskaði lögmaður þeirra eftir því að þau fengju að vera áfram hér á landi á meðan á málarekstri stendur. Þeirri beiðni var hins vegar hafnað í morgun. Björg Valgeirsdóttir lögmaður þeirra segir að með þessu sé verið að brjóta á rétti þeirri til að vera viðstödd réttarhöld í eigin máli. „Ég tel skýrt að þetta sé ákvörðun sem brýtur gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu," segir Björg. Hún segir að þetta sé afar slæm niðurstaða fyrir fjölskylduna. „Vegna þessa að þeirra bíður ekkert annað en að vera send heim. Bókstaflega er tekið svo til orða í úrskurðinum að þau geti notast við fjarskiptabúnað í málflutningi en það hefur ekki sama vægi að tala í síma fyrir dómi eins og að mæta í eigin persónu,“ segir Björg. Fjölskyldan óttast pólitískar ofsóknir í heimalandi sínu en Björg segir að hægt hefði verið að veita þeim hæli hér á landi af mannúðarástæðum. „Það vantar bara vilja og hugrekki til að beita mannréttindaákvæðum sem eiga við í málinu. Það eru fyrir hendi skilyrði í lögum til að veita þeim hæli af mannúðarástæðum,“ segir Björg. Þegar fjölskyldan fékk tíðindin í morgun var verið að undirbúa ellefu ára afmæli yngri sonarins en hann er í Lækjarskóla í Hafnarfirði og æfir fótbolta með FH. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa skrifað undir beiðni um að fjölskyldan fái hæli hér á landi þar á meðal kennarar og samnemendur Joniada Dega sem stundar nám við Flensborgarskóla. „Það er erfitt fyrir okkur að trúa þessari ákvörðun. Ekki bara fyrir mig heldur alla fjölskylduna. Sérstaklega litli bróðir minn, Viken, hann á afmæli í dag. Það var mjög erfitt fyrir hann að fá svona gjöf,“ segir Joniada Dega. Hildur Þorsteinsdóttir vinur fjölskyldunnar óttast um heilsu elsta sonarins sem glímir við geðklofa. „Honum hefur farið svo mikið fram hér og þrífst hér. Hann mun ekki gera það úti. Ég ætla bara að gerast svo djörf að segja það sem aðrir kannski geta ekki sagt. Hann vill ekki fara frekar en þau. Og hann vill frekar deyja á Íslandi heldur en fara aftur til Albaníu,“ segir Hildur. Flóttamenn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Albanskri fjölskyldu sem hafði sótt um hæli hér á landi var í morgun neitað um frestun réttaráhrifa á þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að synja þeim um hæli. Þetta þýðir að fólkið verður sent úr landi á næstu vikum en það óttast um öryggi sitt í Albaníu. Þau Nazmie og Skender Dega komu hingað til lands, ásamt börnunum sínum þremur, um mitt síðasta ár. Útlendingastofnun synjaði þeim um hæli í októbermánuði síðastliðnum og í janúar staðfesti kærunefnd útlendingamála þá niðurstöðu. Málinu hefur verið skotið til dómstóla og óskaði lögmaður þeirra eftir því að þau fengju að vera áfram hér á landi á meðan á málarekstri stendur. Þeirri beiðni var hins vegar hafnað í morgun. Björg Valgeirsdóttir lögmaður þeirra segir að með þessu sé verið að brjóta á rétti þeirri til að vera viðstödd réttarhöld í eigin máli. „Ég tel skýrt að þetta sé ákvörðun sem brýtur gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu," segir Björg. Hún segir að þetta sé afar slæm niðurstaða fyrir fjölskylduna. „Vegna þessa að þeirra bíður ekkert annað en að vera send heim. Bókstaflega er tekið svo til orða í úrskurðinum að þau geti notast við fjarskiptabúnað í málflutningi en það hefur ekki sama vægi að tala í síma fyrir dómi eins og að mæta í eigin persónu,“ segir Björg. Fjölskyldan óttast pólitískar ofsóknir í heimalandi sínu en Björg segir að hægt hefði verið að veita þeim hæli hér á landi af mannúðarástæðum. „Það vantar bara vilja og hugrekki til að beita mannréttindaákvæðum sem eiga við í málinu. Það eru fyrir hendi skilyrði í lögum til að veita þeim hæli af mannúðarástæðum,“ segir Björg. Þegar fjölskyldan fékk tíðindin í morgun var verið að undirbúa ellefu ára afmæli yngri sonarins en hann er í Lækjarskóla í Hafnarfirði og æfir fótbolta með FH. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa skrifað undir beiðni um að fjölskyldan fái hæli hér á landi þar á meðal kennarar og samnemendur Joniada Dega sem stundar nám við Flensborgarskóla. „Það er erfitt fyrir okkur að trúa þessari ákvörðun. Ekki bara fyrir mig heldur alla fjölskylduna. Sérstaklega litli bróðir minn, Viken, hann á afmæli í dag. Það var mjög erfitt fyrir hann að fá svona gjöf,“ segir Joniada Dega. Hildur Þorsteinsdóttir vinur fjölskyldunnar óttast um heilsu elsta sonarins sem glímir við geðklofa. „Honum hefur farið svo mikið fram hér og þrífst hér. Hann mun ekki gera það úti. Ég ætla bara að gerast svo djörf að segja það sem aðrir kannski geta ekki sagt. Hann vill ekki fara frekar en þau. Og hann vill frekar deyja á Íslandi heldur en fara aftur til Albaníu,“ segir Hildur.
Flóttamenn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira