Íslensk norðurljósamynd úr öskunni rís og flýgur um heiminn Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2016 17:09 Myndin hefur birst í bresku pressunni og nú hefur hjólhýsaframleiðandi falast eftir myndinni í auglýsingu. Hallgrímur fær ekki frið. Hallgrímur P Hallgrímur P. Helgason áhugaljósmyndari og prentsmiður, er 64 ára gamall og loksins orðinn heimsfrægur. „Já, eða... ég er farinn að halda það. Stefnir í það. Maður stendur eiginlega á gati. Hvað er eiginlega í gangi með þetta? Norðurljósamynd sem Hallgrímur tók fór heldur betur á flug eftir að hann birti hana á Facebook. Hún hefur birst í hinum og þessum breskum prentmiðlum og farið um heim allan. Og nýverið seldi Hallgrímur einhverju hjólhýsafyrirtæki myndina sem til stendur að nota í auglýsingu. Áður en lengra er haldið, hér er myndin í öllu sínu veldi. Hallgrímur kallar hana skáldlegur: Fuglinn Fönix úr öskunni rís.Þó myndin sé að sönnu tilkomumikil er Hallgrímur þrumulostinn vegna hinna miklu viðbragða „Já, já, ég verð eiginlega að segja það. Þetta kemur að sumu leyti á óvart. Mér finnst ég eiga margar miklu betri myndir en þessa, sem ég ætti að vera miklu frægari fyrir. Fallegri norðurljósamyndir, en því verður ekki neitað að hún er óvenjuleg. Ekki alltaf sem norðurljósin leika svona við mann.“ Hallgrímur tók myndina í lok september. „Ég sýndi einhverjum hana þá við ágætar undirtektir, en svo setti ég hana aftur inn núna og þá hefur hún heldur betur farið á flug.“Fær ekki frið vegna fyrirspurna úr öllum áttumEn, ertu ekki orðinn moldríkur á þessu? „Nei, það held ég maður verði seint. En, ég hef ekki frið fyrir póstum og öllum andskotanum sem vilja fá að nota myndina í hitt og þetta. Og þú ert einn af þeim.“ Hallgrímur gerir ekki mikið úr tekjumöguleikum sínum, hann sér ekki fyrir sér að geta haft það að lifibrauði að vera ljósmyndari. Hann starfar hjá prentsmiðjunni Ísafold, tekur við síðum Fréttablaðsins, kemur þeim í prentvélina og fylgir þeim í gegnum það ferli allt. Hann hefur oft verið spurður af hverju hann laumi ekki myndum sínum í blaðið. „Já, ég hef oft verið spurður að því. Ég byrjaði að taka myndir fyrir óralöngu síðan. Tók meira að segja myndir á Led Zeppelin-tónleikunum á sínum tíma, á Jónsmessu 1970. Með peruflass. En, svo náttúrlega tímdi maður aldrei að vera að spreða rándýrum filmum í einhverja vitleysu. Svo þegar digitalið kom þá missti maður sig.“Hallgrímur P. Sjálfsmynd. Áhugaljósmyndarinn er yfirleitt er öfugu megin linsunar.Hallgrímur PHallgrímur hefur reynt að grípa norðurljósin, og tekist vel upp eins og sjá má. Hann segir ferðamenn eru að koma hingað í stórum gagngert til að skoða þau. „Miklu meira um það en fólk gerir sér grein fyrir. Þetta sé ég þegar ég kynnist fólki í gegnum netið, margir er að koma hingað í pílagrímsferðir; most see before i die.“ Fönix-mynd Hallgríms er komin í bresku pressuna og út og suður. Og sér ekki fyrir endann á ferðalagi myndarinnar um veröld víða. „Hörkugaman að þessu. En, eins og maður segir, fyrst og fremst ánægjan að einhver taki eftir því að maður er að gera eitthvað að viti. Loksins.“ Myndin er tekin fyrir ofan Hafnarfjörð, við Kaldársel. Vatnsból Hafnfirðinga, klukkan hálffjögur um nótt. „Ég var þá búinn að væflast þarna í nokkra tíma, allt Ísland sofandi nema ég á vaktinni. En, það er ekki öðru vísi sem þetta gerist. Enginn á ferli nema ég.“Eins og þetta kemur af skepnunni En, milljón dollara spurningin er þessi: Er þetta ekki bara myndvinnsluforritið Photoshop sem Hallgrímur styðst við? Hallgrímur er ekkert feiminn við þá spurningu? „Jú, það hefur einn og einn fengið þá flugu í kollinn. Photoshopið í þessari mynd er að þetta er vertórama-mynd. Þú kannast við panórama?“Já, segir blaðamaður hikandi. „Þar eru myndir teknar hlið við hlið og settar saman. Víðsjá. Þetta er mynd tekin hver upp af annarri. Á hæðina. Þrjár myndir. Annars hefði ég aldrei náð öllum fuglinum. Það var það sem ég hafði vit á að gera. Skaut efstu myndina fyrst, með 14 mm linsu sem ekki var nógu víð til að ná þessu í einu skoti. En, það er ekkert skáldað í þetta. Ef ég hefði gert þetta í photoshop hefði ég verið óánægður með útkomuna. Þetta er eins og það kemur af skepnunni, eða á himninum.“ Ekkert allir ráða við að setja vektóramamyndir saman, en það þarf að gera handvirkt og nýtur Hallgrímur menntunar sinnar sem offsetljósmyndari við það verk. „Norðurljósin eru kvik, mismikil læti í þeim. En, maður þarf að vera snöggur. Þýðir ekkert að vera að einhverju dóli með myndir sem á að setja saman. Það er bara bæng bæng bæng og þeim mun kröftugri sem ljósin eru, þeim mun styttri lýsingartíma getur maður notað og þeim mun auðveldara er að setja þetta saman.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Hallgrímur P. Helgason áhugaljósmyndari og prentsmiður, er 64 ára gamall og loksins orðinn heimsfrægur. „Já, eða... ég er farinn að halda það. Stefnir í það. Maður stendur eiginlega á gati. Hvað er eiginlega í gangi með þetta? Norðurljósamynd sem Hallgrímur tók fór heldur betur á flug eftir að hann birti hana á Facebook. Hún hefur birst í hinum og þessum breskum prentmiðlum og farið um heim allan. Og nýverið seldi Hallgrímur einhverju hjólhýsafyrirtæki myndina sem til stendur að nota í auglýsingu. Áður en lengra er haldið, hér er myndin í öllu sínu veldi. Hallgrímur kallar hana skáldlegur: Fuglinn Fönix úr öskunni rís.Þó myndin sé að sönnu tilkomumikil er Hallgrímur þrumulostinn vegna hinna miklu viðbragða „Já, já, ég verð eiginlega að segja það. Þetta kemur að sumu leyti á óvart. Mér finnst ég eiga margar miklu betri myndir en þessa, sem ég ætti að vera miklu frægari fyrir. Fallegri norðurljósamyndir, en því verður ekki neitað að hún er óvenjuleg. Ekki alltaf sem norðurljósin leika svona við mann.“ Hallgrímur tók myndina í lok september. „Ég sýndi einhverjum hana þá við ágætar undirtektir, en svo setti ég hana aftur inn núna og þá hefur hún heldur betur farið á flug.“Fær ekki frið vegna fyrirspurna úr öllum áttumEn, ertu ekki orðinn moldríkur á þessu? „Nei, það held ég maður verði seint. En, ég hef ekki frið fyrir póstum og öllum andskotanum sem vilja fá að nota myndina í hitt og þetta. Og þú ert einn af þeim.“ Hallgrímur gerir ekki mikið úr tekjumöguleikum sínum, hann sér ekki fyrir sér að geta haft það að lifibrauði að vera ljósmyndari. Hann starfar hjá prentsmiðjunni Ísafold, tekur við síðum Fréttablaðsins, kemur þeim í prentvélina og fylgir þeim í gegnum það ferli allt. Hann hefur oft verið spurður af hverju hann laumi ekki myndum sínum í blaðið. „Já, ég hef oft verið spurður að því. Ég byrjaði að taka myndir fyrir óralöngu síðan. Tók meira að segja myndir á Led Zeppelin-tónleikunum á sínum tíma, á Jónsmessu 1970. Með peruflass. En, svo náttúrlega tímdi maður aldrei að vera að spreða rándýrum filmum í einhverja vitleysu. Svo þegar digitalið kom þá missti maður sig.“Hallgrímur P. Sjálfsmynd. Áhugaljósmyndarinn er yfirleitt er öfugu megin linsunar.Hallgrímur PHallgrímur hefur reynt að grípa norðurljósin, og tekist vel upp eins og sjá má. Hann segir ferðamenn eru að koma hingað í stórum gagngert til að skoða þau. „Miklu meira um það en fólk gerir sér grein fyrir. Þetta sé ég þegar ég kynnist fólki í gegnum netið, margir er að koma hingað í pílagrímsferðir; most see before i die.“ Fönix-mynd Hallgríms er komin í bresku pressuna og út og suður. Og sér ekki fyrir endann á ferðalagi myndarinnar um veröld víða. „Hörkugaman að þessu. En, eins og maður segir, fyrst og fremst ánægjan að einhver taki eftir því að maður er að gera eitthvað að viti. Loksins.“ Myndin er tekin fyrir ofan Hafnarfjörð, við Kaldársel. Vatnsból Hafnfirðinga, klukkan hálffjögur um nótt. „Ég var þá búinn að væflast þarna í nokkra tíma, allt Ísland sofandi nema ég á vaktinni. En, það er ekki öðru vísi sem þetta gerist. Enginn á ferli nema ég.“Eins og þetta kemur af skepnunni En, milljón dollara spurningin er þessi: Er þetta ekki bara myndvinnsluforritið Photoshop sem Hallgrímur styðst við? Hallgrímur er ekkert feiminn við þá spurningu? „Jú, það hefur einn og einn fengið þá flugu í kollinn. Photoshopið í þessari mynd er að þetta er vertórama-mynd. Þú kannast við panórama?“Já, segir blaðamaður hikandi. „Þar eru myndir teknar hlið við hlið og settar saman. Víðsjá. Þetta er mynd tekin hver upp af annarri. Á hæðina. Þrjár myndir. Annars hefði ég aldrei náð öllum fuglinum. Það var það sem ég hafði vit á að gera. Skaut efstu myndina fyrst, með 14 mm linsu sem ekki var nógu víð til að ná þessu í einu skoti. En, það er ekkert skáldað í þetta. Ef ég hefði gert þetta í photoshop hefði ég verið óánægður með útkomuna. Þetta er eins og það kemur af skepnunni, eða á himninum.“ Ekkert allir ráða við að setja vektóramamyndir saman, en það þarf að gera handvirkt og nýtur Hallgrímur menntunar sinnar sem offsetljósmyndari við það verk. „Norðurljósin eru kvik, mismikil læti í þeim. En, maður þarf að vera snöggur. Þýðir ekkert að vera að einhverju dóli með myndir sem á að setja saman. Það er bara bæng bæng bæng og þeim mun kröftugri sem ljósin eru, þeim mun styttri lýsingartíma getur maður notað og þeim mun auðveldara er að setja þetta saman.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira