Búvörusamningurinn verðtryggður Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. febrúar 2016 13:35 Frá undirritun búvörusamninga. Mynd/Atvinnuvegaráðuneytið Nýr búvörusamningur er verðtryggður og uppfærast fjárhæðir í samningnum í samræmi við verðlagsuppfærslur fjárlaga hvers árs. Verði meðalvísitala neysluverðs önnur en verðlagsuppfærsla fjárlaganna á að leiðrétta í fjárlögum næsta árs á eftir. Samningurinn á því að fylgja verðlagsþróun.Kindur á leið af fjalli.vísir/gvaÞetta kemur fram í rammasamningi búvörusamningsins, sem síðan er skiptur niður í þrjá aðra hluti sem taka á sauðfjárrækt, nautgriparækt og garðyrkju. Samningurinn hefur sætt talsverðri gagnrýni en hann er til tíu ára og gerir ráð fyrir auknum framlögum ríkisins til bænda.Á móti verðtrygginguFramsóknarflokkurinn, flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar landbúnaðarráðherra, er einn harðasti andstæðingur verðtryggingar á Íslandi. Eitt af helstu kosningaloforðum flokksins fyrir síðustu kosningar var að verðtrygging yrði afnumin á Íslandi. Lítið hefur þó þokast í átt að afnámi verðtryggingar og eru óbreyttir þingmenn flokksins orðnir langeygir eftir tillögum um breytingar. Í nýlegri fréttaskýringu Vísis kom fram að þingmenn hefðu rætt sín á milli að flytja sjálfir frumvarp um málið og gefast upp á biðinni eftir tillögum stjórnarinnar. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, gaf til kynna í þættinum Stjórnmálavísi 4. febrúar síðastliðinn að ekki væri full samstaða um afnámið innan ríkisstjórnarflokkanna. „Svo að maður sé alveg hreinskilinn þá held ég að það sé ekki sérstaklega mikill áhugi hjá samstarfsflokknum að afnema verðtryggingu,“ sagði hann. Umdeildur samningur Viðskiptaráð hvatti í dag Alþingi til að hafna samningum og sögðu að þröngir skammtímahagsmunir hafi verið hafðir að leiðarljósi í stað heildarhagsmuna við gerð samninganna. Endurskoðunarákvæði samninganna gætu þá aðeins leitt til aukinna niðurgreiðslna til landbúnaðarins. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, hefur sagt samninginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausan fjáraustur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir hins vegar að verið sé að leitast við að bæta starfsaðstöðu bænda og gera þeim kleift að sækja fram. Sérstök umræða verður um samninginn á Alþingi síðdegis í dag. Þingfundur hefst klukkan 15.00 á umræðum um störf þingsins en að þeim loknum tekur umræðan um búvörusamninginn við. Búvörusamningar Garðyrkja Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Nýr búvörusamningur er verðtryggður og uppfærast fjárhæðir í samningnum í samræmi við verðlagsuppfærslur fjárlaga hvers árs. Verði meðalvísitala neysluverðs önnur en verðlagsuppfærsla fjárlaganna á að leiðrétta í fjárlögum næsta árs á eftir. Samningurinn á því að fylgja verðlagsþróun.Kindur á leið af fjalli.vísir/gvaÞetta kemur fram í rammasamningi búvörusamningsins, sem síðan er skiptur niður í þrjá aðra hluti sem taka á sauðfjárrækt, nautgriparækt og garðyrkju. Samningurinn hefur sætt talsverðri gagnrýni en hann er til tíu ára og gerir ráð fyrir auknum framlögum ríkisins til bænda.Á móti verðtrygginguFramsóknarflokkurinn, flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar landbúnaðarráðherra, er einn harðasti andstæðingur verðtryggingar á Íslandi. Eitt af helstu kosningaloforðum flokksins fyrir síðustu kosningar var að verðtrygging yrði afnumin á Íslandi. Lítið hefur þó þokast í átt að afnámi verðtryggingar og eru óbreyttir þingmenn flokksins orðnir langeygir eftir tillögum um breytingar. Í nýlegri fréttaskýringu Vísis kom fram að þingmenn hefðu rætt sín á milli að flytja sjálfir frumvarp um málið og gefast upp á biðinni eftir tillögum stjórnarinnar. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, gaf til kynna í þættinum Stjórnmálavísi 4. febrúar síðastliðinn að ekki væri full samstaða um afnámið innan ríkisstjórnarflokkanna. „Svo að maður sé alveg hreinskilinn þá held ég að það sé ekki sérstaklega mikill áhugi hjá samstarfsflokknum að afnema verðtryggingu,“ sagði hann. Umdeildur samningur Viðskiptaráð hvatti í dag Alþingi til að hafna samningum og sögðu að þröngir skammtímahagsmunir hafi verið hafðir að leiðarljósi í stað heildarhagsmuna við gerð samninganna. Endurskoðunarákvæði samninganna gætu þá aðeins leitt til aukinna niðurgreiðslna til landbúnaðarins. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, hefur sagt samninginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausan fjáraustur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir hins vegar að verið sé að leitast við að bæta starfsaðstöðu bænda og gera þeim kleift að sækja fram. Sérstök umræða verður um samninginn á Alþingi síðdegis í dag. Þingfundur hefst klukkan 15.00 á umræðum um störf þingsins en að þeim loknum tekur umræðan um búvörusamninginn við.
Búvörusamningar Garðyrkja Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira