Spáir því að norskur kvenboxari verði eins stór og Floyd Mayweather Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2016 14:30 Cecilia Brækhus. Vísir/Getty Hin norska Cecilia Brækhus er á góðri leið með að verða ein frægasti boxari heimsins og þjálfarinn hennar er sannfærður um að hún verði ein af þeim allra stærstu í boxsögunni. Frammistaða Cecilia Brækhus vekur mikla athygli á boxi í Noregi svona svipað eins og frammistaða Gunnars Nelson vekur mikla athygli á UFC á Íslandi. Cecilia Brækhus fer næst inn í hringinn á móti Chris Namus frá Úrúgvæ um næstu helgi en boxbardagi þeirra fer fram í Halle í Þýskalandi. Jonathon Banks er nýr þjálfari Cecilia Brækhus en hann var sjálfur liðtækur boxari. Banks hefur einnig þjálfað Wladimir Klitschko og þekkir því vel til. Brækhus meiddist illa á fæti í síðasta bardaga sínum og hefur því ekki keppt síðan í nóvember 2014. Hún er því að stíga inn í hringinn í fyrsta sinn í fjórtán mánuði. Jonathon Banks efast ekki um hæfileika hinnar 34 ára gömlu Cecilia Brækhus sem hefur unnið alla 27 bardaga sína á ferlinum. Hann spáir mikilli velgengi hjá Brækhus. „Hún er ekki nálægt toppnum sínum ennþá. Ég er sannfærður um að menn muni tala um hana í sömu setningu og kappa eins og Floyd Mayweather og alla hina stærstu boxara sögunnar," sagði Jonathon Banks á blaðamannafundi fyrir komandi bardaga en Dagbladet í Noregi segir frá. Floyd Mayweather vann alla 47 boxbardagana á sínum ferli og hefur lagt hanskana á hilluna ósigraður. Cecilia Brækhus þarf að vinna tuttugu í viðbót til að jafna þann árangur en hún er handhafi fjögurra belta í dag. „Cecilia er ein af þeim allra bestu og hún er mögulega klárari en þeir allir," sagði Banks. Vísir/GettyVísir/Getty Box Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Hin norska Cecilia Brækhus er á góðri leið með að verða ein frægasti boxari heimsins og þjálfarinn hennar er sannfærður um að hún verði ein af þeim allra stærstu í boxsögunni. Frammistaða Cecilia Brækhus vekur mikla athygli á boxi í Noregi svona svipað eins og frammistaða Gunnars Nelson vekur mikla athygli á UFC á Íslandi. Cecilia Brækhus fer næst inn í hringinn á móti Chris Namus frá Úrúgvæ um næstu helgi en boxbardagi þeirra fer fram í Halle í Þýskalandi. Jonathon Banks er nýr þjálfari Cecilia Brækhus en hann var sjálfur liðtækur boxari. Banks hefur einnig þjálfað Wladimir Klitschko og þekkir því vel til. Brækhus meiddist illa á fæti í síðasta bardaga sínum og hefur því ekki keppt síðan í nóvember 2014. Hún er því að stíga inn í hringinn í fyrsta sinn í fjórtán mánuði. Jonathon Banks efast ekki um hæfileika hinnar 34 ára gömlu Cecilia Brækhus sem hefur unnið alla 27 bardaga sína á ferlinum. Hann spáir mikilli velgengi hjá Brækhus. „Hún er ekki nálægt toppnum sínum ennþá. Ég er sannfærður um að menn muni tala um hana í sömu setningu og kappa eins og Floyd Mayweather og alla hina stærstu boxara sögunnar," sagði Jonathon Banks á blaðamannafundi fyrir komandi bardaga en Dagbladet í Noregi segir frá. Floyd Mayweather vann alla 47 boxbardagana á sínum ferli og hefur lagt hanskana á hilluna ósigraður. Cecilia Brækhus þarf að vinna tuttugu í viðbót til að jafna þann árangur en hún er handhafi fjögurra belta í dag. „Cecilia er ein af þeim allra bestu og hún er mögulega klárari en þeir allir," sagði Banks. Vísir/GettyVísir/Getty
Box Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira