„Forsætisráðherrann getur ekki farið í landsbyggðarpólitík um svona alvarlegt mál“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2016 10:02 Magnús Karl Magnússon, deildarforseti læknadeildar HÍ. Vísir Magnús Karl Magnússon, deildarforseti læknadeildar Háskóla Íslands, segir orð og gerðir skipta máli í pólitík. Hann er allt annað en sáttur við að ákvörðun háskólaráðs að flytja íþróttakennaranám frá Laugarvatni og til höfuðborgarinnar, vel ígrunduð og rökstudd ákvörðun að hans mati, sé sett í þann búning að um sé að ræða árás á landsbyggðina. Magnús Karl ræddi málin í Bítinu í morgun. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt ákvörðun háskólaráðs er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Hann hefur sagt að ákvörðun HÍ muni væntanlega kalla á að fjárveitingum verði í auknum mæli beint til skóla á landsbyggðinni á þeirra eigin forsendum. Magnús Karl segist vel skilja að margir séu svekktir með tilfærslu námsins en það sé ekki stóra málið. Forsætisráðherra þurfi að horfa í eigin stefnu þegar hann tali, stefnu vísinda- og tækniráðs þar sem hann gegnir formennsku.Að neðan má sjá fjárfestingu í háskólanámi á Íslandi samanborið við nokkrar þjóðir, meðaltal OECD-ríkjanna og Norðurlandanna sömuleiðis. Um er að ræða kostnað per nemenda sem reiknaður er í Bandaríkjadollurum.Orð og gerðir skipta máli í pólitík. Stefna í vísinda- og háskólamálum núverandi ríkisstjórnar birtist í stefnu Vísinda-...Posted by Magnús Karl Magnússon on Monday, February 22, 2016Vantar 130% miðað við önnur Norðurlönd Magnús segir orð ráðherrans um að forgangsraða þurfi peningum til landsbyggðarinnar illa ígrunduð og órökstudd. Ákveðnu fjármagni sé úthlutað til háskóla og eigi að forgangsraða þýðir það einfaldlega „á mannamáli að þú ætlar að taka þá frá einum stað og flytja þá annað.“ Fólk innan HÍ sem er að vinna í stefnumótun þurfi að vita hvaða stefnuviðmið séu til grundvallar. Þar liggi beint við að líta til stefnumiða vísinda- og tækniráðs fyrir árið 2014. Þar segi meðal annars að fjármögnun í rannsóknum og þróun í samfélaginu eigi að vera 3 prósent af landsframleiðslu. Menn hafi talið hlutfallið vera 2,7 prósent af landsframleiðslu.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður vísinda- og tæknisjóðs.Vísir/DaníelHlutfallið reyndist 1,9 prósent Síðan hafi verið farið að reikna og í ljós komið í apríl í fyrra að Íslendingar voru að verja mun minna hlutfalli. Það hafi komið fram í lítilli frétt á vefsíðu Hagstofunnar. Reyndist hlutfall af landsframleiðslu vera 1,9 prósent. Ekkert hafi heyrst í ráðamönnum vegna þessa. Þá hafi verið markmið að ná meðaltali OECD landanna þar sem við teljum okkur yfirleitt eiga að vera á meðal efri þjóða. Þar vanti mikið upp á, líklega um 60 prósent. Til að standa jafnfætis Norðurlöndunum vanti nær 130 prósent upp á. „Menn verða að horfa á umræðu um háskóla í þessu samhengi. Forsætisráðherrann getur ekki farið í landsbyggðarpólitík um svona alvarlegt mál. Á endanum þarf fjármagn til að reka háskóla.“Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.vísir/gvaFylgi eigin ábendingum eftir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að menn séu að misskilja forsætisráðherra. „Mér finnst hann vera að segja hið augljósa. Það þarf að tryggja nægt fjármagn fyrir háskólastarfsemi, hvort sem er úti á landi eða í Reykjavík.“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, var harðorður í garð Sigmundar Davíðs í gær og sagði ummælin vera hótanir og minna á stjórnarfar í alræðisríkjum. Hann fagnar hins vegar útskýringum menntamálaráðherra. „Nú verðum við bara að treysta því að forsætisráðherra fylgi þessum ábendingum sínum eftir í verki.“fagnar útskýringum menntamálaráðherra á orðum forsætisráðherra: „Mér finnst hann vera að segja hið augljósa. Það þarf að...Posted by Eiríkur Rögnvaldsson on Tuesday, February 23, 2016 Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur segir ákvörðun háskólans kalla á að fjárveitingum verði beint til skóla á landsbyggðinni „Menntastofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land,“ skrifar ráðherrann. 20. febrúar 2016 13:37 Illugi telur Sigmund misskilinn „Ég held að menn misskilji forsætisráðherra. Mér finnst hann vera að segja hið augljósa. Það þarf að tryggja nægt fjármagn fyrir háskólastarfsemi, hvort sem er úti á landi eða í Reykjavík,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. 23. febrúar 2016 07:00 Rektor segir nemendafjöldann á Laugarvatni þurfa að þrefaldast til að námið beri sig „Háskólanum er sniðinn þröngur stakkur fjárhagslega vegna langvarandi undirfjármögnunar,“ skrifar Jón Atli Benediktsson rektor. 20. febrúar 2016 17:16 Akademían er æf vegna orða Sigmundar Davíðs Forsætisráðherra er sakaður um hótanir og lýðskrum í ummælum um skólastarf við Laugarvatn. 22. febrúar 2016 11:13 Sigmundur bregst illa við gagnrýni háskólafólks Forsætisráðherra telur gagnrýni háskólafólks snúast um að háskólamenn vilji fá fé til höfuðborgarsvæðisins. 22. febrúar 2016 14:31 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Magnús Karl Magnússon, deildarforseti læknadeildar Háskóla Íslands, segir orð og gerðir skipta máli í pólitík. Hann er allt annað en sáttur við að ákvörðun háskólaráðs að flytja íþróttakennaranám frá Laugarvatni og til höfuðborgarinnar, vel ígrunduð og rökstudd ákvörðun að hans mati, sé sett í þann búning að um sé að ræða árás á landsbyggðina. Magnús Karl ræddi málin í Bítinu í morgun. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt ákvörðun háskólaráðs er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Hann hefur sagt að ákvörðun HÍ muni væntanlega kalla á að fjárveitingum verði í auknum mæli beint til skóla á landsbyggðinni á þeirra eigin forsendum. Magnús Karl segist vel skilja að margir séu svekktir með tilfærslu námsins en það sé ekki stóra málið. Forsætisráðherra þurfi að horfa í eigin stefnu þegar hann tali, stefnu vísinda- og tækniráðs þar sem hann gegnir formennsku.Að neðan má sjá fjárfestingu í háskólanámi á Íslandi samanborið við nokkrar þjóðir, meðaltal OECD-ríkjanna og Norðurlandanna sömuleiðis. Um er að ræða kostnað per nemenda sem reiknaður er í Bandaríkjadollurum.Orð og gerðir skipta máli í pólitík. Stefna í vísinda- og háskólamálum núverandi ríkisstjórnar birtist í stefnu Vísinda-...Posted by Magnús Karl Magnússon on Monday, February 22, 2016Vantar 130% miðað við önnur Norðurlönd Magnús segir orð ráðherrans um að forgangsraða þurfi peningum til landsbyggðarinnar illa ígrunduð og órökstudd. Ákveðnu fjármagni sé úthlutað til háskóla og eigi að forgangsraða þýðir það einfaldlega „á mannamáli að þú ætlar að taka þá frá einum stað og flytja þá annað.“ Fólk innan HÍ sem er að vinna í stefnumótun þurfi að vita hvaða stefnuviðmið séu til grundvallar. Þar liggi beint við að líta til stefnumiða vísinda- og tækniráðs fyrir árið 2014. Þar segi meðal annars að fjármögnun í rannsóknum og þróun í samfélaginu eigi að vera 3 prósent af landsframleiðslu. Menn hafi talið hlutfallið vera 2,7 prósent af landsframleiðslu.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður vísinda- og tæknisjóðs.Vísir/DaníelHlutfallið reyndist 1,9 prósent Síðan hafi verið farið að reikna og í ljós komið í apríl í fyrra að Íslendingar voru að verja mun minna hlutfalli. Það hafi komið fram í lítilli frétt á vefsíðu Hagstofunnar. Reyndist hlutfall af landsframleiðslu vera 1,9 prósent. Ekkert hafi heyrst í ráðamönnum vegna þessa. Þá hafi verið markmið að ná meðaltali OECD landanna þar sem við teljum okkur yfirleitt eiga að vera á meðal efri þjóða. Þar vanti mikið upp á, líklega um 60 prósent. Til að standa jafnfætis Norðurlöndunum vanti nær 130 prósent upp á. „Menn verða að horfa á umræðu um háskóla í þessu samhengi. Forsætisráðherrann getur ekki farið í landsbyggðarpólitík um svona alvarlegt mál. Á endanum þarf fjármagn til að reka háskóla.“Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.vísir/gvaFylgi eigin ábendingum eftir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að menn séu að misskilja forsætisráðherra. „Mér finnst hann vera að segja hið augljósa. Það þarf að tryggja nægt fjármagn fyrir háskólastarfsemi, hvort sem er úti á landi eða í Reykjavík.“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, var harðorður í garð Sigmundar Davíðs í gær og sagði ummælin vera hótanir og minna á stjórnarfar í alræðisríkjum. Hann fagnar hins vegar útskýringum menntamálaráðherra. „Nú verðum við bara að treysta því að forsætisráðherra fylgi þessum ábendingum sínum eftir í verki.“fagnar útskýringum menntamálaráðherra á orðum forsætisráðherra: „Mér finnst hann vera að segja hið augljósa. Það þarf að...Posted by Eiríkur Rögnvaldsson on Tuesday, February 23, 2016
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur segir ákvörðun háskólans kalla á að fjárveitingum verði beint til skóla á landsbyggðinni „Menntastofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land,“ skrifar ráðherrann. 20. febrúar 2016 13:37 Illugi telur Sigmund misskilinn „Ég held að menn misskilji forsætisráðherra. Mér finnst hann vera að segja hið augljósa. Það þarf að tryggja nægt fjármagn fyrir háskólastarfsemi, hvort sem er úti á landi eða í Reykjavík,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. 23. febrúar 2016 07:00 Rektor segir nemendafjöldann á Laugarvatni þurfa að þrefaldast til að námið beri sig „Háskólanum er sniðinn þröngur stakkur fjárhagslega vegna langvarandi undirfjármögnunar,“ skrifar Jón Atli Benediktsson rektor. 20. febrúar 2016 17:16 Akademían er æf vegna orða Sigmundar Davíðs Forsætisráðherra er sakaður um hótanir og lýðskrum í ummælum um skólastarf við Laugarvatn. 22. febrúar 2016 11:13 Sigmundur bregst illa við gagnrýni háskólafólks Forsætisráðherra telur gagnrýni háskólafólks snúast um að háskólamenn vilji fá fé til höfuðborgarsvæðisins. 22. febrúar 2016 14:31 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Sigmundur segir ákvörðun háskólans kalla á að fjárveitingum verði beint til skóla á landsbyggðinni „Menntastofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land,“ skrifar ráðherrann. 20. febrúar 2016 13:37
Illugi telur Sigmund misskilinn „Ég held að menn misskilji forsætisráðherra. Mér finnst hann vera að segja hið augljósa. Það þarf að tryggja nægt fjármagn fyrir háskólastarfsemi, hvort sem er úti á landi eða í Reykjavík,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. 23. febrúar 2016 07:00
Rektor segir nemendafjöldann á Laugarvatni þurfa að þrefaldast til að námið beri sig „Háskólanum er sniðinn þröngur stakkur fjárhagslega vegna langvarandi undirfjármögnunar,“ skrifar Jón Atli Benediktsson rektor. 20. febrúar 2016 17:16
Akademían er æf vegna orða Sigmundar Davíðs Forsætisráðherra er sakaður um hótanir og lýðskrum í ummælum um skólastarf við Laugarvatn. 22. febrúar 2016 11:13
Sigmundur bregst illa við gagnrýni háskólafólks Forsætisráðherra telur gagnrýni háskólafólks snúast um að háskólamenn vilji fá fé til höfuðborgarsvæðisins. 22. febrúar 2016 14:31