Balti skýtur föstum skotum á lögregluna vegna Ófærðar Birgir Olgeirsson skrifar 22. febrúar 2016 16:49 Leikstjórinn Baltasar Kormákur var í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni rétt í þessu þar sem hann ræddi viðtökurnar við sjónvarpsþáttaseríunni Ófærð sem fyrirtæki hans RVK Studios framleiddi. Tveir síðustu þættir seríunnar voru sýndir í gær og sagði Baltasar það vera afar ánægjulegt að hafa náð að skapa slíkan sjónvarpsviðburð sem sameinar stóran part þjóðarinnar fyrir framan sjónvarpsskjáinn. Baltasar sagði að nú þegar væru uppi hugmyndir um framhald á Ófærð þar sem viðtökurnar á þeim svæðum sem þættirnir hafa verið sýndir nú þegar verið afar góðar. Þá sagði Baltasar það vera afar merkilegt hversu mikla samsvörun þessir þættir hafa vegna nýlegra atburða sem hafa átt sér stað á Íslandi. Nefndi hann sem dæmi mansalsmálið í Vík í Mýrdal en í Ófærð var einmitt eitt slíkt mál til rannsóknar lögreglunnar. „Þetta er miklu nær því sem er að gerast í kringum okkur. Það er kynbundið ofbeldi þarna, þöggun og vopnaburður lögreglunnar. Þetta kemur inn á svo marga hluti,“ sagði Baltasar. Fyrir skömmu var viðtal við Guðmund Ásgeirsson, lögreglufulltrúa hjá Lögregluskólanum, í Reykjavík síðdegis þar sem hann gaf sitt álit á verklag lögreglunnar í Ófærð. Guðmundur tók fram að þættirnir væru fyrst og fremst góð afþreying en engu að síður væri margt í fari lögreglunnar í Ófærð sem kæmi honum spánskt fyrir sjónir.Þá var DV með viðtöl við nokkra nafntogaða lögreglumenn í síðustu viku sem sögðu ýmislegt óhefðbundið við vinnubrögð lögreglunnar í Ófærð. Baltasar sagði við Reykjavík síðdegis í dag að honum hefði þótt þessi ummæli lögreglumannanna spaugileg. „Þess vegna er ákaflega spaugilegt að hlusta á lögregluna tala um að sumt komi þeim spánskt fyrir sjónir í þessum þáttum en ég held að það komi þjóðinni allri spánskt fyrir sjónir hvernig þeir eru búnir að vinna upp á síðkastið. Ég held að það gleymist líka. Það er ekki allt eins og það á að vera þar.“ Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi 500 þúsund horfa á þáttinn í hverri viku í Noregi. 9. febrúar 2016 14:46 Ófærð líkt við Wallander og Broadchurch í frönskum fjölmiðlum Ófærð heillar frakka uppúr skónum, og er fjallað um þættina í stærsta dagblaði Frakklands, Le Monde. 12. febrúar 2016 11:02 Lögreglan á villigötum í rannsókn morðmáls Lögreglan á Norðurlandi eystra blandaði sér óvænt í vangaveltur um morðgátuna í Ófærð. 22. febrúar 2016 09:02 Ófærð fær lofsamlega dóma í Bretlandi: „Til allrar hamingju, er hún virkilega góð“ Einn af gagnrýnendum var svo heillaður að hann gleymdi að þættirnir væru á íslensku og reyndi að hækka í talinu. 14. febrúar 2016 13:47 Ófærð á Twitter: „Var þetta þá allt hruninu að kenna?“ Íslendingar voru sem límdir við skjáinn þegar síðustu þættir Ófærðar voru sýndir í kvöld. 21. febrúar 2016 22:42 Bretar um Ófærð: ,,Af hverju ganga Íslendingar um í frárenndum úlpum í nístings kulda?“ Fyrstu tveir þættirnir af Ófærð voru sýndir í Bretlandi í gær. 14. febrúar 2016 15:43 Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikstjórinn Baltasar Kormákur var í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni rétt í þessu þar sem hann ræddi viðtökurnar við sjónvarpsþáttaseríunni Ófærð sem fyrirtæki hans RVK Studios framleiddi. Tveir síðustu þættir seríunnar voru sýndir í gær og sagði Baltasar það vera afar ánægjulegt að hafa náð að skapa slíkan sjónvarpsviðburð sem sameinar stóran part þjóðarinnar fyrir framan sjónvarpsskjáinn. Baltasar sagði að nú þegar væru uppi hugmyndir um framhald á Ófærð þar sem viðtökurnar á þeim svæðum sem þættirnir hafa verið sýndir nú þegar verið afar góðar. Þá sagði Baltasar það vera afar merkilegt hversu mikla samsvörun þessir þættir hafa vegna nýlegra atburða sem hafa átt sér stað á Íslandi. Nefndi hann sem dæmi mansalsmálið í Vík í Mýrdal en í Ófærð var einmitt eitt slíkt mál til rannsóknar lögreglunnar. „Þetta er miklu nær því sem er að gerast í kringum okkur. Það er kynbundið ofbeldi þarna, þöggun og vopnaburður lögreglunnar. Þetta kemur inn á svo marga hluti,“ sagði Baltasar. Fyrir skömmu var viðtal við Guðmund Ásgeirsson, lögreglufulltrúa hjá Lögregluskólanum, í Reykjavík síðdegis þar sem hann gaf sitt álit á verklag lögreglunnar í Ófærð. Guðmundur tók fram að þættirnir væru fyrst og fremst góð afþreying en engu að síður væri margt í fari lögreglunnar í Ófærð sem kæmi honum spánskt fyrir sjónir.Þá var DV með viðtöl við nokkra nafntogaða lögreglumenn í síðustu viku sem sögðu ýmislegt óhefðbundið við vinnubrögð lögreglunnar í Ófærð. Baltasar sagði við Reykjavík síðdegis í dag að honum hefði þótt þessi ummæli lögreglumannanna spaugileg. „Þess vegna er ákaflega spaugilegt að hlusta á lögregluna tala um að sumt komi þeim spánskt fyrir sjónir í þessum þáttum en ég held að það komi þjóðinni allri spánskt fyrir sjónir hvernig þeir eru búnir að vinna upp á síðkastið. Ég held að það gleymist líka. Það er ekki allt eins og það á að vera þar.“
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi 500 þúsund horfa á þáttinn í hverri viku í Noregi. 9. febrúar 2016 14:46 Ófærð líkt við Wallander og Broadchurch í frönskum fjölmiðlum Ófærð heillar frakka uppúr skónum, og er fjallað um þættina í stærsta dagblaði Frakklands, Le Monde. 12. febrúar 2016 11:02 Lögreglan á villigötum í rannsókn morðmáls Lögreglan á Norðurlandi eystra blandaði sér óvænt í vangaveltur um morðgátuna í Ófærð. 22. febrúar 2016 09:02 Ófærð fær lofsamlega dóma í Bretlandi: „Til allrar hamingju, er hún virkilega góð“ Einn af gagnrýnendum var svo heillaður að hann gleymdi að þættirnir væru á íslensku og reyndi að hækka í talinu. 14. febrúar 2016 13:47 Ófærð á Twitter: „Var þetta þá allt hruninu að kenna?“ Íslendingar voru sem límdir við skjáinn þegar síðustu þættir Ófærðar voru sýndir í kvöld. 21. febrúar 2016 22:42 Bretar um Ófærð: ,,Af hverju ganga Íslendingar um í frárenndum úlpum í nístings kulda?“ Fyrstu tveir þættirnir af Ófærð voru sýndir í Bretlandi í gær. 14. febrúar 2016 15:43 Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi 500 þúsund horfa á þáttinn í hverri viku í Noregi. 9. febrúar 2016 14:46
Ófærð líkt við Wallander og Broadchurch í frönskum fjölmiðlum Ófærð heillar frakka uppúr skónum, og er fjallað um þættina í stærsta dagblaði Frakklands, Le Monde. 12. febrúar 2016 11:02
Lögreglan á villigötum í rannsókn morðmáls Lögreglan á Norðurlandi eystra blandaði sér óvænt í vangaveltur um morðgátuna í Ófærð. 22. febrúar 2016 09:02
Ófærð fær lofsamlega dóma í Bretlandi: „Til allrar hamingju, er hún virkilega góð“ Einn af gagnrýnendum var svo heillaður að hann gleymdi að þættirnir væru á íslensku og reyndi að hækka í talinu. 14. febrúar 2016 13:47
Ófærð á Twitter: „Var þetta þá allt hruninu að kenna?“ Íslendingar voru sem límdir við skjáinn þegar síðustu þættir Ófærðar voru sýndir í kvöld. 21. febrúar 2016 22:42
Bretar um Ófærð: ,,Af hverju ganga Íslendingar um í frárenndum úlpum í nístings kulda?“ Fyrstu tveir þættirnir af Ófærð voru sýndir í Bretlandi í gær. 14. febrúar 2016 15:43
Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48