Tvær kvikmyndir með Alan Rickman frumsýndar í ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. febrúar 2016 18:58 Alan Rickman í hlutverki herforingjans Frank Benson. Leikaranum ástsæla Alan Rickman, sem varð heiminum harmdauði í janúar síðastliðnum eftir baráttu við krabbamein, mun bregða fyrir í tveimur nýjum kvikmyndum í ár. Í kvikmyndinni Eye In The Sky, sem væntanleg er í kvikmyndahús í apríl, leikur Rickman ásamt þeim Hellen Mirren og Aaron Paul.Sjá einnig: Alan Rickman látinn Myndin fjallar um afleiðingar drónaárása og er sögð spennutryllir af bestu gerð. Þar bregður Rickman sér í líki herforingjans Frank Benson sem verður að ákveða hvort uppræting glæpahóps í Austur-Afríku réttlæti dauða ungrar stúlku. Hér að neðan má sjá stiklu úr Eye In the Sky.Í nýrri kvikmynd um ævintýri Lísu í Undralandi, Alice Through The Looking Glass, má heyra hina einkennandi rödd Rickmans en hann ljáði margfætlunni rödd sína áður en hann lést. Í stiklunni hér að neðan má til að mynda heyra henni bregða fyrir. „Þú hefur verið of lengi í burtu, Lísa. Vini má ekki hunsa," segir hann meðal annars. Kvikmyndin verður frumsýnd í maí. Þrátt fyrir að hlutverk margfætlunnar sé ekki það stærsta sem hann tókst á við bætist hún í hóp þeirra fjölmörgu persóna sem Rickman glæddi lífi og höfðu áhrif á dægurmenningu vesturheims. Fjölmargir minnast Rickmans sem Hans Gruber úr kvikmyndinni Die Hard frá árinu 1988. Nokkrum árum síðar lék hann svo illmennið í Robin Hood: Prince of Thieves, fógetann af Nottingham, þar sem Kevin Costner var í hlutverki Hróa Hattar. Leikarinn eignaðist svo fleiri aðdáendur í myndinni Love Actually og þegar hann túlkaði Snape professor í Harry Potter-myndunum. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Alan Rickman látinn Alan Rickman varð 69 ára en hann var einn ástsælasti leikari Bretlands. 14. janúar 2016 12:44 Þegar Alan Rickman og Jimmy Fallon spjölluðu saman á helíumi Alan Rickman, einn ástsælasti leikari Bretlands, lést í gær, 69 ára að aldri. 15. janúar 2016 11:30 Ramsey-bölvunin heldur áfram að senda fræga fólkið í gröfina Skoraði daginn fyrir andlát David Bowie á sunnudaginn og Alan Rickman í dag. 14. janúar 2016 16:45 Nettröll telja Watson reyna að færa andlát Rickman sér í nyt „Sjáiði, feministi að notfæra sér andlát vinar síns til að verja málstað sinn.“ 14. janúar 2016 22:06 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikaranum ástsæla Alan Rickman, sem varð heiminum harmdauði í janúar síðastliðnum eftir baráttu við krabbamein, mun bregða fyrir í tveimur nýjum kvikmyndum í ár. Í kvikmyndinni Eye In The Sky, sem væntanleg er í kvikmyndahús í apríl, leikur Rickman ásamt þeim Hellen Mirren og Aaron Paul.Sjá einnig: Alan Rickman látinn Myndin fjallar um afleiðingar drónaárása og er sögð spennutryllir af bestu gerð. Þar bregður Rickman sér í líki herforingjans Frank Benson sem verður að ákveða hvort uppræting glæpahóps í Austur-Afríku réttlæti dauða ungrar stúlku. Hér að neðan má sjá stiklu úr Eye In the Sky.Í nýrri kvikmynd um ævintýri Lísu í Undralandi, Alice Through The Looking Glass, má heyra hina einkennandi rödd Rickmans en hann ljáði margfætlunni rödd sína áður en hann lést. Í stiklunni hér að neðan má til að mynda heyra henni bregða fyrir. „Þú hefur verið of lengi í burtu, Lísa. Vini má ekki hunsa," segir hann meðal annars. Kvikmyndin verður frumsýnd í maí. Þrátt fyrir að hlutverk margfætlunnar sé ekki það stærsta sem hann tókst á við bætist hún í hóp þeirra fjölmörgu persóna sem Rickman glæddi lífi og höfðu áhrif á dægurmenningu vesturheims. Fjölmargir minnast Rickmans sem Hans Gruber úr kvikmyndinni Die Hard frá árinu 1988. Nokkrum árum síðar lék hann svo illmennið í Robin Hood: Prince of Thieves, fógetann af Nottingham, þar sem Kevin Costner var í hlutverki Hróa Hattar. Leikarinn eignaðist svo fleiri aðdáendur í myndinni Love Actually og þegar hann túlkaði Snape professor í Harry Potter-myndunum.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Alan Rickman látinn Alan Rickman varð 69 ára en hann var einn ástsælasti leikari Bretlands. 14. janúar 2016 12:44 Þegar Alan Rickman og Jimmy Fallon spjölluðu saman á helíumi Alan Rickman, einn ástsælasti leikari Bretlands, lést í gær, 69 ára að aldri. 15. janúar 2016 11:30 Ramsey-bölvunin heldur áfram að senda fræga fólkið í gröfina Skoraði daginn fyrir andlát David Bowie á sunnudaginn og Alan Rickman í dag. 14. janúar 2016 16:45 Nettröll telja Watson reyna að færa andlát Rickman sér í nyt „Sjáiði, feministi að notfæra sér andlát vinar síns til að verja málstað sinn.“ 14. janúar 2016 22:06 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Alan Rickman látinn Alan Rickman varð 69 ára en hann var einn ástsælasti leikari Bretlands. 14. janúar 2016 12:44
Þegar Alan Rickman og Jimmy Fallon spjölluðu saman á helíumi Alan Rickman, einn ástsælasti leikari Bretlands, lést í gær, 69 ára að aldri. 15. janúar 2016 11:30
Ramsey-bölvunin heldur áfram að senda fræga fólkið í gröfina Skoraði daginn fyrir andlát David Bowie á sunnudaginn og Alan Rickman í dag. 14. janúar 2016 16:45
Nettröll telja Watson reyna að færa andlát Rickman sér í nyt „Sjáiði, feministi að notfæra sér andlát vinar síns til að verja málstað sinn.“ 14. janúar 2016 22:06