Hinn týndi Noel stjarnan í nýrri auglýsingu Sigló Hótels Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. febrúar 2016 14:00 Ævintýri Noels ætluðu engan endi að taka á meðan á dvöl hans stóð hér á landi. Hinn heimsfrægi villingur Noel Santillan er stjarnan í nýrri auglýsingu Sigló Hótel en þar gisti hann á meðan dvöl hans stóð eftir að hann keyrði fyrir mistök landið þvert alla leið norður til Siglufjarðar. Auglýsinguna sjálfa má sjá hér fyrir neðan og leikur Noel aðalhlutverkið. Sést hann meðal annars stimpla inn götuheitið Laugarvegur inn í GPS-tækið sitt en rekja má ferðalag Noels til stafsins R í LaugaRvegi sem var ofaukið, endaði ætlaði kappinn að komast á Hótel Frón sem sem staðsett er á Laugavegi, ekkert r. Í auglýsingunni er ferðalag Noels rifjað upp og hann sýndur undir stýri á þjóðvegi 1, væntanlega á leið sinni til Siglufjarðar auk þess sem að Siglufjörður er kynntur sem álitlegur áfangastaður ferðamanna. Athygli vekur að Noel staldraði ekki lengi við á Siglufirði, hann var kominn þangað síðdegis þann 1. febrúar og kominn aftur til Reykjavíkur laust eftir hádegi þann 3. febrúar. Óneitanlega vaknar því upp sú spurning hvernig hann hafi haft tíma til að leika í auglýsingu fyrir hótel á Siglufirði sem gerist m.a. á þjóðvegi 1. Var ævintýrið allt saman kannski bara sviðsett í auglýsingaskyni eftir allt saman? Noel sjálfur þvertók fyrir það aðspurður í viðtali í Brennslunni á FM957 og þegar blaðamaður leitaði til Finns Yngva Kristinssonar markaðsstjóra Hótel Sigló var svarið það sama. „Nei,nei, þetta var ekki sviðsett. Þetta hefði þá verið einhver best heppnaða auglýsingaherferð allra tíma.“ Skjáskot úr auglýsingunni með GPS-tækinu alræmda.Mynd/Skjáskot Gripu gæsina eftir að ferðalag hans vakti mikla athygli Hann segir að hugmyndin hafi vaknað þegar Noel kom í heimsókn til Róberts Guðfinnsonar, eiganda hótelsins, sem hafi séð þarna tækifæri á að nýta sér heimsókn Noel enda hafi ævintýri hans vakið heimsathygli. „Hans hluti af auglýsingunni er tekinn upp eftir að hann fór aftur til Reykjavíkur. Hann fór á stúfana með Helgi Svavari Helgasyni og Steffí Thors frá fyrirtækinu Mús og Kött sem framleiddu og klipptu myndbandið.“ Noel vann hug og hjörtu allra þeirra sem urði á vegi hans á meðan Íslandsdvöl hans stóð og var hann meira en til í það að endurskapa svaðilför sína til Siglufjarðar að sögn Finns Yngva. „Honum fannst ansi sniðugt að hann væri kominn í alla fjölmiðla og hann hafði bara gaman af því að þvælast með Helga og Steffí,“ segir Finnur. Siglufjörður í brennidepli með komu Noels og Ófærðar Siglufjörður hefur heldur betur verið í brennidepli á heimsvísu að undanförnu en auk allrar athyglinnar sem Noel fékk var þátturinn Ófærð tekinn upp að miklu leyti á Siglufirði og hefur Finnur orðið var við aukinn áhuga á Siglufirði, bæði vegna Noels og Ófærðar. „Það er gaman að segja frá því að í sömu viku og Noel kom var ferðaráðstefnan Mid-Atlantic haldin Í Reykjavík. Þetta er stór ráðstefna og það voru mjög margir erlendis frá sem höfðu heyrt um okkur, annaðhort vegna Noel eða Ófærðar.“ segir Finnur. Því má ljóst vera að Siglufjörður sé búinn að festa sig rækilega í sessi á heimsvísu sem áfangastaður ferðamanna. Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Noel villtist enn og aftur Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl. 5. febrúar 2016 11:05 Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54 Noel náði til Reykjavíkur heilu og höldnu Noel Santillan, ferðalangurinn frægi, hefur verið færður úr einstaklingsherbergi í svítu. 3. febrúar 2016 14:58 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Hinn heimsfrægi villingur Noel Santillan er stjarnan í nýrri auglýsingu Sigló Hótel en þar gisti hann á meðan dvöl hans stóð eftir að hann keyrði fyrir mistök landið þvert alla leið norður til Siglufjarðar. Auglýsinguna sjálfa má sjá hér fyrir neðan og leikur Noel aðalhlutverkið. Sést hann meðal annars stimpla inn götuheitið Laugarvegur inn í GPS-tækið sitt en rekja má ferðalag Noels til stafsins R í LaugaRvegi sem var ofaukið, endaði ætlaði kappinn að komast á Hótel Frón sem sem staðsett er á Laugavegi, ekkert r. Í auglýsingunni er ferðalag Noels rifjað upp og hann sýndur undir stýri á þjóðvegi 1, væntanlega á leið sinni til Siglufjarðar auk þess sem að Siglufjörður er kynntur sem álitlegur áfangastaður ferðamanna. Athygli vekur að Noel staldraði ekki lengi við á Siglufirði, hann var kominn þangað síðdegis þann 1. febrúar og kominn aftur til Reykjavíkur laust eftir hádegi þann 3. febrúar. Óneitanlega vaknar því upp sú spurning hvernig hann hafi haft tíma til að leika í auglýsingu fyrir hótel á Siglufirði sem gerist m.a. á þjóðvegi 1. Var ævintýrið allt saman kannski bara sviðsett í auglýsingaskyni eftir allt saman? Noel sjálfur þvertók fyrir það aðspurður í viðtali í Brennslunni á FM957 og þegar blaðamaður leitaði til Finns Yngva Kristinssonar markaðsstjóra Hótel Sigló var svarið það sama. „Nei,nei, þetta var ekki sviðsett. Þetta hefði þá verið einhver best heppnaða auglýsingaherferð allra tíma.“ Skjáskot úr auglýsingunni með GPS-tækinu alræmda.Mynd/Skjáskot Gripu gæsina eftir að ferðalag hans vakti mikla athygli Hann segir að hugmyndin hafi vaknað þegar Noel kom í heimsókn til Róberts Guðfinnsonar, eiganda hótelsins, sem hafi séð þarna tækifæri á að nýta sér heimsókn Noel enda hafi ævintýri hans vakið heimsathygli. „Hans hluti af auglýsingunni er tekinn upp eftir að hann fór aftur til Reykjavíkur. Hann fór á stúfana með Helgi Svavari Helgasyni og Steffí Thors frá fyrirtækinu Mús og Kött sem framleiddu og klipptu myndbandið.“ Noel vann hug og hjörtu allra þeirra sem urði á vegi hans á meðan Íslandsdvöl hans stóð og var hann meira en til í það að endurskapa svaðilför sína til Siglufjarðar að sögn Finns Yngva. „Honum fannst ansi sniðugt að hann væri kominn í alla fjölmiðla og hann hafði bara gaman af því að þvælast með Helga og Steffí,“ segir Finnur. Siglufjörður í brennidepli með komu Noels og Ófærðar Siglufjörður hefur heldur betur verið í brennidepli á heimsvísu að undanförnu en auk allrar athyglinnar sem Noel fékk var þátturinn Ófærð tekinn upp að miklu leyti á Siglufirði og hefur Finnur orðið var við aukinn áhuga á Siglufirði, bæði vegna Noels og Ófærðar. „Það er gaman að segja frá því að í sömu viku og Noel kom var ferðaráðstefnan Mid-Atlantic haldin Í Reykjavík. Þetta er stór ráðstefna og það voru mjög margir erlendis frá sem höfðu heyrt um okkur, annaðhort vegna Noel eða Ófærðar.“ segir Finnur. Því má ljóst vera að Siglufjörður sé búinn að festa sig rækilega í sessi á heimsvísu sem áfangastaður ferðamanna.
Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Noel villtist enn og aftur Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl. 5. febrúar 2016 11:05 Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54 Noel náði til Reykjavíkur heilu og höldnu Noel Santillan, ferðalangurinn frægi, hefur verið færður úr einstaklingsherbergi í svítu. 3. febrúar 2016 14:58 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18
Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19
Noel villtist enn og aftur Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl. 5. febrúar 2016 11:05
Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54
Noel náði til Reykjavíkur heilu og höldnu Noel Santillan, ferðalangurinn frægi, hefur verið færður úr einstaklingsherbergi í svítu. 3. febrúar 2016 14:58