Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamning Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. febrúar 2016 16:22 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að gagnrýni á bændur og landbúnað langt út í haga með samanburði á milli nýs búvörusamnings og Icesavesamnings. Vísir Kaldhæðnin getur ekki orðið meiri en þegar stuðningur við innlenda matvælaframleiðslu er gagnrýndur með samanburði við Icesavesamningana, að mati forsætisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gagnrýnir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, vegna viðtals við þann síðarnefnda í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Andrés benti á í hádegisfréttum að beinn og óbeinn stuðningur við landbúnað á Íslandi væri 220-240 milljarðar króna á tíu ára tímabili en nýundirskrifaðir búvörusamningar gilda í svo langan tíma. Til samanburðar hafi Svavarsamningurinn svokallaði í Icesave-deilunni hefði skuldsett ríkissjóð um tæplega 208 milljarða króna til næstu átta ára.Andrés er gagnrýninn á nýja búvörusamninginn.Sigmundur Davíð segir í færslu á bloggsíðu sinni að það sé gagnrýni á bændur sé komin langt út í haga. „Að gagnrýna 13-14 milljarða stuðning við lægra vöruverð til neytenda og gjaldeyrissparnað upp á um 50 milljarða á ári með vísan til áforma um að greiða hundruð milljarða úr landi fyrir ekki neitt þegar enginn gjaldeyrir var til er vægast sagt furðulegt,“ segir hann. „En það er lýsandi fyrir hvað þeir sem það gera eru komnir langt út í haga í gagnrýni sinni á bændur og landbúnað, undirstöðuatvinnugrein á Íslandi í meira en 1100 ár.“ Sigmundur segir að Icesavesamningurinn, sem hann barðist sjálfur hart á móti, hafi falið í sér greiðslu hundruð milljarða króna úr landi í erlendri mynt sem ekki hafi verið til. Stuðningur við innlenda matvælaframleiðslu snúist hins vegar um að spara gjaldeyri. „Stuðninginn mætti allt eins kalla neytendastyrki enda er álagning stórverslana meiri á innfluttar vörur en þær innlendu,“ segir hann. „Fyrir rúmum sjö árum höfðu menn áhyggjur af því hvort til væri gjaldeyrir til að flytja inn eldsneyti og lyf. Menn geta rétt ímyndað sér hver staðan hefði verið ef við hefðum ekki átt öfluga innlenda matvælaframleiðslu með þeim tugmilljarða gjaldeyrissparnaði sem hún skilar,“ segir Sigmundur í færslunni og bætir við: „Svo ekki sé einu sinni hugsað til þeirrar stöðu sem upp hefði komið ef við hefðum ekki haft innlenda matvælaframleiðslu og samþykkt Icesavesamninginn á sama tíma.“ Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningar: Kostnaður ríkisins við landbúnaðinn meiri en kostnaður Svavarssamninga hefði verið Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að þegar spurt sé nákvæmlega hvernig almenningur hagnast á nýjum búvörusamningum, þá séu svörin mjög loðin. 20. febrúar 2016 12:46 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Kaldhæðnin getur ekki orðið meiri en þegar stuðningur við innlenda matvælaframleiðslu er gagnrýndur með samanburði við Icesavesamningana, að mati forsætisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gagnrýnir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, vegna viðtals við þann síðarnefnda í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Andrés benti á í hádegisfréttum að beinn og óbeinn stuðningur við landbúnað á Íslandi væri 220-240 milljarðar króna á tíu ára tímabili en nýundirskrifaðir búvörusamningar gilda í svo langan tíma. Til samanburðar hafi Svavarsamningurinn svokallaði í Icesave-deilunni hefði skuldsett ríkissjóð um tæplega 208 milljarða króna til næstu átta ára.Andrés er gagnrýninn á nýja búvörusamninginn.Sigmundur Davíð segir í færslu á bloggsíðu sinni að það sé gagnrýni á bændur sé komin langt út í haga. „Að gagnrýna 13-14 milljarða stuðning við lægra vöruverð til neytenda og gjaldeyrissparnað upp á um 50 milljarða á ári með vísan til áforma um að greiða hundruð milljarða úr landi fyrir ekki neitt þegar enginn gjaldeyrir var til er vægast sagt furðulegt,“ segir hann. „En það er lýsandi fyrir hvað þeir sem það gera eru komnir langt út í haga í gagnrýni sinni á bændur og landbúnað, undirstöðuatvinnugrein á Íslandi í meira en 1100 ár.“ Sigmundur segir að Icesavesamningurinn, sem hann barðist sjálfur hart á móti, hafi falið í sér greiðslu hundruð milljarða króna úr landi í erlendri mynt sem ekki hafi verið til. Stuðningur við innlenda matvælaframleiðslu snúist hins vegar um að spara gjaldeyri. „Stuðninginn mætti allt eins kalla neytendastyrki enda er álagning stórverslana meiri á innfluttar vörur en þær innlendu,“ segir hann. „Fyrir rúmum sjö árum höfðu menn áhyggjur af því hvort til væri gjaldeyrir til að flytja inn eldsneyti og lyf. Menn geta rétt ímyndað sér hver staðan hefði verið ef við hefðum ekki átt öfluga innlenda matvælaframleiðslu með þeim tugmilljarða gjaldeyrissparnaði sem hún skilar,“ segir Sigmundur í færslunni og bætir við: „Svo ekki sé einu sinni hugsað til þeirrar stöðu sem upp hefði komið ef við hefðum ekki haft innlenda matvælaframleiðslu og samþykkt Icesavesamninginn á sama tíma.“
Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningar: Kostnaður ríkisins við landbúnaðinn meiri en kostnaður Svavarssamninga hefði verið Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að þegar spurt sé nákvæmlega hvernig almenningur hagnast á nýjum búvörusamningum, þá séu svörin mjög loðin. 20. febrúar 2016 12:46 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Búvörusamningar: Kostnaður ríkisins við landbúnaðinn meiri en kostnaður Svavarssamninga hefði verið Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að þegar spurt sé nákvæmlega hvernig almenningur hagnast á nýjum búvörusamningum, þá séu svörin mjög loðin. 20. febrúar 2016 12:46