Búvörusamningar: Kostnaður ríkisins við landbúnaðinn meiri en kostnaður Svavarssamninga hefði verið Una Sighvatsdóttir skrifar 20. febrúar 2016 12:46 Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Vísir/GVA-Stefán Ekkert bendir til þess að almenningur í landinu muni njóta góðs af nýjum búvörusamningum, að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Samningarnir munu hins vegar kosta skattgreiðendur tugi milljarða. Nýir búvörusamningar ríkisins við bændur voru undirritaðir í gær til næstu tíu ára. Samkvæmt þeim munu útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar, en fara smám saman lækkandi á samningstímanum. Þarna er því samið um háar fjárhæðir, en í tilkynningu frá landbúnaðarráðuneytinu segir að það sé gert í þágu bæði bænda, neytenda og samfélagsins alls. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir hins vegar að þegar spurt sé nákvæmlega hvernig almenningur hagnast, þá séu svörin mjög loðin. „Það eru engin merki um það í þessu að neytendur muni njóta þessa samnings eða þessa breytinga sem eru að verða þarna með einum eða öðrum hætti. Það hljótum við að gagnrýna mjög.“ Andrés bendir á að sá beini stuðningur sem í búvörusamningunum felst bætist ofan á óbeinan stuðning til landbúnaðarins í formi verndartolla, sem áætlað er að nemi um níu til tíu milljörðum á ári. „Ef við horfum á þetta í heild sinni erum við að tala um beinan og óbeinan stuðning við landbúnaðinn upp á 22 til 24 milljarða á ári og á tíu ára tímabili erum við að tala um 220 til 240 milljarða pakka sem skattgreiðendur borga með einum eða öðrum hætti.“ Til samanburðar má nefna sem dæmi að Icesave samningarnir, sem Íslendingar höfnuðu með þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2009, hefðu skuldsett ríkissjóð um tæplega 208 milljarða króna til næstu átta ára. Heildarstuðningur ríkisins við landbúnaðinn kostar skattgreiðendur því umtalsvert meira næsta áratuginn en Svavarssamningarnir svo nefndu hefðu gert. Að auki gagnrýnir Andrés að samningarnir séu bundnir til tíu ára. „Það er ekkert sem bendir til annars en að sama fyrirkomulag á stuðningskerfi við landbúnaðinn verði óbreytt um fyrirsjáanlega framtíð og þrátt fyrir að það séu tvö endurskoðunarákvæði í samningnum þá er að óbreyttu verið að binda næstu tvær ríkisstjórnir.“ Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagðist við undirritunina í gær telja að um tímamótasamninga sé að ræða þar sem umtalsverðar breytingar séu gerðar á starfsskilyrðum bænda. Meðal annars þess vegna séu samningarnir látnir gilda til tíu ára. „En ég segi á móti, tímamótasamning fyrir neytendur? Nei. Tímamótasamning fyrir allan almenning í landinu? Nei. Vegna þess að það er ekkert í þessum samningi sem segir hvernig á almenningur í landinu að njóta góðs af honum. Það er ekki neitt,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningar undirritaðir: Útgjöld ríkisins aukast um 900 milljónir á næsta ári Stefnt er að því að leggja niður kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt á samningstímanum. 19. febrúar 2016 22:15 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Ekkert bendir til þess að almenningur í landinu muni njóta góðs af nýjum búvörusamningum, að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Samningarnir munu hins vegar kosta skattgreiðendur tugi milljarða. Nýir búvörusamningar ríkisins við bændur voru undirritaðir í gær til næstu tíu ára. Samkvæmt þeim munu útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar, en fara smám saman lækkandi á samningstímanum. Þarna er því samið um háar fjárhæðir, en í tilkynningu frá landbúnaðarráðuneytinu segir að það sé gert í þágu bæði bænda, neytenda og samfélagsins alls. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir hins vegar að þegar spurt sé nákvæmlega hvernig almenningur hagnast, þá séu svörin mjög loðin. „Það eru engin merki um það í þessu að neytendur muni njóta þessa samnings eða þessa breytinga sem eru að verða þarna með einum eða öðrum hætti. Það hljótum við að gagnrýna mjög.“ Andrés bendir á að sá beini stuðningur sem í búvörusamningunum felst bætist ofan á óbeinan stuðning til landbúnaðarins í formi verndartolla, sem áætlað er að nemi um níu til tíu milljörðum á ári. „Ef við horfum á þetta í heild sinni erum við að tala um beinan og óbeinan stuðning við landbúnaðinn upp á 22 til 24 milljarða á ári og á tíu ára tímabili erum við að tala um 220 til 240 milljarða pakka sem skattgreiðendur borga með einum eða öðrum hætti.“ Til samanburðar má nefna sem dæmi að Icesave samningarnir, sem Íslendingar höfnuðu með þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2009, hefðu skuldsett ríkissjóð um tæplega 208 milljarða króna til næstu átta ára. Heildarstuðningur ríkisins við landbúnaðinn kostar skattgreiðendur því umtalsvert meira næsta áratuginn en Svavarssamningarnir svo nefndu hefðu gert. Að auki gagnrýnir Andrés að samningarnir séu bundnir til tíu ára. „Það er ekkert sem bendir til annars en að sama fyrirkomulag á stuðningskerfi við landbúnaðinn verði óbreytt um fyrirsjáanlega framtíð og þrátt fyrir að það séu tvö endurskoðunarákvæði í samningnum þá er að óbreyttu verið að binda næstu tvær ríkisstjórnir.“ Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagðist við undirritunina í gær telja að um tímamótasamninga sé að ræða þar sem umtalsverðar breytingar séu gerðar á starfsskilyrðum bænda. Meðal annars þess vegna séu samningarnir látnir gilda til tíu ára. „En ég segi á móti, tímamótasamning fyrir neytendur? Nei. Tímamótasamning fyrir allan almenning í landinu? Nei. Vegna þess að það er ekkert í þessum samningi sem segir hvernig á almenningur í landinu að njóta góðs af honum. Það er ekki neitt,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Búvörusamningar undirritaðir: Útgjöld ríkisins aukast um 900 milljónir á næsta ári Stefnt er að því að leggja niður kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt á samningstímanum. 19. febrúar 2016 22:15 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Búvörusamningar undirritaðir: Útgjöld ríkisins aukast um 900 milljónir á næsta ári Stefnt er að því að leggja niður kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt á samningstímanum. 19. febrúar 2016 22:15