Verja 132 milljörðum í landbúnað á tíu árum Ingvar Haraldsson skrifar 20. febrúar 2016 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, kynntu nýja búvörusamninga fyrir fjölmiðlamönnum í gær. vísir/anton brink Ríkið mun leggja 132 milljarða króna í landbúnaðarkerfið á árunum 2017-2026 samkvæmt búvörusamningum sem undirritaðir voru í gær. Framlag ríkisins mun hækka um tæpan milljarð á næsta ári og nema tæpum 13,8 milljörðum króna en fer svo lækkandi á næstu árum þar á eftir og verða álíka og hann er á þessu ári í lok samningstímans. Styrkir til landbúnaðarins munu nema um 12,8 milljörðum króna á þessu ári. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra segir að taka verði mið af því að stuðningur ríkisins til landbúnaðarins hafi verið lækkaðar um 1.200 milljónir króna á ári eftir hrunið. „Þetta er verulegur umbreytingasamningur. Það er ein af ástæðunum fyrir því hvað hann er langur. Það eru miklar breytingar sem taka langan tíma,“ segir Sigurður Ingi. Ráðherra bendir einnig á að endurskoðunarákvæði séu í samningnum árið 2019 og 2023. Þá segir landbúnaðarráðherra að einnig hafi verið tekin upp ný dýravelferðarreglugerð. „Þannig að í öllum samningunum er fjárfestingastuðningur,“ segir hann. „Hin stóra breytan er að verið er að auka athafnafrelsi bænda til að nýta landið,“ segir Sigurður Ingi. Samningarnir hafi það að markmiði að losa um styrkjafyrirkomulagið þannig að greiðslur verði ekki bundnar við framleiðslu á mjólk eða kjöti eins og verið hefur. „Meginhugmyndin þar er að stuðningurinn verði fjölbreyttari og almennari, en ekki eins bundinn ákveðnum greinum eins og verið hefur,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Sindri á von á því að hagur bænda batni við hinn nýja samning. „Þessi breyting kemur misjafnlega niður á bændum eftir því hvernig þeir hafa kosið að haga sínum búskap. Sumir verða í betri stöðu og aðrir verða að gera einhverjar breytingar,“ segir Sindri. Ákvörðun um afnám mjólkurkvóta var frestað fram til 2019. Í fyrri drögum samningsins stóð til að ákveða að afnema kvótann við undirritun samninganna en fallið var frá því vegna óánægju sumra kúabænda. „Auðvitað kemur það við menn, kvótarnir eru búnir að vera framseljanlegir og menn verið misjafnlega staddir á spori hvað það varðar,“ segir Sigurður Loftsson, formaður Landsambands kúabænda. Engu að síður standi enn til að afnema kvótakerfið. Búvörusamningar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Ríkið mun leggja 132 milljarða króna í landbúnaðarkerfið á árunum 2017-2026 samkvæmt búvörusamningum sem undirritaðir voru í gær. Framlag ríkisins mun hækka um tæpan milljarð á næsta ári og nema tæpum 13,8 milljörðum króna en fer svo lækkandi á næstu árum þar á eftir og verða álíka og hann er á þessu ári í lok samningstímans. Styrkir til landbúnaðarins munu nema um 12,8 milljörðum króna á þessu ári. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra segir að taka verði mið af því að stuðningur ríkisins til landbúnaðarins hafi verið lækkaðar um 1.200 milljónir króna á ári eftir hrunið. „Þetta er verulegur umbreytingasamningur. Það er ein af ástæðunum fyrir því hvað hann er langur. Það eru miklar breytingar sem taka langan tíma,“ segir Sigurður Ingi. Ráðherra bendir einnig á að endurskoðunarákvæði séu í samningnum árið 2019 og 2023. Þá segir landbúnaðarráðherra að einnig hafi verið tekin upp ný dýravelferðarreglugerð. „Þannig að í öllum samningunum er fjárfestingastuðningur,“ segir hann. „Hin stóra breytan er að verið er að auka athafnafrelsi bænda til að nýta landið,“ segir Sigurður Ingi. Samningarnir hafi það að markmiði að losa um styrkjafyrirkomulagið þannig að greiðslur verði ekki bundnar við framleiðslu á mjólk eða kjöti eins og verið hefur. „Meginhugmyndin þar er að stuðningurinn verði fjölbreyttari og almennari, en ekki eins bundinn ákveðnum greinum eins og verið hefur,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Sindri á von á því að hagur bænda batni við hinn nýja samning. „Þessi breyting kemur misjafnlega niður á bændum eftir því hvernig þeir hafa kosið að haga sínum búskap. Sumir verða í betri stöðu og aðrir verða að gera einhverjar breytingar,“ segir Sindri. Ákvörðun um afnám mjólkurkvóta var frestað fram til 2019. Í fyrri drögum samningsins stóð til að ákveða að afnema kvótann við undirritun samninganna en fallið var frá því vegna óánægju sumra kúabænda. „Auðvitað kemur það við menn, kvótarnir eru búnir að vera framseljanlegir og menn verið misjafnlega staddir á spori hvað það varðar,“ segir Sigurður Loftsson, formaður Landsambands kúabænda. Engu að síður standi enn til að afnema kvótakerfið.
Búvörusamningar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira