Hljómkviða í hverju augnabliki Jónas Sen skrifar 20. febrúar 2016 11:15 Karlakórinn Fóstbræður. Mynd/Eddi Tónlist Sinfóníutónleikar Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 18. febrúar Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Schubert, Brahms og Bruckner. Einsöngvari: Jamie Barton. Stjórnandi: Hannu Lintu. Karlakórinn Fóstbræður kom fram undir stjórn Árna Harðarsonar. Mikið er lagt í Eurovision. En þá er líka verið að spila fullt af lögum. Sama verður ekki sagt um fyrri hluta Sinfóníutónleikanna á fimmtudagskvöldið. Dagskráin fyrir hlé tók innan við hálftíma. Verkin voru tvö og það síðara var tæplega korters langt. Það var flutt af mezzósópransöngkonunni Jamie Barton, karlakórnum Fóstbræðrum og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Nú er ég ekki að kvarta. Lengd segir ekki til um gæði. Um var að ræða Rapsódíu eftir Brahms þar sem textinn er ljóð eftir Goethe. Ljóðið fjallar um ungan mann í tilvistarkreppu og er stemningin full af trega og andakt. Tónlistin er einstaklega falleg, skreytt heillandi laglínum og mjúkum hljómum. Rapsódía er fremur frjálslegt tónlistarform þar sem oft er leitast við að segja sögu. Eftir því er verkið eftir Brahms flæðandi og merkingarþrungið. Það er ekki bara að sagan sé sögð af einsöngvaranum og kórnum, heldur líka af allri hljómsveitinni. Hver einasta hending, hver einasta tónasamsetning kallar fram myndir í huganum. Tónlistarflutningurinn var afar vel heppnaður. Hljómsveitin spilað af þokka og fínleika undir stjórn Hannu Lintu. Kórinn söng milt og tært, og einsöngvarinn var með allt sitt á hreinu. Jamie Barton er ein fremsta söngkona heims, með magnaða rödd og aðdáunarverða tækni. Hún nostraði við hvert smáatriði. Tónarnir voru svo litríkir og þéttofnir að það var nánast eins og heila hljómkviðu væri að finna í hverju augnabliki. Túlkunin var hástemmd og sérlega tilfinningarík. Tvö önnur verk voru á dagskránni. Annað var pínulítið en hitt risastórt. Það litla var hinn létti og skemmtilegi Rósamunduforleikur eftir Schubert. Sinfónían spilaði hann af kostgæfni. Hitt var fimmta sinfónía Bruckners. Hún er afar löng, á við venjulega bíómynd. Sú samlíking er einnig við hæfi hvað varðar efnistök. Síbreytilegar tóntegundir skapa andrúmsloft óvissu og með reglulegu millibili eru krassandi uppákomur, rétt eins og í góðum spennutrylli. Laglínurnar eru kannski ekki sérlega grípandi, en það er tign yfir tónlistinni og hápunktarnir eru vægast sagt glæsilegir. Í lokin verður allt brjálað. Þessa stórbrotnu tónsmíð lék hljómsveitin af mikilli ákefð. Einstöku sinnum mátti greina misfellur, eins og t.d. í byrjuninni hjá blásurunum, og stundum voru strengirnir ekki alveg hreinir. En rétta andrúmsloftið var ávallt til staðar og tónlistin komst því prýðilega til skila. Sumt var dásamlegt, eins og endirinn á þriðja kaflanum og hápunkturinn á þeim fjórða. Það var svo geggjað að ég hreinlega fékk gæsahúð.Niðurstaða: Það gneistaði af fimmtu sinfóníu Bruckners og Rapsódía eftir Brahms var unaðsleg. Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Sinfóníutónleikar Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 18. febrúar Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Schubert, Brahms og Bruckner. Einsöngvari: Jamie Barton. Stjórnandi: Hannu Lintu. Karlakórinn Fóstbræður kom fram undir stjórn Árna Harðarsonar. Mikið er lagt í Eurovision. En þá er líka verið að spila fullt af lögum. Sama verður ekki sagt um fyrri hluta Sinfóníutónleikanna á fimmtudagskvöldið. Dagskráin fyrir hlé tók innan við hálftíma. Verkin voru tvö og það síðara var tæplega korters langt. Það var flutt af mezzósópransöngkonunni Jamie Barton, karlakórnum Fóstbræðrum og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Nú er ég ekki að kvarta. Lengd segir ekki til um gæði. Um var að ræða Rapsódíu eftir Brahms þar sem textinn er ljóð eftir Goethe. Ljóðið fjallar um ungan mann í tilvistarkreppu og er stemningin full af trega og andakt. Tónlistin er einstaklega falleg, skreytt heillandi laglínum og mjúkum hljómum. Rapsódía er fremur frjálslegt tónlistarform þar sem oft er leitast við að segja sögu. Eftir því er verkið eftir Brahms flæðandi og merkingarþrungið. Það er ekki bara að sagan sé sögð af einsöngvaranum og kórnum, heldur líka af allri hljómsveitinni. Hver einasta hending, hver einasta tónasamsetning kallar fram myndir í huganum. Tónlistarflutningurinn var afar vel heppnaður. Hljómsveitin spilað af þokka og fínleika undir stjórn Hannu Lintu. Kórinn söng milt og tært, og einsöngvarinn var með allt sitt á hreinu. Jamie Barton er ein fremsta söngkona heims, með magnaða rödd og aðdáunarverða tækni. Hún nostraði við hvert smáatriði. Tónarnir voru svo litríkir og þéttofnir að það var nánast eins og heila hljómkviðu væri að finna í hverju augnabliki. Túlkunin var hástemmd og sérlega tilfinningarík. Tvö önnur verk voru á dagskránni. Annað var pínulítið en hitt risastórt. Það litla var hinn létti og skemmtilegi Rósamunduforleikur eftir Schubert. Sinfónían spilaði hann af kostgæfni. Hitt var fimmta sinfónía Bruckners. Hún er afar löng, á við venjulega bíómynd. Sú samlíking er einnig við hæfi hvað varðar efnistök. Síbreytilegar tóntegundir skapa andrúmsloft óvissu og með reglulegu millibili eru krassandi uppákomur, rétt eins og í góðum spennutrylli. Laglínurnar eru kannski ekki sérlega grípandi, en það er tign yfir tónlistinni og hápunktarnir eru vægast sagt glæsilegir. Í lokin verður allt brjálað. Þessa stórbrotnu tónsmíð lék hljómsveitin af mikilli ákefð. Einstöku sinnum mátti greina misfellur, eins og t.d. í byrjuninni hjá blásurunum, og stundum voru strengirnir ekki alveg hreinir. En rétta andrúmsloftið var ávallt til staðar og tónlistin komst því prýðilega til skila. Sumt var dásamlegt, eins og endirinn á þriðja kaflanum og hápunkturinn á þeim fjórða. Það var svo geggjað að ég hreinlega fékk gæsahúð.Niðurstaða: Það gneistaði af fimmtu sinfóníu Bruckners og Rapsódía eftir Brahms var unaðsleg.
Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira