Jógakennarar og bingóstjórar í stað presta Sif Sigmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2016 07:00 Aðgerðin er sögð byltingarkennd. Verkefni sem aðeins sést einu sinni á kynslóð. Í vikunni tilkynntu bresk stjórnvöld um áætlun sem á að gjörbreyta heilbrigðiskerfinu. Til stendur að verja einum milljarði punda í að binda enda á „aðskilnað hugar og líkama“. Stórauka á aðgengi að meðferðum við andlegum sjúkdómum. Sjúklingum sem glíma við ýmsa líkamlega sjúkdóma á borð við sykursýki og bakveiki verður auk þess boðið upp á kvíða- og þunglyndismeðferð samhliða hefðbundnum úrræðum. Sálfræðingar verða sjúklingum til taks á heilsugæslustöðvum. Talmeðferðir munu standa fólki í auknum mæli til boða og áhersla verður lögð á að börn hafi greiðan aðgang að slíkum meðferðum sem og nýbakaðar mæður. En ekki nóg með það. Í bænum Rotherham á Norður-Englandi er 500.000 pundum á ári varið í tilraunaverkefni sem staðið hefur frá 2012. Heimilislæknar hafa getað sent valda sjúklinga sína á ýmis námskeið: tíma í tai chi bardagalist, skapandi skrifum, jóga, hljóðfæraleik, smíðanámskeið, sagnfræðikúrsa, spilaklúbba og svo mætti lengi telja. Áhrifin á líkamlega heilsu hafa reynst ótvíræð. Heimsóknum sjúklinga á bráðamóttökur sem tóku þátt í verkefninu fækkaði um 17%. Innlögnum á sjúkrahús um 11%. Útreikningar sýna að 43 pens spöruðust í heilbrigðiskerfinu fyrir hvert pund sem fjárfest var í verkefninu í Rotherham.Meintur „viðsnúningur“ Andleg heilsa hefur löngum verið vanrækt innan heilbrigðiskerfa heimsins. Æ fleiri rannsóknir benda hins vegar til þess að andleg og líkamleg heilsa séu alls ekki óskyld mál. Sjúklingar í Bretlandi munu senn njóta góðs af því að þarlend stjórnvöld horfa á heilbrigðismál með opnum hug. En það þarf meira til en opinn hug. Ólíklegt er að íslenskir ráðamenn taki breska kollega sína sér til fyrirmyndar. Það kostar nefnilega peninga að gera bragarbót á heilbrigðiskerfinu, peninga sem íslensk stjórnvöld virðast ekki ætla að reiða af hendi eins og sást glögglega í vikunni þegar forsætisráðherra svaraði kalli 80.000 Íslendinga um aukið fjármagn til heilbrigðismála með skætingi. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, hafði spurt Sigmund Davíð Gunnlaugsson í þingsal hvernig ríkisstjórnin hygðist bregðast við þessari ósk fjórðungs landsmanna. Lét Sigmundur eins og ekkert væri að og sagði hann að Steingrími væri nær að gleðjast yfir þeim „viðsnúningi“ sem orðið hefði í heilbrigðiskerfinu síðustu ár. Fátt bendir því til þess að bundinn verði endi á „aðskilnað hugar og líkama“ hér á landi í bráð. Þjónusta sálfræðinga er fáum aðgengileg innan heilsugæslunnar og er hún ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum. Það verða því seint til opinberir fjármunir fyrir jóga eða myndlistartímum. Og þó.Fjör til heilsubótar Rannsóknir sýna að einmanaleiki eykur á líkamlega kvilla hjá þeim sem eldri eru. Heimilislæknar í Bretlandi hafa flestir hætt að ráðleggja einmana sjúklingum sínum að leita til presta eftir félagsskap og fróun. Hafa læknarnir tekið upp á því að senda sjúklingana heldur út meðal sinna líka, á prjónanámskeið eða í bridds en slíkt hefur reynst auka á hamingju þeirra, bæta heilsu og spara fjármuni innan heilbrigðiskerfisins. Um allt land standa tómar kirkjur sem reknar eru fyrir fé úr pyngjum skattgreiðenda. Væri ekki nær að fara að fordæmi breskra heimilislækna og breyta þeim einfaldlega í félagsmiðstöðvar fyrir fólkið í hverfunum? Í stað presta störfuðu þar jógakennarar og bingóstjórar. Í staðinn fyrir uppreist altari kæmi dansgólf, í staðinn fyrir messuvín væri boðið upp á kaffi og í staðinn fyrir þrúgandi þögn heyrðist þar tónlist, hlátur, skvaldur og slúður. Vafalaust kann einhverjum að finnast hugmyndin fjarstæðukennd. Getur fólk ekki bara fundið áhugamálum sínum farveg upp á eigin spýtur? En er eitthvað fjarstæðukenndara við það að ríkið kosti það að fólk finni sér fróun í fjöri og félagsskap hvert annars sér til heilsubótar en sitji í rykmettaðri þögn og biðli til ósýnilegrar veru um að laga það sem á bjátar? Og kannski má spara fjársveltu heilbrigðiskerfinu einhverjar krónur í leiðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Aðgerðin er sögð byltingarkennd. Verkefni sem aðeins sést einu sinni á kynslóð. Í vikunni tilkynntu bresk stjórnvöld um áætlun sem á að gjörbreyta heilbrigðiskerfinu. Til stendur að verja einum milljarði punda í að binda enda á „aðskilnað hugar og líkama“. Stórauka á aðgengi að meðferðum við andlegum sjúkdómum. Sjúklingum sem glíma við ýmsa líkamlega sjúkdóma á borð við sykursýki og bakveiki verður auk þess boðið upp á kvíða- og þunglyndismeðferð samhliða hefðbundnum úrræðum. Sálfræðingar verða sjúklingum til taks á heilsugæslustöðvum. Talmeðferðir munu standa fólki í auknum mæli til boða og áhersla verður lögð á að börn hafi greiðan aðgang að slíkum meðferðum sem og nýbakaðar mæður. En ekki nóg með það. Í bænum Rotherham á Norður-Englandi er 500.000 pundum á ári varið í tilraunaverkefni sem staðið hefur frá 2012. Heimilislæknar hafa getað sent valda sjúklinga sína á ýmis námskeið: tíma í tai chi bardagalist, skapandi skrifum, jóga, hljóðfæraleik, smíðanámskeið, sagnfræðikúrsa, spilaklúbba og svo mætti lengi telja. Áhrifin á líkamlega heilsu hafa reynst ótvíræð. Heimsóknum sjúklinga á bráðamóttökur sem tóku þátt í verkefninu fækkaði um 17%. Innlögnum á sjúkrahús um 11%. Útreikningar sýna að 43 pens spöruðust í heilbrigðiskerfinu fyrir hvert pund sem fjárfest var í verkefninu í Rotherham.Meintur „viðsnúningur“ Andleg heilsa hefur löngum verið vanrækt innan heilbrigðiskerfa heimsins. Æ fleiri rannsóknir benda hins vegar til þess að andleg og líkamleg heilsa séu alls ekki óskyld mál. Sjúklingar í Bretlandi munu senn njóta góðs af því að þarlend stjórnvöld horfa á heilbrigðismál með opnum hug. En það þarf meira til en opinn hug. Ólíklegt er að íslenskir ráðamenn taki breska kollega sína sér til fyrirmyndar. Það kostar nefnilega peninga að gera bragarbót á heilbrigðiskerfinu, peninga sem íslensk stjórnvöld virðast ekki ætla að reiða af hendi eins og sást glögglega í vikunni þegar forsætisráðherra svaraði kalli 80.000 Íslendinga um aukið fjármagn til heilbrigðismála með skætingi. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, hafði spurt Sigmund Davíð Gunnlaugsson í þingsal hvernig ríkisstjórnin hygðist bregðast við þessari ósk fjórðungs landsmanna. Lét Sigmundur eins og ekkert væri að og sagði hann að Steingrími væri nær að gleðjast yfir þeim „viðsnúningi“ sem orðið hefði í heilbrigðiskerfinu síðustu ár. Fátt bendir því til þess að bundinn verði endi á „aðskilnað hugar og líkama“ hér á landi í bráð. Þjónusta sálfræðinga er fáum aðgengileg innan heilsugæslunnar og er hún ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum. Það verða því seint til opinberir fjármunir fyrir jóga eða myndlistartímum. Og þó.Fjör til heilsubótar Rannsóknir sýna að einmanaleiki eykur á líkamlega kvilla hjá þeim sem eldri eru. Heimilislæknar í Bretlandi hafa flestir hætt að ráðleggja einmana sjúklingum sínum að leita til presta eftir félagsskap og fróun. Hafa læknarnir tekið upp á því að senda sjúklingana heldur út meðal sinna líka, á prjónanámskeið eða í bridds en slíkt hefur reynst auka á hamingju þeirra, bæta heilsu og spara fjármuni innan heilbrigðiskerfisins. Um allt land standa tómar kirkjur sem reknar eru fyrir fé úr pyngjum skattgreiðenda. Væri ekki nær að fara að fordæmi breskra heimilislækna og breyta þeim einfaldlega í félagsmiðstöðvar fyrir fólkið í hverfunum? Í stað presta störfuðu þar jógakennarar og bingóstjórar. Í staðinn fyrir uppreist altari kæmi dansgólf, í staðinn fyrir messuvín væri boðið upp á kaffi og í staðinn fyrir þrúgandi þögn heyrðist þar tónlist, hlátur, skvaldur og slúður. Vafalaust kann einhverjum að finnast hugmyndin fjarstæðukennd. Getur fólk ekki bara fundið áhugamálum sínum farveg upp á eigin spýtur? En er eitthvað fjarstæðukenndara við það að ríkið kosti það að fólk finni sér fróun í fjöri og félagsskap hvert annars sér til heilsubótar en sitji í rykmettaðri þögn og biðli til ósýnilegrar veru um að laga það sem á bjátar? Og kannski má spara fjársveltu heilbrigðiskerfinu einhverjar krónur í leiðinni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun