Hrelliklám gríðarstórt vandamál hér á landi Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2016 22:00 Ný rannsókn bendir til þess að svokallað hrelliklám - það er þegar myndir sem sýna nekt eru settar í dreifingu án samþykkis þess sem er á myndinni - sé orðið gríðarstórt vandamál hér á landi. Rannsóknin var gerð á íslensku vefsvæði þar sem nafnlausir notendur skiptast á myndum, aðallega af ungum íslenskum stúlkum. Mikill meirihluti stúlknanna virðist vera undir lögaldri og sú yngsta sem var aldursgreind var þrettán ára. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við Hildi Friðriksdóttur, meistaranema í félagsvísindum sem gerði rannsóknina, í Íslandi í dag fyrr í kvöld. Hildur segir nauðsynlegt að farið verði að líta á hrelliklám sem alvarlegt kynferðisbrot. Hildur segir að það sem hafi vakið fyrir henni með gerð rannsóknarinnar hafi verið að afla upplýsinga um umfang hrellikláms og hverjar væru helstu birtingarmyndir þess. „Þá fannst mér mesta lógíkin að fara beint í það að skoða hvað væri raunverulega í umferð. Ég held að sem betur fer hafi orðið hér vitundarvakning um þetta sem samfélagslegt mein sem við þurfum að takast á við. Að sama skapi höfum við kannski ekki áttað okkur almennilega á hvað við erum raunverulega að fást við.“ Hildur segir að upphaflega hafi hún ætlað sér að ná utan um allt hrelliklám hér á landi en hafi fljótlega áttað sig á því að það væri ekki raunhæft. „Það er bara það mikið efni í umferð, því miður, að það er ógerningur að ætla sér að ná utan um það allt saman,“ segir Hildur sem ákvað í kjölfarið að afmarka sig við eitt vefsvæði. Sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir Strákar líklegri til að senda nektarmyndir af sér en stelpur Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. 5. febrúar 2016 20:15 Þúsundir nektarmynda af íslenskum stúlkum í dreifingu Ný íslensk rannsókn bendir til þess að svokölluð chan-síða, sem er vettvangur fyrir dreifingu hrellikláms, sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Þrjátíu prósent af efni á síðunni eru nektarmyndir af ungum stelpum, megninu undir lögaldri. 2. mars 2016 07:00 Dómar falla þótt lög skorti um hrelliklám Óleyfileg kynferðisleg myndbirting er daglegt brauð á internetinu. Fórnarlömb skammast sín oft of mikið til að kæra. Alþingi er langt á eftir tækninni í lögfestingu refsinga. Stundum liggur skemmtun eða gróðavon að baki hrellikláminu. 10. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Ný rannsókn bendir til þess að svokallað hrelliklám - það er þegar myndir sem sýna nekt eru settar í dreifingu án samþykkis þess sem er á myndinni - sé orðið gríðarstórt vandamál hér á landi. Rannsóknin var gerð á íslensku vefsvæði þar sem nafnlausir notendur skiptast á myndum, aðallega af ungum íslenskum stúlkum. Mikill meirihluti stúlknanna virðist vera undir lögaldri og sú yngsta sem var aldursgreind var þrettán ára. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við Hildi Friðriksdóttur, meistaranema í félagsvísindum sem gerði rannsóknina, í Íslandi í dag fyrr í kvöld. Hildur segir nauðsynlegt að farið verði að líta á hrelliklám sem alvarlegt kynferðisbrot. Hildur segir að það sem hafi vakið fyrir henni með gerð rannsóknarinnar hafi verið að afla upplýsinga um umfang hrellikláms og hverjar væru helstu birtingarmyndir þess. „Þá fannst mér mesta lógíkin að fara beint í það að skoða hvað væri raunverulega í umferð. Ég held að sem betur fer hafi orðið hér vitundarvakning um þetta sem samfélagslegt mein sem við þurfum að takast á við. Að sama skapi höfum við kannski ekki áttað okkur almennilega á hvað við erum raunverulega að fást við.“ Hildur segir að upphaflega hafi hún ætlað sér að ná utan um allt hrelliklám hér á landi en hafi fljótlega áttað sig á því að það væri ekki raunhæft. „Það er bara það mikið efni í umferð, því miður, að það er ógerningur að ætla sér að ná utan um það allt saman,“ segir Hildur sem ákvað í kjölfarið að afmarka sig við eitt vefsvæði. Sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir Strákar líklegri til að senda nektarmyndir af sér en stelpur Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. 5. febrúar 2016 20:15 Þúsundir nektarmynda af íslenskum stúlkum í dreifingu Ný íslensk rannsókn bendir til þess að svokölluð chan-síða, sem er vettvangur fyrir dreifingu hrellikláms, sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Þrjátíu prósent af efni á síðunni eru nektarmyndir af ungum stelpum, megninu undir lögaldri. 2. mars 2016 07:00 Dómar falla þótt lög skorti um hrelliklám Óleyfileg kynferðisleg myndbirting er daglegt brauð á internetinu. Fórnarlömb skammast sín oft of mikið til að kæra. Alþingi er langt á eftir tækninni í lögfestingu refsinga. Stundum liggur skemmtun eða gróðavon að baki hrellikláminu. 10. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Strákar líklegri til að senda nektarmyndir af sér en stelpur Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. 5. febrúar 2016 20:15
Þúsundir nektarmynda af íslenskum stúlkum í dreifingu Ný íslensk rannsókn bendir til þess að svokölluð chan-síða, sem er vettvangur fyrir dreifingu hrellikláms, sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Þrjátíu prósent af efni á síðunni eru nektarmyndir af ungum stelpum, megninu undir lögaldri. 2. mars 2016 07:00
Dómar falla þótt lög skorti um hrelliklám Óleyfileg kynferðisleg myndbirting er daglegt brauð á internetinu. Fórnarlömb skammast sín oft of mikið til að kæra. Alþingi er langt á eftir tækninni í lögfestingu refsinga. Stundum liggur skemmtun eða gróðavon að baki hrellikláminu. 10. febrúar 2016 06:00