Óttast um klósettslys á Hönnunarmars Birgir Örn Steinarsson skrifar 9. mars 2016 15:12 Ólöf Rut Stefánsdóttir verkefnastjóri óskar eftir að komast á salernið. „Þó að allt sé á floti þá er Hönnunarmars að fara byrja – og shit is about to get down!,“ segir Ólöf Rut Stefánsdóttir verkefnastjóri Hönnunarmiðstöðvar. Þar á hún við þá staðreynd að skólpkerfið í Vonarstræti 4b þar sem Hönnunarmiðstöð er til húsa er við það að gefa sig... aftur. Á sama tíma í fyrra fór allt í skít. „Þá kom ein samstarfskona okkar inn og sagði að það væri klóak að koma upp úr kósettinu. Við vorum öll það upptekin að við kinkuðum bara öll kolli og héldum áfram að vinna. Það endaði þannig að kjallarinn var á floti og það þurfti að fá slökkviliðið til þess að tæma hann. Það var skítur flæðandi um alla neðri hæðina á meðan við vorum uppi að vinna að reyna að láta hátíðina ganga.“ Eftir uppákomuna í fyrra hafa starfsmenn Hönnunarmiðstöðvar ekki orðið vör við neitt ónæði frá klóakinu, þar til nú. Óttinn er raunverulegur. „Það heyrast óhljóð í klósettinu og við erum búin að þurfa að fá skólpþjónustu fjórum sinnum til þess að tæma brunninn.“ Starfsfólk Hönnunarmars er því orðið nágrönnum góðkunn því þau þora ekki á klósettið og neyðast nú til þess að fara í nærliggjandi hús til þess að komast á salernið. „Sem er mjög vandræðalegt þegar við erum með gesti,“ segir Ólöf. Besta lógó-ið tryggði viðskiptinLógó Skolphreinsunarþjónustu Ásgeirs.Þegar kom að því að velja skólpþjónustu var hönnun lógósins það sem gerði útslagið. Þess vegna hafi Skólpþjónusta Ásgeirs orðið fyrir valinu. „Lógó-ið er mjög lýsandi fyrir þá þjónustu sem boðið er upp á. Það er mikilvægt fyrir Hönnunarmiðstöð að hafa hönnun að leiðarljósi með allt sem við tökum okkur fyrir hendur“. Vegna fornleifauppgreftar hefur það frestast að rífa húsið og þar af leiðandi framkvæmdir við fyrirhugað hótel. „Það er algjör óvissa með þetta. Það er alltaf að vera fresta flutning um þrjá mánuði og svo þrjá mánuði. Það yrði alveg geggjað ef einhver sem er að lesa væri til í að hýsa okkur. Einhvers staðar þar sem við komumst á klósettið“. Aðalopnunarhátíð Hönnunarmars er á fimmtudag kl. 17:30 í Hafnarhúsinu. Á sama tíma er fullt af opnunum í gangi um allan bæ. Hægt er að nálgast dagskrá Hönnunarmars í gegnum Fésbókarsíðu hátíðarinnar og vefsíðu. Útprentaða dagskrá er hægt að nálgast á helstu sýningarstöðum sem og á Kaffi Tár og Loft Hostel. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
„Þó að allt sé á floti þá er Hönnunarmars að fara byrja – og shit is about to get down!,“ segir Ólöf Rut Stefánsdóttir verkefnastjóri Hönnunarmiðstöðvar. Þar á hún við þá staðreynd að skólpkerfið í Vonarstræti 4b þar sem Hönnunarmiðstöð er til húsa er við það að gefa sig... aftur. Á sama tíma í fyrra fór allt í skít. „Þá kom ein samstarfskona okkar inn og sagði að það væri klóak að koma upp úr kósettinu. Við vorum öll það upptekin að við kinkuðum bara öll kolli og héldum áfram að vinna. Það endaði þannig að kjallarinn var á floti og það þurfti að fá slökkviliðið til þess að tæma hann. Það var skítur flæðandi um alla neðri hæðina á meðan við vorum uppi að vinna að reyna að láta hátíðina ganga.“ Eftir uppákomuna í fyrra hafa starfsmenn Hönnunarmiðstöðvar ekki orðið vör við neitt ónæði frá klóakinu, þar til nú. Óttinn er raunverulegur. „Það heyrast óhljóð í klósettinu og við erum búin að þurfa að fá skólpþjónustu fjórum sinnum til þess að tæma brunninn.“ Starfsfólk Hönnunarmars er því orðið nágrönnum góðkunn því þau þora ekki á klósettið og neyðast nú til þess að fara í nærliggjandi hús til þess að komast á salernið. „Sem er mjög vandræðalegt þegar við erum með gesti,“ segir Ólöf. Besta lógó-ið tryggði viðskiptinLógó Skolphreinsunarþjónustu Ásgeirs.Þegar kom að því að velja skólpþjónustu var hönnun lógósins það sem gerði útslagið. Þess vegna hafi Skólpþjónusta Ásgeirs orðið fyrir valinu. „Lógó-ið er mjög lýsandi fyrir þá þjónustu sem boðið er upp á. Það er mikilvægt fyrir Hönnunarmiðstöð að hafa hönnun að leiðarljósi með allt sem við tökum okkur fyrir hendur“. Vegna fornleifauppgreftar hefur það frestast að rífa húsið og þar af leiðandi framkvæmdir við fyrirhugað hótel. „Það er algjör óvissa með þetta. Það er alltaf að vera fresta flutning um þrjá mánuði og svo þrjá mánuði. Það yrði alveg geggjað ef einhver sem er að lesa væri til í að hýsa okkur. Einhvers staðar þar sem við komumst á klósettið“. Aðalopnunarhátíð Hönnunarmars er á fimmtudag kl. 17:30 í Hafnarhúsinu. Á sama tíma er fullt af opnunum í gangi um allan bæ. Hægt er að nálgast dagskrá Hönnunarmars í gegnum Fésbókarsíðu hátíðarinnar og vefsíðu. Útprentaða dagskrá er hægt að nálgast á helstu sýningarstöðum sem og á Kaffi Tár og Loft Hostel.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira