Strákarnir okkar á EM-fótboltamyndum: „Ég fékk Kára“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2016 07:00 Ingimar Bjarni Sverrisson sér um sölu á myndunum fyrir Nexus. vísir/ernir „Þetta er aðeins frábrugðið því sem við erum vanir að selja, en okkur langaði að prófa þetta,“ segir Ingimar Bjarni Sverrisson, sölumaður hjá Nexus í Nóatúni, um EM-fótboltamyndirnar sem lentu hér á landi í síðustu viku. Ingimar sér um sölu á myndunum fyrir Nexus. „Það er farinn hálfur kassi síðan þær komu en það eru nú alveg fjórir mánuðir í mót þannig ég býst við að salan aukist eftir því sem nær dregur,“ segir Ingimar. Alls eru 32 íslenskar myndir í boði. Þrettán af strákunum okkar fá hefðbundnar myndir af sér en auk þess verður svo hægt að fá merki íslenska liðsins, byrjunarliðið allt á einu spjaldi, svokallað „passion-pride“-spjald og tvö söguspjöld. Auk þess verða fjórtán sjaldgæfari spjöld þar sem hægt verður að fá myndir af þjálfurunum Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni. „Eiður Smári verður held ég mjög líklega bara svona súper spjald og líklega bara til í glansi,“ segir Ingimar Bjarni. Markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi verður því næstum ófáanlegur.Kári, Ragnar og Kolbeinn hafa fengist í fyrstu pökkunum í Nexus.vísir/ernirAftur í ungdóm Til að auka líkurnar á að sem flestir fái íslenska leikmenn í pökkunum pantaði Nexus úr Norðurlandasettinu þar sem vægi leikmanna frá Norðurlöndum á að vera meira. Gylfi Þór Sigurðsson er meira að segja framan á fjölmörgum pökkunum sem eru til sölu í Nexus. Ingimar var aðeins búinn að fá Kolbein Sigþórsson í þeim pökkum sem hann var búinn að opna en bauð blaðamanni og ljósmyndara Fréttablaðsins að opna nokkra. Það þurfti ekki að bjóða þeim það tvisvar. Ingimar stóðst ekki mátið sjálfur og opnaði nokkra með og datt í lukkupottinn. „Ég fékk Kára,“ sagði hann og sýndi mynd af miðverðinum öfluga. Ljósmyndari Fréttablaðsins greip í tómt í þeim þremur pökkum sem hann opnaði en blaðamaður fékk hinn miðvörðinn, Ragnar Sigurðsson, í pakka númer tvö. Ofanritaður er kominn á fertugsaldur (Vá, þetta var erfitt að skrifa!) en það skiptir engu máli. Það er alltaf jafn gaman að opna íþróttamyndapakka. Eftirvæntingin er alltaf sú sama. „Manni líður eins og maður sé sjö ára aftur. Maður fer bara aftur í ungdóm,“ segir Ingimar Bjarni, en áhugi hans á myndunum er einlægur.Sá sem fær Eið Smára í glans verður heppinn.vísir/gettyHægt að spila Leikmennirnir eru allir með þrjár tölur sem tákna hversu góðir þeir eru í vörn, sókn og að halda boltanum. Kolbeinn Sigþórsson er með 86 í sókn, 73 í vörn og 78 í „control“. Alls er hann með 237 „stig“, þrettán stigum meira en Kári Árnason. Þó Kári sé miðvörður fær hann samt bara tveimur meira en Kolbeinn í vörn. „Það er hægt að spila með þessum myndum en ég hef ekki kynnt mér það alveg nógu vel,“ segir Ingimar Bjarni, en vanalega hefur ungviðinu og öðrum nú dugað að safna myndunum, koma þeim vel fyrir í plastmöppum og auðvitað skiptast á fótboltamyndum. Það er aðal sportið. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
„Þetta er aðeins frábrugðið því sem við erum vanir að selja, en okkur langaði að prófa þetta,“ segir Ingimar Bjarni Sverrisson, sölumaður hjá Nexus í Nóatúni, um EM-fótboltamyndirnar sem lentu hér á landi í síðustu viku. Ingimar sér um sölu á myndunum fyrir Nexus. „Það er farinn hálfur kassi síðan þær komu en það eru nú alveg fjórir mánuðir í mót þannig ég býst við að salan aukist eftir því sem nær dregur,“ segir Ingimar. Alls eru 32 íslenskar myndir í boði. Þrettán af strákunum okkar fá hefðbundnar myndir af sér en auk þess verður svo hægt að fá merki íslenska liðsins, byrjunarliðið allt á einu spjaldi, svokallað „passion-pride“-spjald og tvö söguspjöld. Auk þess verða fjórtán sjaldgæfari spjöld þar sem hægt verður að fá myndir af þjálfurunum Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni. „Eiður Smári verður held ég mjög líklega bara svona súper spjald og líklega bara til í glansi,“ segir Ingimar Bjarni. Markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi verður því næstum ófáanlegur.Kári, Ragnar og Kolbeinn hafa fengist í fyrstu pökkunum í Nexus.vísir/ernirAftur í ungdóm Til að auka líkurnar á að sem flestir fái íslenska leikmenn í pökkunum pantaði Nexus úr Norðurlandasettinu þar sem vægi leikmanna frá Norðurlöndum á að vera meira. Gylfi Þór Sigurðsson er meira að segja framan á fjölmörgum pökkunum sem eru til sölu í Nexus. Ingimar var aðeins búinn að fá Kolbein Sigþórsson í þeim pökkum sem hann var búinn að opna en bauð blaðamanni og ljósmyndara Fréttablaðsins að opna nokkra. Það þurfti ekki að bjóða þeim það tvisvar. Ingimar stóðst ekki mátið sjálfur og opnaði nokkra með og datt í lukkupottinn. „Ég fékk Kára,“ sagði hann og sýndi mynd af miðverðinum öfluga. Ljósmyndari Fréttablaðsins greip í tómt í þeim þremur pökkum sem hann opnaði en blaðamaður fékk hinn miðvörðinn, Ragnar Sigurðsson, í pakka númer tvö. Ofanritaður er kominn á fertugsaldur (Vá, þetta var erfitt að skrifa!) en það skiptir engu máli. Það er alltaf jafn gaman að opna íþróttamyndapakka. Eftirvæntingin er alltaf sú sama. „Manni líður eins og maður sé sjö ára aftur. Maður fer bara aftur í ungdóm,“ segir Ingimar Bjarni, en áhugi hans á myndunum er einlægur.Sá sem fær Eið Smára í glans verður heppinn.vísir/gettyHægt að spila Leikmennirnir eru allir með þrjár tölur sem tákna hversu góðir þeir eru í vörn, sókn og að halda boltanum. Kolbeinn Sigþórsson er með 86 í sókn, 73 í vörn og 78 í „control“. Alls er hann með 237 „stig“, þrettán stigum meira en Kári Árnason. Þó Kári sé miðvörður fær hann samt bara tveimur meira en Kolbeinn í vörn. „Það er hægt að spila með þessum myndum en ég hef ekki kynnt mér það alveg nógu vel,“ segir Ingimar Bjarni, en vanalega hefur ungviðinu og öðrum nú dugað að safna myndunum, koma þeim vel fyrir í plastmöppum og auðvitað skiptast á fótboltamyndum. Það er aðal sportið.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira