Katrín um ákvörðunina: Langaði ekki í forsetann Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2016 14:17 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna komast að þeirri niðurstöðu eftir nokkra íhugun að hún hefði ekki áhuga á forsetaembættinu of ákvað því að gefa ekki kost á sér þrátt fyrir magar áskoranir. Hún vonar að þjóðin finni konu til að gegna embættinu eftir tuttugu ár karlmanns á forsetastóli. Mikið hefur verið rætt um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur að undanförnu og fyrir helgi greindi hún frá því að hún ætlaði að hugsa málið í nokkra daga vegna þrýstings úr mörgum áttum að hún byði sig fram. Hún segist þó aðallega hafa legið í flensu um helgina, en í morgun birti hún yfirlýsingu á Facebook síðu sinni þar sem hún tilkynnti að hún ætlaði ekki í forsetaframboð. „Í svona málum verður maður bara að fylgja hjartanu og ég bara ákvað að gera þetta ekki eins og ég var í raun og veru búin að ákveða. En þessi mikli stuðningur varð til þess að ég ákvað að hugsa málið og velta þessu betur fyrir mér. En niðurstaðan er þessi,“ sagði Katrín í hádegisfréttum Bylgjunnar.Stuðningur við Katrínu kom víða aðFjölmargir hafi haft samband við hana að undanförnu og hvatt hana til að bjóða sig fram. Fólk sem hún þekki vel og fólk sem hún þekki ekkert, fólk hvaðanæva af landinu, fólk af öllum stéttum, konur og karlar, fólk á öllum aldri. Að sama skapi hafi birst kannanir þar sem einhverjir virtust telja hana heppilega í þetta embætti. Því hafi hún ákveðið að hugleiða málið. Þessi stuðningur hafi komið henni á óvart. „Já, það kom mér auðvitað bara mjög ánægjulega á óvart. Ég verð að segja að það hefur gert mann mjög glaðan og auðmjúkan að finna allan þennan mikla stuðning. Ekki síst þegar maður áttar sig á að hann kemur hvaða af á landinu og frá mjög ólíku fólki,“ segir Katrín. Þeir sem hafi hvatt hana til framboðs nái langt út fyrir raðir stuðningsfólks Vinstri grænna. Hver er meginástæðan fyrir því að þú ákveður að verða ekki við þessu kalli? „Mann verður að langa í embættið ekki satt og ég fann það ekki hjá mér,“ segir Katrín.Vonar að þjóðin finni konu í embættiðFinnst þér eftir svo langan tíma hjá karlmanni í þessu starfi að þjóðin ætti að finna sér konu í embættið?„Já, ég vona svo sannarlega að það komi einhver góð kona fram. Ég held að það yrði frábært. Svo vona ég líka að okkur auðnist að gera þær breytingar að það sé ákveðinn hámarkstími á þetta embætti þannig að sá tími verði átta til tólf ár,“ svarar Katrín og þær breytingar fari inn í stjórnarskrá. Ólafur Ragnar Grímsson hefur um margt verið umdeildur í embætti. Katrín segir ágætt að forseti hverju sinni hafi skoðanir. „Ég vona að okkur auðnist að velja forseta sem beitir sér fyrir mannréttindum og lýðræðisumbótum, vernd íslenskrar náttúru og umhverfis og stöðu íslenskrar tungu og auðvitað fleiri málum. Því forseti hefur auðvitað heilmikil áhrif og getur sett mikilvæg mál á dagskrá. Þannig að ég vona að við fáum slíkan forseta,“ segir Katrín.Þjóðin finnur forseta?„Já, já. Þjóðin mun finna góðan forseta,“ segir konan sem hingað til hefur notið mest fylgis í könnunum til að taka við af Ólafi Ragnari Grímssyni. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hannes orðinn virkur á „Já forseti“ en enga ákvörðun tekið um framboð „Það hefur staðið til lengi að blogga, í tvö og hálft ár,“ segir Hannes Bjarnason. 7. mars 2016 13:20 Yfirgnæfandi líkur á því að Össur fari fram í forsetann Samkvæmt heimildum Vísis eru yfirgnæfandi líkur á því að Össur Skarphéðinsson gefi kost á sér í forsetaframboð. 9. mars 2016 12:02 Enn kallar Ástþór eftir manni með „balls“ á Bessastaði Í nýju myndbandi frá hreyfingu Ástþórs segir að á Bessastaði þurfi að sitja maður með hreðjar. 5. mars 2016 14:21 Heimir Örn býður sig fram til forseta Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. 4. mars 2016 08:45 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna komast að þeirri niðurstöðu eftir nokkra íhugun að hún hefði ekki áhuga á forsetaembættinu of ákvað því að gefa ekki kost á sér þrátt fyrir magar áskoranir. Hún vonar að þjóðin finni konu til að gegna embættinu eftir tuttugu ár karlmanns á forsetastóli. Mikið hefur verið rætt um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur að undanförnu og fyrir helgi greindi hún frá því að hún ætlaði að hugsa málið í nokkra daga vegna þrýstings úr mörgum áttum að hún byði sig fram. Hún segist þó aðallega hafa legið í flensu um helgina, en í morgun birti hún yfirlýsingu á Facebook síðu sinni þar sem hún tilkynnti að hún ætlaði ekki í forsetaframboð. „Í svona málum verður maður bara að fylgja hjartanu og ég bara ákvað að gera þetta ekki eins og ég var í raun og veru búin að ákveða. En þessi mikli stuðningur varð til þess að ég ákvað að hugsa málið og velta þessu betur fyrir mér. En niðurstaðan er þessi,“ sagði Katrín í hádegisfréttum Bylgjunnar.Stuðningur við Katrínu kom víða aðFjölmargir hafi haft samband við hana að undanförnu og hvatt hana til að bjóða sig fram. Fólk sem hún þekki vel og fólk sem hún þekki ekkert, fólk hvaðanæva af landinu, fólk af öllum stéttum, konur og karlar, fólk á öllum aldri. Að sama skapi hafi birst kannanir þar sem einhverjir virtust telja hana heppilega í þetta embætti. Því hafi hún ákveðið að hugleiða málið. Þessi stuðningur hafi komið henni á óvart. „Já, það kom mér auðvitað bara mjög ánægjulega á óvart. Ég verð að segja að það hefur gert mann mjög glaðan og auðmjúkan að finna allan þennan mikla stuðning. Ekki síst þegar maður áttar sig á að hann kemur hvaða af á landinu og frá mjög ólíku fólki,“ segir Katrín. Þeir sem hafi hvatt hana til framboðs nái langt út fyrir raðir stuðningsfólks Vinstri grænna. Hver er meginástæðan fyrir því að þú ákveður að verða ekki við þessu kalli? „Mann verður að langa í embættið ekki satt og ég fann það ekki hjá mér,“ segir Katrín.Vonar að þjóðin finni konu í embættiðFinnst þér eftir svo langan tíma hjá karlmanni í þessu starfi að þjóðin ætti að finna sér konu í embættið?„Já, ég vona svo sannarlega að það komi einhver góð kona fram. Ég held að það yrði frábært. Svo vona ég líka að okkur auðnist að gera þær breytingar að það sé ákveðinn hámarkstími á þetta embætti þannig að sá tími verði átta til tólf ár,“ svarar Katrín og þær breytingar fari inn í stjórnarskrá. Ólafur Ragnar Grímsson hefur um margt verið umdeildur í embætti. Katrín segir ágætt að forseti hverju sinni hafi skoðanir. „Ég vona að okkur auðnist að velja forseta sem beitir sér fyrir mannréttindum og lýðræðisumbótum, vernd íslenskrar náttúru og umhverfis og stöðu íslenskrar tungu og auðvitað fleiri málum. Því forseti hefur auðvitað heilmikil áhrif og getur sett mikilvæg mál á dagskrá. Þannig að ég vona að við fáum slíkan forseta,“ segir Katrín.Þjóðin finnur forseta?„Já, já. Þjóðin mun finna góðan forseta,“ segir konan sem hingað til hefur notið mest fylgis í könnunum til að taka við af Ólafi Ragnari Grímssyni.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hannes orðinn virkur á „Já forseti“ en enga ákvörðun tekið um framboð „Það hefur staðið til lengi að blogga, í tvö og hálft ár,“ segir Hannes Bjarnason. 7. mars 2016 13:20 Yfirgnæfandi líkur á því að Össur fari fram í forsetann Samkvæmt heimildum Vísis eru yfirgnæfandi líkur á því að Össur Skarphéðinsson gefi kost á sér í forsetaframboð. 9. mars 2016 12:02 Enn kallar Ástþór eftir manni með „balls“ á Bessastaði Í nýju myndbandi frá hreyfingu Ástþórs segir að á Bessastaði þurfi að sitja maður með hreðjar. 5. mars 2016 14:21 Heimir Örn býður sig fram til forseta Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. 4. mars 2016 08:45 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Hannes orðinn virkur á „Já forseti“ en enga ákvörðun tekið um framboð „Það hefur staðið til lengi að blogga, í tvö og hálft ár,“ segir Hannes Bjarnason. 7. mars 2016 13:20
Yfirgnæfandi líkur á því að Össur fari fram í forsetann Samkvæmt heimildum Vísis eru yfirgnæfandi líkur á því að Össur Skarphéðinsson gefi kost á sér í forsetaframboð. 9. mars 2016 12:02
Enn kallar Ástþór eftir manni með „balls“ á Bessastaði Í nýju myndbandi frá hreyfingu Ástþórs segir að á Bessastaði þurfi að sitja maður með hreðjar. 5. mars 2016 14:21
Heimir Örn býður sig fram til forseta Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. 4. mars 2016 08:45