Hafþór snýr aftur í Game of Thrones Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2016 13:45 Cersei Lannister í örmum Robert Strong. Spoiler viðvörun. Hér á eftir verður fjallað um fimmtu þáttaröð Game of Thrones og aðeins vikið að sjöttu seríu sem sýnd verður í apríl sem og A Song of Ice and Fire bókunum. Þeir sem ekki vilja vita meira og aðrir sem mögulega smelltu á greinina fyrir slysni, ættu ekki að lesa lengra. Síðasti séns. Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson mun snúa aftur í hinum vinsælu þáttum Game of Thrones. Hann segist vera meira í mynd en áður í sjöttu seríunni sem byrjar 24. apríl og bregður fyrir í nýrri stiklu fyrir þættina. Þættirnir eru úr smiðju HBO og verða, líkt og áður, sýndir á Stöð 2 á sama tíma og þeir eru frumsýndir í Bandaríkjunum.Hafþór Júlíus Björnsson.Vísir/ValliEðlilega má Hafþór ekki segja mikið frá hlutverki sínu en hann segir hann hafa leikið meira en hann hafi gert áður. Hafþór varði nokkrum vikum erlendis við tökur þáttanna. „Þetta eru spennandi þættir sem eru að koma út núna. Þetta var skemmtilegt verkefni og það var gaman að leika þetta,“ segir Hafþór. Þetta er þriðja þáttaröðin af Game of Thrones sem Hafþór er í. Í fjórðu þáttaröð lék hann Gregor Clegane, sem gekk undir nafninu The Mountain That Rides, eða Fjallið. Þá lék hann í frægu atriði þar sem hann háði einvígi við Oberyn Martell. Fjallið sigrar einvígið á endanum, á mjög eftirminnilegan hátt, en Clegane deyr þó vegna sára sinna og eiturs sem Martell hafði borið á spjót sitt. Bardagann má sjá á Youtube, en vert er að vara við því að hann gæti vakið óhug.Úr bardaganum fræga.Þá brá Hafþóri aðeins fyrir í síðustu þáttaröð þar sem Cersei Lannister heimsótti Qyburn. Sá hafði þjálfaður sem maester, (Meðal annars nokkurs konar læknar Westeros) en hafði verið sviptur titli sínum. Með eigin orðum sagði hann að leiðtogar maesterana hefðu þótt tilraunir hans „of djarfar“.Qyburn var að gera tilraunir á líki Clegane og Cersei spurði hvernig vinnu hans miðaði áfram. Þegar Cersei yfirgaf herbergið byrjaði Clegane að hreyfa sig. Seinna þegar Cersei var í haldi leiðtoga kirkjunnar heimsótti Qyburn hana og sagði að rannsóknir sínar héldu áfram. Þá kom hann einnig fyrir í síðasta þætti þáttaraðarinnar þar sem Cersei hefði lokið skammargöngu sinni í gegnum Kings Landing. Þegar hún gengur inn í konungshöllina kynnir Qyburn hana fyrir nýjasta meðlimi lífvarðasveitar konungsins. Sem er Hafþór. Hörund hans, sem að sést lítillega er bláleitt og augu hans rauð.Qyburn segir hann hafa svarið þagnareið þar til allir óvinir Cersei hafi verið vegnir. Í bókunum kynnir Qyburn manninn sem Robert Strong, en nafn hans kemur ekki fram í þættinum.Nokkrar kenningar Uppi eru nokkrar kenningar um hvernig Qyburn vakti Clegane upp frá dauðum, sem Robert Strong. Fram hefur komið í bókunum að Qyburn hafi gert tilraunir með lík og þekki dökka galdra.Í bókunum eru nokkrir sem gruna að Strong sé Clegane og jafnvel einhverjir sem telja hann vera skrýmsli sem sett hafi verið saman úr líkamspörtum Clegane og annarra manna. Eftir meintan dauða Clegane, sendi Tywin Lannister höfuðkúpu til bróður Oberyn. Sú höfuðkúpa var sögð vera Clegane og þótti hún einkar stór og talið var ólíklegt að höfuðkúpan gæti verið af öðrum manni. Þá kemur einnig fyrir í fyrri bókum seríunnar að Bran Stark sér Robert Strong í sýn. Þá tekur Strong af sér hjálminn og það eina sem Bran sér er myrkur og svart blóð. Líklega munum við þó fá einhver svör þar sem Hafþór segir að hann verði meira á skjánum í þessari þáttaröð, en hann hafi verið áður. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Vinir þrátt fyrir hrottafengið atriði í Game of Thrones Pedro Pascal og Hafþór Júlíus Björnsson í stuði á Instagram. 3. júní 2014 11:30 Héldu að George R.R. Martin væri dáinn Margir aðdáendur Game of Thrones fengu vægt kast nú í morgun. 9. mars 2016 11:24 Rúnar Ingi fékk símtal frá HBO "Það gefur að skilja að þetta var tækifæri sem ég gat ómögulega staðist,“ segir Rúnar Ingi. 16. febrúar 2016 14:07 „Ég æstist allur upp og var tilbúinn að drepa hann“ Hafþór Júlíus segist hafa lifað sig inní bardagasenuna í Game of Thrones. 3. nóvember 2014 11:37 Gera allt til að koma í veg fyrir leka úr Game of Thrones Framleiðendur hinna vinsælu þátta Game of Thrones gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að þáttunum verði lekið á netið. 3. mars 2016 19:22 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Spoiler viðvörun. Hér á eftir verður fjallað um fimmtu þáttaröð Game of Thrones og aðeins vikið að sjöttu seríu sem sýnd verður í apríl sem og A Song of Ice and Fire bókunum. Þeir sem ekki vilja vita meira og aðrir sem mögulega smelltu á greinina fyrir slysni, ættu ekki að lesa lengra. Síðasti séns. Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson mun snúa aftur í hinum vinsælu þáttum Game of Thrones. Hann segist vera meira í mynd en áður í sjöttu seríunni sem byrjar 24. apríl og bregður fyrir í nýrri stiklu fyrir þættina. Þættirnir eru úr smiðju HBO og verða, líkt og áður, sýndir á Stöð 2 á sama tíma og þeir eru frumsýndir í Bandaríkjunum.Hafþór Júlíus Björnsson.Vísir/ValliEðlilega má Hafþór ekki segja mikið frá hlutverki sínu en hann segir hann hafa leikið meira en hann hafi gert áður. Hafþór varði nokkrum vikum erlendis við tökur þáttanna. „Þetta eru spennandi þættir sem eru að koma út núna. Þetta var skemmtilegt verkefni og það var gaman að leika þetta,“ segir Hafþór. Þetta er þriðja þáttaröðin af Game of Thrones sem Hafþór er í. Í fjórðu þáttaröð lék hann Gregor Clegane, sem gekk undir nafninu The Mountain That Rides, eða Fjallið. Þá lék hann í frægu atriði þar sem hann háði einvígi við Oberyn Martell. Fjallið sigrar einvígið á endanum, á mjög eftirminnilegan hátt, en Clegane deyr þó vegna sára sinna og eiturs sem Martell hafði borið á spjót sitt. Bardagann má sjá á Youtube, en vert er að vara við því að hann gæti vakið óhug.Úr bardaganum fræga.Þá brá Hafþóri aðeins fyrir í síðustu þáttaröð þar sem Cersei Lannister heimsótti Qyburn. Sá hafði þjálfaður sem maester, (Meðal annars nokkurs konar læknar Westeros) en hafði verið sviptur titli sínum. Með eigin orðum sagði hann að leiðtogar maesterana hefðu þótt tilraunir hans „of djarfar“.Qyburn var að gera tilraunir á líki Clegane og Cersei spurði hvernig vinnu hans miðaði áfram. Þegar Cersei yfirgaf herbergið byrjaði Clegane að hreyfa sig. Seinna þegar Cersei var í haldi leiðtoga kirkjunnar heimsótti Qyburn hana og sagði að rannsóknir sínar héldu áfram. Þá kom hann einnig fyrir í síðasta þætti þáttaraðarinnar þar sem Cersei hefði lokið skammargöngu sinni í gegnum Kings Landing. Þegar hún gengur inn í konungshöllina kynnir Qyburn hana fyrir nýjasta meðlimi lífvarðasveitar konungsins. Sem er Hafþór. Hörund hans, sem að sést lítillega er bláleitt og augu hans rauð.Qyburn segir hann hafa svarið þagnareið þar til allir óvinir Cersei hafi verið vegnir. Í bókunum kynnir Qyburn manninn sem Robert Strong, en nafn hans kemur ekki fram í þættinum.Nokkrar kenningar Uppi eru nokkrar kenningar um hvernig Qyburn vakti Clegane upp frá dauðum, sem Robert Strong. Fram hefur komið í bókunum að Qyburn hafi gert tilraunir með lík og þekki dökka galdra.Í bókunum eru nokkrir sem gruna að Strong sé Clegane og jafnvel einhverjir sem telja hann vera skrýmsli sem sett hafi verið saman úr líkamspörtum Clegane og annarra manna. Eftir meintan dauða Clegane, sendi Tywin Lannister höfuðkúpu til bróður Oberyn. Sú höfuðkúpa var sögð vera Clegane og þótti hún einkar stór og talið var ólíklegt að höfuðkúpan gæti verið af öðrum manni. Þá kemur einnig fyrir í fyrri bókum seríunnar að Bran Stark sér Robert Strong í sýn. Þá tekur Strong af sér hjálminn og það eina sem Bran sér er myrkur og svart blóð. Líklega munum við þó fá einhver svör þar sem Hafþór segir að hann verði meira á skjánum í þessari þáttaröð, en hann hafi verið áður.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Vinir þrátt fyrir hrottafengið atriði í Game of Thrones Pedro Pascal og Hafþór Júlíus Björnsson í stuði á Instagram. 3. júní 2014 11:30 Héldu að George R.R. Martin væri dáinn Margir aðdáendur Game of Thrones fengu vægt kast nú í morgun. 9. mars 2016 11:24 Rúnar Ingi fékk símtal frá HBO "Það gefur að skilja að þetta var tækifæri sem ég gat ómögulega staðist,“ segir Rúnar Ingi. 16. febrúar 2016 14:07 „Ég æstist allur upp og var tilbúinn að drepa hann“ Hafþór Júlíus segist hafa lifað sig inní bardagasenuna í Game of Thrones. 3. nóvember 2014 11:37 Gera allt til að koma í veg fyrir leka úr Game of Thrones Framleiðendur hinna vinsælu þátta Game of Thrones gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að þáttunum verði lekið á netið. 3. mars 2016 19:22 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Vinir þrátt fyrir hrottafengið atriði í Game of Thrones Pedro Pascal og Hafþór Júlíus Björnsson í stuði á Instagram. 3. júní 2014 11:30
Héldu að George R.R. Martin væri dáinn Margir aðdáendur Game of Thrones fengu vægt kast nú í morgun. 9. mars 2016 11:24
Rúnar Ingi fékk símtal frá HBO "Það gefur að skilja að þetta var tækifæri sem ég gat ómögulega staðist,“ segir Rúnar Ingi. 16. febrúar 2016 14:07
„Ég æstist allur upp og var tilbúinn að drepa hann“ Hafþór Júlíus segist hafa lifað sig inní bardagasenuna í Game of Thrones. 3. nóvember 2014 11:37
Gera allt til að koma í veg fyrir leka úr Game of Thrones Framleiðendur hinna vinsælu þátta Game of Thrones gera ýmislegt til að koma í veg fyrir að þáttunum verði lekið á netið. 3. mars 2016 19:22