Hjólreiðamenn eltir af strúti á 50 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 8. mars 2016 12:18 Strútar eru ótrúlegar skepnur og geta hlaupið á allt að 65 km hraða og geta haldið 50 km hraða samfellt í yfir 30 mínútur. Þeir eru fótfráustu skepnur jarðar á tveimur fótum. Það er því ekki gaman að vera eltur af strúti á einmitt þeim hraða mjög lengi. Það fengu þessir tveir hjólreiðamenn að reyna í S-Afríku um daginn og líklega gætti örlítillar hræðslu hjá þeim, enda eru strútar grimmar skepnur og nokkur dæmi um að strútar hafi drepið fólk í árásum sínum ef þeim finnst þeim ógnað. Eins og á myndskeiðinu sést heldur strúturinn miklum hraða og sá sem tók myndirnar, sem líklega var á mótorhjóli, sagði að hann hafi farið létt með að halda 50 km hraða á eftir hjólreiðamönnunum, sem áttu að vonum fullt í fangi með að halda þeim hraða og er slíkt aðeins góðum hjólreiðamönnum gerlegt. Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent
Strútar eru ótrúlegar skepnur og geta hlaupið á allt að 65 km hraða og geta haldið 50 km hraða samfellt í yfir 30 mínútur. Þeir eru fótfráustu skepnur jarðar á tveimur fótum. Það er því ekki gaman að vera eltur af strúti á einmitt þeim hraða mjög lengi. Það fengu þessir tveir hjólreiðamenn að reyna í S-Afríku um daginn og líklega gætti örlítillar hræðslu hjá þeim, enda eru strútar grimmar skepnur og nokkur dæmi um að strútar hafi drepið fólk í árásum sínum ef þeim finnst þeim ógnað. Eins og á myndskeiðinu sést heldur strúturinn miklum hraða og sá sem tók myndirnar, sem líklega var á mótorhjóli, sagði að hann hafi farið létt með að halda 50 km hraða á eftir hjólreiðamönnunum, sem áttu að vonum fullt í fangi með að halda þeim hraða og er slíkt aðeins góðum hjólreiðamönnum gerlegt.
Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent