Hannes orðinn virkur á „Já forseti“ en enga ákvörðun tekið um framboð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2016 13:20 Hannes Bjarnason bauð sig fram til forseta árið 2012 en lítið hefur heyrst frá honum síðan, þar til nú. Hannes Bjarnason, Skagfirðingur sem bauð sig fram til forseta Íslands árið 2012, er farinn að láta í sér heyra á ný á vefsíðunni Jáforseti.is. Hann segir í samtali við Vísi að það hafi staðið til að vera virkari í umræðunni í lengri tíma en nú loks látið verða af því. Tímasetningin vekur athygli enda bætast í hverri viku við mögulegir arftakar Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta Íslands. Hann hefur sjálfur sagst ekki munu sækjast eftir endurkjöri en hann hefur verið í brúnni í fimm kjörtímabil eða frá árinu 2016. Hann segir að ekki megi endilega lesa í tímasetninguna að hann ætli í forsetann. Hann hafi hvorki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram né að gera það ekki.Staðið til lengi „Það hefur staðið til lengi að blogga, í tvö og hálft ár,“ sagði Hannes í samtali við Vísi á dögunum. Hann segist fylgjast vel með umræðunni enda séu áhugaverðir hlutir að gerast, t.d. í stjórnmálunum. „Í gamla daga var ég samvinnumaður en sú stefna hvarf úr Framsóknarflokknum. Ég hugsa að hún hafi horfið með Steingrími Hermannssyni,“ segir Hannes sem er ekki flokksbundinn. „En ég verð að segja að mér finnst rosalega gaman að fylgjast með pírötunum. Þeir eru að lifa samfélagslega tilraun í flokknum hjá sér. Það er greinilega margt gott fólk í pírötunum,“ segir Hannes sem segist að öðru leyti fylgjast með öllum flokkum á Alþingi. Hannes segist upplifa það þannig að umræða hafi harðnast eftir hrunið. Það gæti óbilgirni en honum virðist sem fjölmargir stjórnmálamenn hafi setið námskeið á sama almannatengli, svo lík er framsetning þeirra á máli. „Sannleikurinn er sá…“ sé oftar en ekki byrjun setningar hjá þeim.Brennandi áhugi á mannlegu eðli Hannes ítrekar að hann hafi enga ákvörðun tekið varðandi framboð og virkni hans við skriftir ætti ekki að tengja komandi kosningum. „Ég hef bloggað munnlega fyrir framan sjónvarpið síðan ég kom heim til Íslands. Þótt ég sé ekki pólitískur er ég bullandi pólitískur samfélagslega séð. Þar hef ég mesta skoðun á því hvernig fólk setur fram mál sín því ég hef brennandi áhuga á mannlegu eðli. Þar er grunnurinn á bak við stjórnmálamanninn alveg sama hvaða flokki hann tilheyrir.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Sjá meira
Hannes Bjarnason, Skagfirðingur sem bauð sig fram til forseta Íslands árið 2012, er farinn að láta í sér heyra á ný á vefsíðunni Jáforseti.is. Hann segir í samtali við Vísi að það hafi staðið til að vera virkari í umræðunni í lengri tíma en nú loks látið verða af því. Tímasetningin vekur athygli enda bætast í hverri viku við mögulegir arftakar Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta Íslands. Hann hefur sjálfur sagst ekki munu sækjast eftir endurkjöri en hann hefur verið í brúnni í fimm kjörtímabil eða frá árinu 2016. Hann segir að ekki megi endilega lesa í tímasetninguna að hann ætli í forsetann. Hann hafi hvorki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram né að gera það ekki.Staðið til lengi „Það hefur staðið til lengi að blogga, í tvö og hálft ár,“ sagði Hannes í samtali við Vísi á dögunum. Hann segist fylgjast vel með umræðunni enda séu áhugaverðir hlutir að gerast, t.d. í stjórnmálunum. „Í gamla daga var ég samvinnumaður en sú stefna hvarf úr Framsóknarflokknum. Ég hugsa að hún hafi horfið með Steingrími Hermannssyni,“ segir Hannes sem er ekki flokksbundinn. „En ég verð að segja að mér finnst rosalega gaman að fylgjast með pírötunum. Þeir eru að lifa samfélagslega tilraun í flokknum hjá sér. Það er greinilega margt gott fólk í pírötunum,“ segir Hannes sem segist að öðru leyti fylgjast með öllum flokkum á Alþingi. Hannes segist upplifa það þannig að umræða hafi harðnast eftir hrunið. Það gæti óbilgirni en honum virðist sem fjölmargir stjórnmálamenn hafi setið námskeið á sama almannatengli, svo lík er framsetning þeirra á máli. „Sannleikurinn er sá…“ sé oftar en ekki byrjun setningar hjá þeim.Brennandi áhugi á mannlegu eðli Hannes ítrekar að hann hafi enga ákvörðun tekið varðandi framboð og virkni hans við skriftir ætti ekki að tengja komandi kosningum. „Ég hef bloggað munnlega fyrir framan sjónvarpið síðan ég kom heim til Íslands. Þótt ég sé ekki pólitískur er ég bullandi pólitískur samfélagslega séð. Þar hef ég mesta skoðun á því hvernig fólk setur fram mál sín því ég hef brennandi áhuga á mannlegu eðli. Þar er grunnurinn á bak við stjórnmálamanninn alveg sama hvaða flokki hann tilheyrir.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Sjá meira