„Ég ætla ekki í neinn slag, ég ætla í ferðalag“ Una Sighvatsdóttir skrifar 6. mars 2016 19:25 Nú eru tæpar 16 vikur þar til nýr forseti verður kjörinn á Bessastaði. Fáir hafa enn staðfst framboð sitt, en sagan sýnir að mars er sá mánuður sem sigurstranglegustu frambjóðendurnir koma fram. Svo nú fer hver að verða síðastur. Það sem af er marsmánuði hafa tveir stigið fram og boðið sig fram til embættis forseta. Sá fyrri er Heimir Örn Hólmarsson, 36 ára rafmagnstæknifræðingur. Í dag bættist svo í hópinn Vigfús Bjarni Albertsson, starfandi sjúkrahúsprestur.Áskorun sem vatt upp á sig Stuðningsmenn Vigfúsar boðuðu til fundar á Hótel Borg þar sem þeir afhentu Vigfúsi 500 undirskriftir með áskorun um framboð, og Vigfús og eiginkona hans Valdís Ösp Ívarsdóttir, tóku áskoruninni. „Hugmyndin var alls ekki okkar hjóna, alls ekki, en svo vatt þetta svona upp á sig og nú finnst okkur þetta orðið það stórt að okkkur langar að fara í þessa vegferð og sjá hvað gerist," sagði Vigfús Bjarni í samtali við fréttastofu að loknum áskorunarfundinum í dag. Vigfús Bjarni er guðfræðingur að mennt og starfar á Landspítalanum. Hann kemur því úr allt annarri átt en sitjandi forseti og áherslur hans eru ekki pólitískar.Lítur á kosningabaráttuna sem ferðalag „Ef ég yrði valin þá vona ég að ég hafi hugrekki tl að ganga fram og leiða það sem er sameiginlegt í okkar þjóðarsál, að vilja standa vörð um heilbrigðiskerfið og eldri borgara og þetta daglega líf okkar. Mig langar til þess að vera hluti af þessu og tala um þetta og minna á þetta.“Og þú ert tilbúinn í slaginn? „Ég ætla ekki í neinn slag, ég ætla í ferðalag," sagði Vigfús Bjarni brosandi. Alls hafa nú átta manns opinberlega sóst eftir forsetaembættinu, en einnig hafa þær Salvör Nordal og Katrín Jakobsdóttir sagst íhuga málið alvarlega auk þess sem Össur Skarphéðinsson er sterklega orðaður við framboð. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Vigfús Bjarni býður sig fram til forseta Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur, tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á Hótel Borg í dag. 6. mars 2016 14:58 Katrín Jakobsdóttir íhugar forsetaframboð Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri grænna, er nú að íhuga það hvort hún gefi kost á sér sem forseti Íslands. 3. mars 2016 09:08 Heimir Örn býður sig fram til forseta Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. 4. mars 2016 08:45 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira
Nú eru tæpar 16 vikur þar til nýr forseti verður kjörinn á Bessastaði. Fáir hafa enn staðfst framboð sitt, en sagan sýnir að mars er sá mánuður sem sigurstranglegustu frambjóðendurnir koma fram. Svo nú fer hver að verða síðastur. Það sem af er marsmánuði hafa tveir stigið fram og boðið sig fram til embættis forseta. Sá fyrri er Heimir Örn Hólmarsson, 36 ára rafmagnstæknifræðingur. Í dag bættist svo í hópinn Vigfús Bjarni Albertsson, starfandi sjúkrahúsprestur.Áskorun sem vatt upp á sig Stuðningsmenn Vigfúsar boðuðu til fundar á Hótel Borg þar sem þeir afhentu Vigfúsi 500 undirskriftir með áskorun um framboð, og Vigfús og eiginkona hans Valdís Ösp Ívarsdóttir, tóku áskoruninni. „Hugmyndin var alls ekki okkar hjóna, alls ekki, en svo vatt þetta svona upp á sig og nú finnst okkur þetta orðið það stórt að okkkur langar að fara í þessa vegferð og sjá hvað gerist," sagði Vigfús Bjarni í samtali við fréttastofu að loknum áskorunarfundinum í dag. Vigfús Bjarni er guðfræðingur að mennt og starfar á Landspítalanum. Hann kemur því úr allt annarri átt en sitjandi forseti og áherslur hans eru ekki pólitískar.Lítur á kosningabaráttuna sem ferðalag „Ef ég yrði valin þá vona ég að ég hafi hugrekki tl að ganga fram og leiða það sem er sameiginlegt í okkar þjóðarsál, að vilja standa vörð um heilbrigðiskerfið og eldri borgara og þetta daglega líf okkar. Mig langar til þess að vera hluti af þessu og tala um þetta og minna á þetta.“Og þú ert tilbúinn í slaginn? „Ég ætla ekki í neinn slag, ég ætla í ferðalag," sagði Vigfús Bjarni brosandi. Alls hafa nú átta manns opinberlega sóst eftir forsetaembættinu, en einnig hafa þær Salvör Nordal og Katrín Jakobsdóttir sagst íhuga málið alvarlega auk þess sem Össur Skarphéðinsson er sterklega orðaður við framboð.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Vigfús Bjarni býður sig fram til forseta Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur, tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á Hótel Borg í dag. 6. mars 2016 14:58 Katrín Jakobsdóttir íhugar forsetaframboð Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri grænna, er nú að íhuga það hvort hún gefi kost á sér sem forseti Íslands. 3. mars 2016 09:08 Heimir Örn býður sig fram til forseta Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. 4. mars 2016 08:45 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira
Vigfús Bjarni býður sig fram til forseta Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur, tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á Hótel Borg í dag. 6. mars 2016 14:58
Katrín Jakobsdóttir íhugar forsetaframboð Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri grænna, er nú að íhuga það hvort hún gefi kost á sér sem forseti Íslands. 3. mars 2016 09:08
Heimir Örn býður sig fram til forseta Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. 4. mars 2016 08:45