„Nóg komið af því að við séum látin éta skít“ Una Sighvatsdóttir skrifar 6. mars 2016 12:45 Landbúnaðarráðherra undirritaði nýja búvörusamninga ríkisins við Bændasamtök Íslands í lok febrúar, en bændur munu sjálfir greiða atkvæði um samningana rafrænt á næstu vikum. Samningarnir eru umdeildir, einnig meðal bænda. Sigríður Jónsdóttir, sauðfjárbóndi í Arnarholti á Suðurlandi ræddi við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í morgun. Hún sagðist óttast afleiðingar þess hluta samningsins sem snýr að starfsskilyrðum sauðfjárræktar. Hann geti leitt til þess að sauðfjárframleiðsla stóraukist á skömmum tíma langt umfram það sem efni standa til.Erlendir markaðir notaðir sem gulrót „Við erum að framleiða meira en við ættum að gera. Við flytjum út dálítið af kjöti og það er í sjálfu sér ágætt en við fáum frekar lágt verð fyrir útflutning. Og það er einmitt verið að veifa því sem gulrót framan í kjósendur þessa samnings að það séu stóraukin tækifæri í auknum útflutningi og að við getum fengið mikið hærra verð, en þetta eru nú ræður sem við höfum heyrt áður. Það er allur heimurinn að reyna að komast inn á þessa markaði og þetta eru bara leyfi ég mér að segja blekkingar." Sigríður segir þetta mikið hagsmunamál fyrir allt íslenskt samfélag. „Ef við erum að framleiða meira en við í rauninni getum selt á móti þá sköðumst við á því, við fáum ekki tekjur. Til skemmri tíma myndi framleiðslan aukast mjög mikið og því myndi fylgja gríðarlegt verðfall fyrir okkur." Hún bendir á að lambakjötsframleiðslan fyrir erlenda markaði yrði þar að auki ríkisstyrkt með nákvæmlega sama hætti og íslenskir neytendur kaupi úti í búð. Ekki sé hægt að bjóða fólki upp á slíkt kerfi.Tap fyrir alla í greininni Sigríður segir að bændur megi ekki láta blekkjast af vonum um skammtímagróða því til lengri tíma litið þýði samningarnir tap fyrir alla í greininni. „Ég hvet sauðfjárbændur til að skoða þetta mál kirfilega og fella þetta. Þetta má ekki gerast svona og þær röksemdir að við verðum að standa saman og treysta forystunni, þær bara gilda ekki í þessu sambandi. Ég held að það sé alveg komið nóg af því að við séum látin éta skít.“Hlusta má á viðtalið við Sigríði í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Búvörusamningar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Landbúnaðarráðherra undirritaði nýja búvörusamninga ríkisins við Bændasamtök Íslands í lok febrúar, en bændur munu sjálfir greiða atkvæði um samningana rafrænt á næstu vikum. Samningarnir eru umdeildir, einnig meðal bænda. Sigríður Jónsdóttir, sauðfjárbóndi í Arnarholti á Suðurlandi ræddi við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í morgun. Hún sagðist óttast afleiðingar þess hluta samningsins sem snýr að starfsskilyrðum sauðfjárræktar. Hann geti leitt til þess að sauðfjárframleiðsla stóraukist á skömmum tíma langt umfram það sem efni standa til.Erlendir markaðir notaðir sem gulrót „Við erum að framleiða meira en við ættum að gera. Við flytjum út dálítið af kjöti og það er í sjálfu sér ágætt en við fáum frekar lágt verð fyrir útflutning. Og það er einmitt verið að veifa því sem gulrót framan í kjósendur þessa samnings að það séu stóraukin tækifæri í auknum útflutningi og að við getum fengið mikið hærra verð, en þetta eru nú ræður sem við höfum heyrt áður. Það er allur heimurinn að reyna að komast inn á þessa markaði og þetta eru bara leyfi ég mér að segja blekkingar." Sigríður segir þetta mikið hagsmunamál fyrir allt íslenskt samfélag. „Ef við erum að framleiða meira en við í rauninni getum selt á móti þá sköðumst við á því, við fáum ekki tekjur. Til skemmri tíma myndi framleiðslan aukast mjög mikið og því myndi fylgja gríðarlegt verðfall fyrir okkur." Hún bendir á að lambakjötsframleiðslan fyrir erlenda markaði yrði þar að auki ríkisstyrkt með nákvæmlega sama hætti og íslenskir neytendur kaupi úti í búð. Ekki sé hægt að bjóða fólki upp á slíkt kerfi.Tap fyrir alla í greininni Sigríður segir að bændur megi ekki láta blekkjast af vonum um skammtímagróða því til lengri tíma litið þýði samningarnir tap fyrir alla í greininni. „Ég hvet sauðfjárbændur til að skoða þetta mál kirfilega og fella þetta. Þetta má ekki gerast svona og þær röksemdir að við verðum að standa saman og treysta forystunni, þær bara gilda ekki í þessu sambandi. Ég held að það sé alveg komið nóg af því að við séum látin éta skít.“Hlusta má á viðtalið við Sigríði í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Búvörusamningar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira