Stranglega bönnuð útgáfa af Batman v Superman: Dawn of Justice Samúel Karl Ólason skrifar 4. mars 2016 16:50 Lengri og grófari útgáfa af Batman v Supermen: Dawn of Justice verður gefin út í sumar. Sjálf myndin verður þó frumsýnd þann 25. mars. Velgengni hinnar ofbeldisfullu Deadpool hefur sýnt fram á að markaður er fyrir stranglega bannaðar ofurhetjumyndir. Upprunalega útgáfa myndarinnar verður þó eingöngu bönnuð börnum innan 13 ára í Bandaríkjunum. Sú útgáfa, sem verður sýnd í kvikmyndahúsum er tæplega tveir og hálfur tími að lengd. Zack Snyder, leikstjóri myndarinnar, segir þó að reynslan af Lord of the Rings myndunum og lengri útgáfum þeirra hafi sýnt fram á að eftirspurnin sé til staðar. Samkvæmt Entertainment Weekly er þó ekki ljóst hve miklu aukaefni verði bætt við myndina. Meðal þess sem var klippt úr þeirri mynd sem sýnd verður í kvikmyndahúsum er karakter Jena Malone, en ekki er vitað hvern hún leikur úr söguheimi DC Comics. DC og Warner Bros ætla að gefa út minnst tvær ofurhetjumyndir á næstu árum og stendur til að gera ellefu myndir allt í allt. Þar á meðal eru Suicide Squad, tvær myndir um Justice League, Flash, Aquaman, Cyborg og Green Lantern. Bíó og sjónvarp Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Lengri og grófari útgáfa af Batman v Supermen: Dawn of Justice verður gefin út í sumar. Sjálf myndin verður þó frumsýnd þann 25. mars. Velgengni hinnar ofbeldisfullu Deadpool hefur sýnt fram á að markaður er fyrir stranglega bannaðar ofurhetjumyndir. Upprunalega útgáfa myndarinnar verður þó eingöngu bönnuð börnum innan 13 ára í Bandaríkjunum. Sú útgáfa, sem verður sýnd í kvikmyndahúsum er tæplega tveir og hálfur tími að lengd. Zack Snyder, leikstjóri myndarinnar, segir þó að reynslan af Lord of the Rings myndunum og lengri útgáfum þeirra hafi sýnt fram á að eftirspurnin sé til staðar. Samkvæmt Entertainment Weekly er þó ekki ljóst hve miklu aukaefni verði bætt við myndina. Meðal þess sem var klippt úr þeirri mynd sem sýnd verður í kvikmyndahúsum er karakter Jena Malone, en ekki er vitað hvern hún leikur úr söguheimi DC Comics. DC og Warner Bros ætla að gefa út minnst tvær ofurhetjumyndir á næstu árum og stendur til að gera ellefu myndir allt í allt. Þar á meðal eru Suicide Squad, tvær myndir um Justice League, Flash, Aquaman, Cyborg og Green Lantern.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira