Á rafdrifnu hjólabretti á 95 km ferð Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2016 10:17 Rafdrifin hjólabretti er nýjasta form afar hættulegs ferðamáta. Eins og með flest það sem hreyfist er einhver tilbúinn til þess að setja hraðamet á græjunni. Það gerði einmitt þessi ofurhugi, Mischo Eban og tókst honum að ná ríflega 95 km hraða á brettinu á flugbraut einni, en það var ekki þrautalaust eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Það getur ekki verið þægilegt að detta af hjólabretti á 95 km ferð, þó svo maður sé í leðurgalla. Þessi sami Mischo Eban setti einmitt hraðaheimsmet á hjólbretti niður brekku árið 2012 og náði þá 130 km hraða, sem verður að teljast nokkuð fífldjarft. Rafdrifna hjólabrettið sem hann setti metið á er kallað Nextboard en þessi bretti eru ekki enn komin til sölu. Þau eru með drif á öllum fjórum hjólunum en framleiðslugerð þeirra á að hafa drægni uppá 10-15 kílómetra, sem er nú bara nokkuð drjúgt. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent
Rafdrifin hjólabretti er nýjasta form afar hættulegs ferðamáta. Eins og með flest það sem hreyfist er einhver tilbúinn til þess að setja hraðamet á græjunni. Það gerði einmitt þessi ofurhugi, Mischo Eban og tókst honum að ná ríflega 95 km hraða á brettinu á flugbraut einni, en það var ekki þrautalaust eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Það getur ekki verið þægilegt að detta af hjólabretti á 95 km ferð, þó svo maður sé í leðurgalla. Þessi sami Mischo Eban setti einmitt hraðaheimsmet á hjólbretti niður brekku árið 2012 og náði þá 130 km hraða, sem verður að teljast nokkuð fífldjarft. Rafdrifna hjólabrettið sem hann setti metið á er kallað Nextboard en þessi bretti eru ekki enn komin til sölu. Þau eru með drif á öllum fjórum hjólunum en framleiðslugerð þeirra á að hafa drægni uppá 10-15 kílómetra, sem er nú bara nokkuð drjúgt.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent