Áhugi fólks á örmyndum fer vaxandi hér á landi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 3. mars 2016 10:00 Halldóra Rut Baldursdóttir og Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, umsjónarmenn Örvarpsins. vísir/Vilhelm Halldóra Rut og Harpa Fönn, hugmyndasmiðir og framkvæmdastjórar Örvarpsins, vinna nú hörðum höndum að uppskeruhátíð Örvarpsins sem fer fram laugardaginn 5. mars næst komandi, í Bíó Paradís. ,,Við áttuðum okkur á því að vettvangur fyrir örmyndir var enginn á Íslandi og við gátum því lítið gert við þær örmyndir sem við höfðum framleitt eftir að hafa sýnt þær á listasöfnum. Erlendis eru hins vegar örmyndhátíðir að poppa upp út um allt og áhugi fólks á örmyndum fer vaxandi í takt við hraða tækniþróun,“ segir Halldóra Rut leikkona og ein af umsjónarmönnum Örvarpsins. Þetta frumkvöðlaverkefni varð loks að veruleika fyrir þremur árum þegar handsalaður var samstarfssamningur við Bíó Paradís, RÚV og Nýherja. „Í dag er verkefnið að geta sér gott orð, um 200 örmyndir hafa verið sendar inn á hátíð Örvarpsins frá upphafi og þátttaka listamanna, hvort sem þeir koma að Örvarpinu sem starfsmenn eða beinir þátttakendur, hefur verið vonum framar,“ segir Halldóra. Örvarpið er ekki bara hátíð heldur vettvangur fyrir skapandi fólk í kvikmyndalist og heldur meðal annars masterklassa, námskeið og fyrirlestra. ,,Við erum alls ekki stór vettvangur en erum alltaf að bæta við Örvarpið og vonandi mun vettvangurinn Örvarpið þróast og eflast með tímanum. Örvarpið er einnig stökkpallur fyrir ungt og efnilegt fólk í faginu,“ segir Halldóra. Örvarpið hélt þrjár þemavikur í haust, fyrsta vikan var tileinkað unga fólkinu í kvikmyndabransanum, önnur vikan var tileinkuð konum í kvikmyndum og þriðja vikan var tileinkuð heimildamyndum. „Á uppskeruhátíð Örvarpsins má sjá allar þær myndir sem sérstaklega voru valdar til birtingar á RÚV ásamt öðrum sérstaklega völdum myndum,“ segir Halldóra Rut full tilhlökkunar. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Halldóra Rut og Harpa Fönn, hugmyndasmiðir og framkvæmdastjórar Örvarpsins, vinna nú hörðum höndum að uppskeruhátíð Örvarpsins sem fer fram laugardaginn 5. mars næst komandi, í Bíó Paradís. ,,Við áttuðum okkur á því að vettvangur fyrir örmyndir var enginn á Íslandi og við gátum því lítið gert við þær örmyndir sem við höfðum framleitt eftir að hafa sýnt þær á listasöfnum. Erlendis eru hins vegar örmyndhátíðir að poppa upp út um allt og áhugi fólks á örmyndum fer vaxandi í takt við hraða tækniþróun,“ segir Halldóra Rut leikkona og ein af umsjónarmönnum Örvarpsins. Þetta frumkvöðlaverkefni varð loks að veruleika fyrir þremur árum þegar handsalaður var samstarfssamningur við Bíó Paradís, RÚV og Nýherja. „Í dag er verkefnið að geta sér gott orð, um 200 örmyndir hafa verið sendar inn á hátíð Örvarpsins frá upphafi og þátttaka listamanna, hvort sem þeir koma að Örvarpinu sem starfsmenn eða beinir þátttakendur, hefur verið vonum framar,“ segir Halldóra. Örvarpið er ekki bara hátíð heldur vettvangur fyrir skapandi fólk í kvikmyndalist og heldur meðal annars masterklassa, námskeið og fyrirlestra. ,,Við erum alls ekki stór vettvangur en erum alltaf að bæta við Örvarpið og vonandi mun vettvangurinn Örvarpið þróast og eflast með tímanum. Örvarpið er einnig stökkpallur fyrir ungt og efnilegt fólk í faginu,“ segir Halldóra. Örvarpið hélt þrjár þemavikur í haust, fyrsta vikan var tileinkað unga fólkinu í kvikmyndabransanum, önnur vikan var tileinkuð konum í kvikmyndum og þriðja vikan var tileinkuð heimildamyndum. „Á uppskeruhátíð Örvarpsins má sjá allar þær myndir sem sérstaklega voru valdar til birtingar á RÚV ásamt öðrum sérstaklega völdum myndum,“ segir Halldóra Rut full tilhlökkunar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira