Lóan, spóinn og íslenski draumurinn 2. mars 2016 11:30 Það gengur á ýmsu í verkinu Gripahúsið eftir Bjartmar Þórðarson í Tjarnarbíói. Leikhús Gripahúsið eftir Bjartmar Þórðarson Tjarnarbíó og Þurfandi Leikstjóri: Bjartmar Þórðarson Leikarar: Albert Halldórsson, Bryndís Petra Bragadóttir, Sigríður Björk Baldursdóttir og Sveinn Óskar Ásbjörnsson Raddir af bandi: Ragnheiður Steindórsdóttir og Bjartmar Þórðarson Leikmynd / Búningar / Hljóð: Bjartmar Þórðarson ásamt hópnum Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson Á afskekktu bóndabýli bíður fjölskylda eftir stóra tækifærinu, breytingar til hins betra liggja í loftinu, svo segir völvan. Tækifærin liggja nefnilega í gripahúsinu, sem liggur reyndar undir skemmdum og dýrin eru sloppin út í bylinn. En það reddast. Sviðshópurinn Þurfandi frumsýndi nýtt íslenskt leikrit í Tjarnarbíói síðastliðinn föstudag en þar steig einnig nýtt leikskáld, Bjartmar Þórðarson, fram á sjónarsviðið. Í hnotskurn fjallar verkið um uppgjör lágstéttarfjölskyldu við samfélagið sem kjarnast í valdabaráttu innan fjölskyldunnar. Þetta er utangarðsfólk á botni skuldafensins, fast á hjara veraldar en reynir eftir bestu getu að horfa á björtu hliðarnar og gera framtíðarplön í misgóðum gæðum. Bjartmar er snjall textahöfundur sem hefur skýra sýn á bæði form og framvindu. Hann leikur sér að endurtekningum, táknmyndum og staðalímyndum af öryggi. Húmorinn kraumar undir textanum þó að hann hafi legið of djúpt í leik hópsins á frumsýningu. Aftur á móti mætti skoða orðfærið betur en undarleg formlegheit virðast ennþá loða við íslensk handritaskrif. Frasar á borð við „Talaðu hreint út frekar en undir rós“ mega hæglega missa sín. Að auki hefði mátt skrúfa ramma leikritsins fastar saman en þrátt fyrir ákveðna galla er nokkur skínandi augnablik að finna í leikverkinu. Leikhópurinn gerir vel að koma þessari krumpuðu fjölskyldu til skila. Bryndís Petra Bragadóttir leikur Védísi, hússtýru heimilisins í orði en ekki endilega í raun, af næmni en fellur stundum um kómíkina. Þó að hann sé ekki orðmargur þá er greinilegt að eldri bróðirinn, Bjarni, leikinn af Sveini Óskari Ásbjörnssyni, lítur á sjálfan sig sem höfuð fjölskyldurnar, sérstaklega eftir að faðirinn og griðmaðurinn Piotr hurfu á braut. Sveinn Óskar er ágætur sem þessi bitri og reiði maður en líður örlítið fyrir skort á persónusköpun af hálfu höfundar. Hann er þó bestur þegar Bjarni kemst á flug í fantasíum sínum. Sigríður Björk Bragadóttir fer með hlutverk Urðar sem líður eins og aðskotahlut á heimilinu. Eymdinni skilar hún vel og tímasetningarnar eru fínar en þrátt fyrir ágæta spretti vantar dýpt í persónusköpunina. En óvæntasti smellur kvöldsins var hinn nýútskrifaði Albert Halldórsson í hlutverki einfeldningsins Skírnis. Líkamsbeiting hans og einbeiting eru sjón að sjá. Útfærsla hans á undarlegum diplómata fjölskyldunnar er heildstæð og fíngerð, einnig bráðfyndin. Samleikur hópsins er aftur á móti til fyrirmyndar í sumum senum en slíkt má skrifa á Bjartmar, sem einnig er leikstjóri sýningarinnar. Fjölskyldubragurinn virðist ósvikinn og rýmisnotkunin einnig tær. Leikmyndahönnun og búningar eru í höndum leikhópsins, en Bjartmar leiðir hópinn sem og á öðrum vígstöðvum. Heildarmyndin er ágæt en klisjuofgnóttin og ruslahaugsbragurinn eru ekki sérstaklega frumleg. Ekki fer mikið fyrir ljósahönnun Arnars Ingvarssonar en líkt og húmor verksins kyndir hún undir atriðunum án þess að kveikja bál. Smáatriðin eru vel útfærð, skuggarnir lúra í skúmaskotum og birtan frá stofuglugganum er fallega unnin. Í Gripahúsinu tekst Bjartmar á við sanníslenska drauminn um að fá eitthvað fyrir ekki neitt og búa til bullandi gróða í boði bankalána. Hann er sviðslistamaður sem vert er að fylgjast með. Þrátt fyrir ýmsa galla á sýningunni sem og handritinu þá er svo sannarlega hægt að mæla með sýningunni sem dæmi um mikilvægi nýrrar íslenskrar leikritunar og sjálfstæðu senunnar.Niðurstaða: Hársbreidd frá hágæðum. Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús Gripahúsið eftir Bjartmar Þórðarson Tjarnarbíó og Þurfandi Leikstjóri: Bjartmar Þórðarson Leikarar: Albert Halldórsson, Bryndís Petra Bragadóttir, Sigríður Björk Baldursdóttir og Sveinn Óskar Ásbjörnsson Raddir af bandi: Ragnheiður Steindórsdóttir og Bjartmar Þórðarson Leikmynd / Búningar / Hljóð: Bjartmar Þórðarson ásamt hópnum Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson Á afskekktu bóndabýli bíður fjölskylda eftir stóra tækifærinu, breytingar til hins betra liggja í loftinu, svo segir völvan. Tækifærin liggja nefnilega í gripahúsinu, sem liggur reyndar undir skemmdum og dýrin eru sloppin út í bylinn. En það reddast. Sviðshópurinn Þurfandi frumsýndi nýtt íslenskt leikrit í Tjarnarbíói síðastliðinn föstudag en þar steig einnig nýtt leikskáld, Bjartmar Þórðarson, fram á sjónarsviðið. Í hnotskurn fjallar verkið um uppgjör lágstéttarfjölskyldu við samfélagið sem kjarnast í valdabaráttu innan fjölskyldunnar. Þetta er utangarðsfólk á botni skuldafensins, fast á hjara veraldar en reynir eftir bestu getu að horfa á björtu hliðarnar og gera framtíðarplön í misgóðum gæðum. Bjartmar er snjall textahöfundur sem hefur skýra sýn á bæði form og framvindu. Hann leikur sér að endurtekningum, táknmyndum og staðalímyndum af öryggi. Húmorinn kraumar undir textanum þó að hann hafi legið of djúpt í leik hópsins á frumsýningu. Aftur á móti mætti skoða orðfærið betur en undarleg formlegheit virðast ennþá loða við íslensk handritaskrif. Frasar á borð við „Talaðu hreint út frekar en undir rós“ mega hæglega missa sín. Að auki hefði mátt skrúfa ramma leikritsins fastar saman en þrátt fyrir ákveðna galla er nokkur skínandi augnablik að finna í leikverkinu. Leikhópurinn gerir vel að koma þessari krumpuðu fjölskyldu til skila. Bryndís Petra Bragadóttir leikur Védísi, hússtýru heimilisins í orði en ekki endilega í raun, af næmni en fellur stundum um kómíkina. Þó að hann sé ekki orðmargur þá er greinilegt að eldri bróðirinn, Bjarni, leikinn af Sveini Óskari Ásbjörnssyni, lítur á sjálfan sig sem höfuð fjölskyldurnar, sérstaklega eftir að faðirinn og griðmaðurinn Piotr hurfu á braut. Sveinn Óskar er ágætur sem þessi bitri og reiði maður en líður örlítið fyrir skort á persónusköpun af hálfu höfundar. Hann er þó bestur þegar Bjarni kemst á flug í fantasíum sínum. Sigríður Björk Bragadóttir fer með hlutverk Urðar sem líður eins og aðskotahlut á heimilinu. Eymdinni skilar hún vel og tímasetningarnar eru fínar en þrátt fyrir ágæta spretti vantar dýpt í persónusköpunina. En óvæntasti smellur kvöldsins var hinn nýútskrifaði Albert Halldórsson í hlutverki einfeldningsins Skírnis. Líkamsbeiting hans og einbeiting eru sjón að sjá. Útfærsla hans á undarlegum diplómata fjölskyldunnar er heildstæð og fíngerð, einnig bráðfyndin. Samleikur hópsins er aftur á móti til fyrirmyndar í sumum senum en slíkt má skrifa á Bjartmar, sem einnig er leikstjóri sýningarinnar. Fjölskyldubragurinn virðist ósvikinn og rýmisnotkunin einnig tær. Leikmyndahönnun og búningar eru í höndum leikhópsins, en Bjartmar leiðir hópinn sem og á öðrum vígstöðvum. Heildarmyndin er ágæt en klisjuofgnóttin og ruslahaugsbragurinn eru ekki sérstaklega frumleg. Ekki fer mikið fyrir ljósahönnun Arnars Ingvarssonar en líkt og húmor verksins kyndir hún undir atriðunum án þess að kveikja bál. Smáatriðin eru vel útfærð, skuggarnir lúra í skúmaskotum og birtan frá stofuglugganum er fallega unnin. Í Gripahúsinu tekst Bjartmar á við sanníslenska drauminn um að fá eitthvað fyrir ekki neitt og búa til bullandi gróða í boði bankalána. Hann er sviðslistamaður sem vert er að fylgjast með. Þrátt fyrir ýmsa galla á sýningunni sem og handritinu þá er svo sannarlega hægt að mæla með sýningunni sem dæmi um mikilvægi nýrrar íslenskrar leikritunar og sjálfstæðu senunnar.Niðurstaða: Hársbreidd frá hágæðum.
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira