Eiður Smári: Styrktarþjálfarinn er orðinn besti vinur minn Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2016 08:22 Eiður Smári í leiknum gegn Mjöndalen í gær. mynd/moldefk.no Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsmaður í fótbolta, spilaði með Molde í fyrsta sinn í gær þegar norska liðið gerði 3-3 jafntefli við Mjöndalen í æfingaleik. Fram kemur á vef Aftenbladet að Eiður Smári hafi sýnt brot af því góða sem hann getur fært Molde í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð, en hann virkar þungur og á enn langt í land með að komast í leikform. „Styrktarþjálfarinn er orðinn besti vinur minn. Það er ekkert óeðlilegt fyrst ég er svo langt á eftir öðrum í leikformi,“ segir Eiður Smári í viðtali við Aftenbladet.no. „Það mikilvæga er að finna jafnvægi í æfingaskipulaginu. Það má ekki vera of lítið og ekki of mikið. Ég geri vanalega aðeins meira en hinir leikmennirnir, hvort sem það er í líkamsræktarsalnum eða fer út að hlaupa.“ Eiður segir að leikurinn gegn Mjöndalen hafi verið eins og hefðbundinn æfingaleikur sem er auðvitað ekki líkur leik í efstu deild. „Aðalatriðið fyrir mig er bara að spila heilan leik og læra inn á samherja mína og þeirra hreyfingar. Ég hugsa ekkert svo mikið um hvernig ég stóð mig eða liðið. Aðalatriðið er bara að komast í gegnum leikinn meiðslalaus,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Molde hefur leik í norsku úrvalsdeildinni á móti Aroni Sigurðarsyni og félögum í Tromsö sunnudaginn 13. mars. Eiður Smári spilaði fyrir aftan framherjann Fredrik Gullbrandsen í æfignaleiknum í gær og segir á vef Aftenbladet að það sé ekki ólíkleg uppstilling í fyrsta leik liðsins. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Alfreð á stall með Eiði Smára Landsliðsframherjinn jafnaði met Eiðs Smára Guðjohnsen með sínu fyrsta marki fyrir Augsburg í Þýskalandi. 29. febrúar 2016 09:00 Eiður: Verður að svara þegar maður eins og Ole Gunnar hringir Eiður Smári Guðjohnsen gekk í raðir Molde í Noregi í dag þar sem United-goðsögnin Ole Gunnar Solskjær er þjálfari. 12. febrúar 2016 12:08 Eiður Smári: Þetta er greinilega stór frétt í fótboltanum hérna Vísir ræddi við markahæsta leikmann karlalandsliðsins frá upphafi sem samdi við Molde í Noregi í dag. 12. febrúar 2016 16:45 Myndband af Eiði Smára á fyrstu æfingu: Fólkið mun sjá mann sem nýtur þess að spila Eiður Smári æfði í fyrsta sinn með sínu nýja liði Molde í dag. 12. febrúar 2016 15:30 Solskjær: Svíþjóð hefur Zlatan, Danir hafa Laudrup en Ísland hefur Eið Smára Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, sparar ekki stóru orðin þegar hann lýsir Eiði Smára Guðjohnsen. 12. febrúar 2016 12:19 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsmaður í fótbolta, spilaði með Molde í fyrsta sinn í gær þegar norska liðið gerði 3-3 jafntefli við Mjöndalen í æfingaleik. Fram kemur á vef Aftenbladet að Eiður Smári hafi sýnt brot af því góða sem hann getur fært Molde í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð, en hann virkar þungur og á enn langt í land með að komast í leikform. „Styrktarþjálfarinn er orðinn besti vinur minn. Það er ekkert óeðlilegt fyrst ég er svo langt á eftir öðrum í leikformi,“ segir Eiður Smári í viðtali við Aftenbladet.no. „Það mikilvæga er að finna jafnvægi í æfingaskipulaginu. Það má ekki vera of lítið og ekki of mikið. Ég geri vanalega aðeins meira en hinir leikmennirnir, hvort sem það er í líkamsræktarsalnum eða fer út að hlaupa.“ Eiður segir að leikurinn gegn Mjöndalen hafi verið eins og hefðbundinn æfingaleikur sem er auðvitað ekki líkur leik í efstu deild. „Aðalatriðið fyrir mig er bara að spila heilan leik og læra inn á samherja mína og þeirra hreyfingar. Ég hugsa ekkert svo mikið um hvernig ég stóð mig eða liðið. Aðalatriðið er bara að komast í gegnum leikinn meiðslalaus,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Molde hefur leik í norsku úrvalsdeildinni á móti Aroni Sigurðarsyni og félögum í Tromsö sunnudaginn 13. mars. Eiður Smári spilaði fyrir aftan framherjann Fredrik Gullbrandsen í æfignaleiknum í gær og segir á vef Aftenbladet að það sé ekki ólíkleg uppstilling í fyrsta leik liðsins.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Alfreð á stall með Eiði Smára Landsliðsframherjinn jafnaði met Eiðs Smára Guðjohnsen með sínu fyrsta marki fyrir Augsburg í Þýskalandi. 29. febrúar 2016 09:00 Eiður: Verður að svara þegar maður eins og Ole Gunnar hringir Eiður Smári Guðjohnsen gekk í raðir Molde í Noregi í dag þar sem United-goðsögnin Ole Gunnar Solskjær er þjálfari. 12. febrúar 2016 12:08 Eiður Smári: Þetta er greinilega stór frétt í fótboltanum hérna Vísir ræddi við markahæsta leikmann karlalandsliðsins frá upphafi sem samdi við Molde í Noregi í dag. 12. febrúar 2016 16:45 Myndband af Eiði Smára á fyrstu æfingu: Fólkið mun sjá mann sem nýtur þess að spila Eiður Smári æfði í fyrsta sinn með sínu nýja liði Molde í dag. 12. febrúar 2016 15:30 Solskjær: Svíþjóð hefur Zlatan, Danir hafa Laudrup en Ísland hefur Eið Smára Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, sparar ekki stóru orðin þegar hann lýsir Eiði Smára Guðjohnsen. 12. febrúar 2016 12:19 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Sjá meira
Alfreð á stall með Eiði Smára Landsliðsframherjinn jafnaði met Eiðs Smára Guðjohnsen með sínu fyrsta marki fyrir Augsburg í Þýskalandi. 29. febrúar 2016 09:00
Eiður: Verður að svara þegar maður eins og Ole Gunnar hringir Eiður Smári Guðjohnsen gekk í raðir Molde í Noregi í dag þar sem United-goðsögnin Ole Gunnar Solskjær er þjálfari. 12. febrúar 2016 12:08
Eiður Smári: Þetta er greinilega stór frétt í fótboltanum hérna Vísir ræddi við markahæsta leikmann karlalandsliðsins frá upphafi sem samdi við Molde í Noregi í dag. 12. febrúar 2016 16:45
Myndband af Eiði Smára á fyrstu æfingu: Fólkið mun sjá mann sem nýtur þess að spila Eiður Smári æfði í fyrsta sinn með sínu nýja liði Molde í dag. 12. febrúar 2016 15:30
Solskjær: Svíþjóð hefur Zlatan, Danir hafa Laudrup en Ísland hefur Eið Smára Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, sparar ekki stóru orðin þegar hann lýsir Eiði Smára Guðjohnsen. 12. febrúar 2016 12:19