43 hafa látið lífið í banaslysum við útafakstur af bryggjum á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 1. mars 2016 22:48 Fjórtán hafa látist í banaslysum við útafakstur af bryggjum í Reykjavík. Vísir/Stefán Fjörutíu og þrír hafa látið lífið í banaslysum við útafakstur af bryggjum frá upphafi bílaumferðar á Íslandi. Þetta kemur fram í gagnagrunni sem er unnin úr greiningu sem Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarráðs, vann á banaslysum í umferðinni frá upphafi bílaaldar á Íslandi frá 1915 til 2014. Óli kynnti niðurstöður sínar í fyrra en þá hafði hann unnið að greiningunni í átta ár en gagnagrunnurinn var afhentur Rannsóknarnefnd samgönguslysa til varðveislu og viðbótarvinnslu í framtíðinni. Við skoðun á gagnagrunni Óla kom í ljós að 30 bryggjuslys hafa orðið hér á landi og fórust 43 í þeim. Óli segir sjálfur að við skoðun á þessum slysum í gagnagrunninum megi lesa margvíslegan fróðleik.„Þetta eru svo margar breytur hvernig slysin verða, það er hálka, það er kannski eitthvað sem gerist óvart. Menn eru úti á bryggju og átta sig ekki á stæðum. Þegar maður les atvikalýsingu á öllum þessu slysum þá koma þessi atriði fram,“ segir Óli. Hann segir að ýmislegt megi betur fara varðandi öryggi á bryggjum landsins. „Þó ég sé ekki lengur í Umferðarráði, þá er ég þeirrar skoðunar að það sé ýmislegt sem mætti betur fara á bryggjum landsins. Þegar við vorum að skoða þetta af hálfu Umferðarráðs þá vorum við með allskonar tillögur um aukna lýsingu á bryggjum, því mörg slys verða í dimmu, eða hreinlega að nóttu til. Við vorum að tala um að það þyrfti að auka lýsingu og við lögðum til að höfnum yrði hreinlega lokað að nóttu til,“ segir Óli. Tengdar fréttir Vann launalaust í átta ár að greiningu slysa Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarstofu, kynnti í gær greiningu sína á banaslysum í umferðinni frá upphafi bílaaldar. Þetta mikla verk vann Óli í minningu þeirra sem hafa látist og hluttekningu við aðstandendur. 29. janúar 2015 08:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Fjörutíu og þrír hafa látið lífið í banaslysum við útafakstur af bryggjum frá upphafi bílaumferðar á Íslandi. Þetta kemur fram í gagnagrunni sem er unnin úr greiningu sem Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarráðs, vann á banaslysum í umferðinni frá upphafi bílaaldar á Íslandi frá 1915 til 2014. Óli kynnti niðurstöður sínar í fyrra en þá hafði hann unnið að greiningunni í átta ár en gagnagrunnurinn var afhentur Rannsóknarnefnd samgönguslysa til varðveislu og viðbótarvinnslu í framtíðinni. Við skoðun á gagnagrunni Óla kom í ljós að 30 bryggjuslys hafa orðið hér á landi og fórust 43 í þeim. Óli segir sjálfur að við skoðun á þessum slysum í gagnagrunninum megi lesa margvíslegan fróðleik.„Þetta eru svo margar breytur hvernig slysin verða, það er hálka, það er kannski eitthvað sem gerist óvart. Menn eru úti á bryggju og átta sig ekki á stæðum. Þegar maður les atvikalýsingu á öllum þessu slysum þá koma þessi atriði fram,“ segir Óli. Hann segir að ýmislegt megi betur fara varðandi öryggi á bryggjum landsins. „Þó ég sé ekki lengur í Umferðarráði, þá er ég þeirrar skoðunar að það sé ýmislegt sem mætti betur fara á bryggjum landsins. Þegar við vorum að skoða þetta af hálfu Umferðarráðs þá vorum við með allskonar tillögur um aukna lýsingu á bryggjum, því mörg slys verða í dimmu, eða hreinlega að nóttu til. Við vorum að tala um að það þyrfti að auka lýsingu og við lögðum til að höfnum yrði hreinlega lokað að nóttu til,“ segir Óli.
Tengdar fréttir Vann launalaust í átta ár að greiningu slysa Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarstofu, kynnti í gær greiningu sína á banaslysum í umferðinni frá upphafi bílaaldar. Þetta mikla verk vann Óli í minningu þeirra sem hafa látist og hluttekningu við aðstandendur. 29. janúar 2015 08:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Vann launalaust í átta ár að greiningu slysa Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarstofu, kynnti í gær greiningu sína á banaslysum í umferðinni frá upphafi bílaaldar. Þetta mikla verk vann Óli í minningu þeirra sem hafa látist og hluttekningu við aðstandendur. 29. janúar 2015 08:00