Stóra myndin Almar Guðmundsson skrifar 2. mars 2016 10:00 Tæpur helmingur af útflutningsverðmætum vöru og þjónustu frá Íslandi á rætur í hinum fjölmörgu greinum iðnaðarins. Greinin veitir tugþúsundum manna vinnu og er grundvallaruppspretta verðmætasköpunar. Velmegun, aukin framleiðni og bætt lífskjör eru þannig nátengd þróun og stöðu iðnaðarins sem aftur ræðst af starfsskilyrðum og þeim meginstraumum sem einkenna samfélagið á hverjum tíma. Margir slíkir kraftar munu móta nánustu framtíð og skipulag efnahagsstarfseminnar þarf að taka mið af því. Loftslag fer hlýnandi og minni losun gróðurhúsalofttegunda, betri umgengni við umhverfið og bætt orkunýting er áskorun sem við verðum að takast á við. Iðnaðurinn er þar í lykilhlutverki – tilbúinn með hugmyndir og lausnir. Við erum tiltölulega ung þjóð en erum að eldast. Með tímanum þurfa hlutfallslega færri vinnandi að standa undir verðmætasköpuninni. Þessi þróun er sérstök áskorun fyrir iðnaðinn þar sem fólk með iðnmenntun eldist mun hraðar. Það skýrist af óviðunandi ásókn í verk- og tækninám jafnvel þótt gnótt tækifæra bíði fólks með þessa hæfni. Á næstu áratugum mun öldruðum fjölga hratt og á okkur hvílir sú skylda að sinna þeim vel en líka að vera sveigjanleg og bjóða þeim að vinna lengur sem það vilja og geta. Öldrun þjóðarinnar kallar á nýjar lausnir og atvinnulífið þarf að vera í forystu við að bjóða upp á hagkvæm úrræði – betri lausnir fyrir minna fé. Við erum stödd í einni mestu tæknibyltingu sögunnar. Þótt efnahagslífið á Íslandi hafi lengst af verið drifið áfram af nýtingu náttúruauðlinda munu tæknibreytingar og framfarir skipta mestu í náinni framtíð. Þau samfélög sem best ná að hagnýta sér tækni og þróa nýja munu skara fram úr. Ísland er í harðri samkeppni um að laða til sín og halda í mannauðsfreka starfsemi. Þótt skilyrði fyrirtækja til rannsóknar og þróunar hafi batnað umtalsvert á liðnum árum vantar mikið upp á að við stöndum keppinautum okkar jafnfætis. Þetta er stóra myndin sem blasir við okkur. Á Iðnþingi 10. mars nk. leitum við svara við því hvernig atvinnulífið bregst við þessum vandasömu áskorunum og nýtir tækifærin sem í þeim felast. Við þurfum að vinna að mikilvægustu verkefnunum til að ná árangri samfélaginu öllu til heilla. Öflugur iðnaður skapar gott líf fyrir einstaklinga, fyrirtæki og samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Tæpur helmingur af útflutningsverðmætum vöru og þjónustu frá Íslandi á rætur í hinum fjölmörgu greinum iðnaðarins. Greinin veitir tugþúsundum manna vinnu og er grundvallaruppspretta verðmætasköpunar. Velmegun, aukin framleiðni og bætt lífskjör eru þannig nátengd þróun og stöðu iðnaðarins sem aftur ræðst af starfsskilyrðum og þeim meginstraumum sem einkenna samfélagið á hverjum tíma. Margir slíkir kraftar munu móta nánustu framtíð og skipulag efnahagsstarfseminnar þarf að taka mið af því. Loftslag fer hlýnandi og minni losun gróðurhúsalofttegunda, betri umgengni við umhverfið og bætt orkunýting er áskorun sem við verðum að takast á við. Iðnaðurinn er þar í lykilhlutverki – tilbúinn með hugmyndir og lausnir. Við erum tiltölulega ung þjóð en erum að eldast. Með tímanum þurfa hlutfallslega færri vinnandi að standa undir verðmætasköpuninni. Þessi þróun er sérstök áskorun fyrir iðnaðinn þar sem fólk með iðnmenntun eldist mun hraðar. Það skýrist af óviðunandi ásókn í verk- og tækninám jafnvel þótt gnótt tækifæra bíði fólks með þessa hæfni. Á næstu áratugum mun öldruðum fjölga hratt og á okkur hvílir sú skylda að sinna þeim vel en líka að vera sveigjanleg og bjóða þeim að vinna lengur sem það vilja og geta. Öldrun þjóðarinnar kallar á nýjar lausnir og atvinnulífið þarf að vera í forystu við að bjóða upp á hagkvæm úrræði – betri lausnir fyrir minna fé. Við erum stödd í einni mestu tæknibyltingu sögunnar. Þótt efnahagslífið á Íslandi hafi lengst af verið drifið áfram af nýtingu náttúruauðlinda munu tæknibreytingar og framfarir skipta mestu í náinni framtíð. Þau samfélög sem best ná að hagnýta sér tækni og þróa nýja munu skara fram úr. Ísland er í harðri samkeppni um að laða til sín og halda í mannauðsfreka starfsemi. Þótt skilyrði fyrirtækja til rannsóknar og þróunar hafi batnað umtalsvert á liðnum árum vantar mikið upp á að við stöndum keppinautum okkar jafnfætis. Þetta er stóra myndin sem blasir við okkur. Á Iðnþingi 10. mars nk. leitum við svara við því hvernig atvinnulífið bregst við þessum vandasömu áskorunum og nýtir tækifærin sem í þeim felast. Við þurfum að vinna að mikilvægustu verkefnunum til að ná árangri samfélaginu öllu til heilla. Öflugur iðnaður skapar gott líf fyrir einstaklinga, fyrirtæki og samfélag.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun