Ánægður með örlæti íbúa á Reyðarfirði Gunnar Leó Pálsson skrifar 2. mars 2016 09:00 Tökurnar stóðu allan febrúarmánuð og hefjast þær aftur á næstu vikum. Tökur á annarri syrpu af bresku spennuþáttunum Fortitude eru nú hálfnaðar en þættirnir eru að hluta teknir upp á Reyðarfirði. Tökuliðið yfirgaf þó landið fyrir skömmu eftir annasaman febrúarmánuð í tökum en undirbúningur er hafinn fyrir næsta tökutímabil sem hefst síðar í þessum mánuði. Fréttablaðið sló á þráðinn til Trevors Hopkins, eins af framleiðendum Fortitude, en hann er alsæll með þær viðtökur sem hann og hans fólk hefur fengið hér á landi. „Ég elska Ísland, þetta land er mjög dramatískt. Allir þeir sem vinna með okkur eru frábærir og umhverfið er fullkomið fyrir þáttinn,“ segir Trevor. Framleiðslufyrirtækin Tiger Aspect og Sky Atlantic sjá um framleiðslu þáttanna og íslenska framleiðslufyrirtækið Pegasus sér ásamt þeim um framleiðsluna á Íslandi og alla uppsetningu. Um 150 manna tökulið hefur unnið við tökurnar. „Samstarfið við Pegasus gengur mjög vel. Við erum hálfnuð við að skjóta aðra seríuna af Fortitude og gerum ráð fyrir að klára tökur í júní,“ segir Trevor sáttur við samstarfið.Fer í sýningu í haust Trevor og hans gengi kemur aftur til Íslands á næstu vikum til að halda tökum áfram. Hann segir að nýja þáttaröðin fari í sýningu í haust. „Ég get ekki sagt hvenær nákvæmlega þættirnir fara í loftið en það verður einhvern tímann í haust.“ Eins og margir vita er Reyðarfjörður engin stórborg og hafa tökurnar auðvitað sett svip sinn á bæjarlífið. Trevor segir þó að íbúarnir hafi verið samvinnuþýðir. „Íbúarnir á Reyðarfirði eru ótrúlegir, þeir hafa verið mjög örlátir og virðast kunna vel við það sem er í gangi í bænum þeirra og við virðum þá mikils,“ segir Trevor. Við tökurnar hafa bæjarbúar fundið fyrir ýmsum breytingum en til dæmis var götum í bænum lokað tímabundið á nokkrum stöðum og þá voru íbúar beðnir um að slökkva á þeim jólaseríum sem enn eru uppi. „Ef við þurfum til dæmis að loka götu við tökur, þá reynum við bara að beina umferðinni um aðra götu og þess háttar. Það hefur gengið vel, það er til dæmis talsvert þægilegra að skjóta þarna en í London, þar sem svona tökur geta verið mjög erfiðar,“ bætir Trevor við léttur í lundu.Björn Hlynur Haraldsson sem leikur lögreglumanninn Eric Odegard.vísir/stefánEkki alveg tilbúinn að flytja á Reyðarfjörð Hann er heillaður af landslaginu en gæti hann hugsað sér að búa á Reyðarfirði? „Ég veit það nú ekki alveg,“ segir Trevor og hlær. „Ég er samt mjög heillaður af landslaginu og þessu svæði og þá sérstaklega í ár. Veðrið hefur verið svo öfgakennt og ótrúlegt og hefur hentað enn betur fyrir þáttinn heldur en síðast þegar við vorum hérna,“ bætir Trevor við. Fyrsta þáttaröðin af Fortitude var tekin upp fyrir tveimur árum á Reyðarfirði en þá rigndi mikið og þurfti að notast við gervisnjó. Í ár hefur snjóþunginn verið meiri og veðráttan hentað betur en Fortitude á að gerast í samnefndum heimskautabæ. En af hverju varð Reyðarfjörður fyrir valinu sem tökustaður? „Við skoðuðum nokkra aðra staði, suma staði sem eru nær Reykjavík en landslagið fyrir austan hentaði og svo var okkur sagt að það snjóaði meira þar. Það kom svo á óvart, þegar við tókum upp fyrstu seríuna að það var ekki mikill snjór þarna og við þurftum að venjast því.“ Mikið var um snjó fyrir austan í tökunum sem var að ljúka og þurfti ekki að flytja inn gervisnjó, líkt og gert var fyrir tökur á fyrstu þáttaröðinni.Hrifinn af Birni Hlyni Nokkrar stórstjörnur koma fram í þáttunum, þeirra á meðal er Hollywood-leikarinn Dennis Quaid, danska leikkonan Sofie Gråbøl, Michelle Fairley, sem er hvað þekktust fyrir leik sinn sem drottningin á Vetrarfelli í Game of Thrones og svo Björn Hlynur Haraldsson sem leikur lögreglumanninn Eric Odegard. „Hann er frábær og hann er að gera það mjög gott. Við kunnum mjög vel við hann og hans frammistöðu í þáttunum,“ segir Trevor spurður um Björn Hlyn. Hann segir jafnframt að nýja þáttaröðin eigi eftir að koma á óvart. „Ég má ekki segja of mikið um seríuna en þessi gerist á allt öðrum tíma, þó svo að margar af sömu persónunum séu enn með. Ég held að margt muni koma fólki á óvart.“ Trevor vonast jafnframt til þess að þáttaröð númer þrjú verði einnig að veruleika. „Við vonumst allavega til þess.“ Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Tökur á Fortitude hefjast á Reyðarfirði á morgun Fyrri tökulotan á sjónvarpsþáttunum Fortitude hefst á Reyðarfirði á morgun en þetta kemur fram í frétt á vef Fjarðarbyggðar. 1. febrúar 2016 11:30 Tökur á Fortitude líkt og vertíð fyrir Fjarðabyggð Um 150 manna tökulið er nú að störfum á Reyðarfirði. Bæjarstjóri segir samstarfið ganga vel. 3. febrúar 2016 14:15 Börn úr bænum fyrir Fortitude "Við munum setja krakkana úr rútunni á Kaupfélagsplaninu, þar sem tökur verða líklega enn í gangi þegar við komum klukkan þrjú." 6. febrúar 2016 07:00 Dennis Quaid er viðkunnanlegur Texasbúi Björn Hlynur Haraldsson er þessa dagana við tökur á annarri seríu sjónvarpsþáttanna Fortitude. Tökur fara fram á Reyðarfirði en meðal stórleikara í þáttunum eru Dennis Quaid og Sofie Gråbøl. 6. febrúar 2016 09:00 Dennis Quaid keypti Valentínusargjöf fyrir konuna á Íslandi Skellti sér á eitt flugmannaúr fyrir sjálfan sig í leiðinni. 8. febrúar 2016 15:45 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Tökur á annarri syrpu af bresku spennuþáttunum Fortitude eru nú hálfnaðar en þættirnir eru að hluta teknir upp á Reyðarfirði. Tökuliðið yfirgaf þó landið fyrir skömmu eftir annasaman febrúarmánuð í tökum en undirbúningur er hafinn fyrir næsta tökutímabil sem hefst síðar í þessum mánuði. Fréttablaðið sló á þráðinn til Trevors Hopkins, eins af framleiðendum Fortitude, en hann er alsæll með þær viðtökur sem hann og hans fólk hefur fengið hér á landi. „Ég elska Ísland, þetta land er mjög dramatískt. Allir þeir sem vinna með okkur eru frábærir og umhverfið er fullkomið fyrir þáttinn,“ segir Trevor. Framleiðslufyrirtækin Tiger Aspect og Sky Atlantic sjá um framleiðslu þáttanna og íslenska framleiðslufyrirtækið Pegasus sér ásamt þeim um framleiðsluna á Íslandi og alla uppsetningu. Um 150 manna tökulið hefur unnið við tökurnar. „Samstarfið við Pegasus gengur mjög vel. Við erum hálfnuð við að skjóta aðra seríuna af Fortitude og gerum ráð fyrir að klára tökur í júní,“ segir Trevor sáttur við samstarfið.Fer í sýningu í haust Trevor og hans gengi kemur aftur til Íslands á næstu vikum til að halda tökum áfram. Hann segir að nýja þáttaröðin fari í sýningu í haust. „Ég get ekki sagt hvenær nákvæmlega þættirnir fara í loftið en það verður einhvern tímann í haust.“ Eins og margir vita er Reyðarfjörður engin stórborg og hafa tökurnar auðvitað sett svip sinn á bæjarlífið. Trevor segir þó að íbúarnir hafi verið samvinnuþýðir. „Íbúarnir á Reyðarfirði eru ótrúlegir, þeir hafa verið mjög örlátir og virðast kunna vel við það sem er í gangi í bænum þeirra og við virðum þá mikils,“ segir Trevor. Við tökurnar hafa bæjarbúar fundið fyrir ýmsum breytingum en til dæmis var götum í bænum lokað tímabundið á nokkrum stöðum og þá voru íbúar beðnir um að slökkva á þeim jólaseríum sem enn eru uppi. „Ef við þurfum til dæmis að loka götu við tökur, þá reynum við bara að beina umferðinni um aðra götu og þess háttar. Það hefur gengið vel, það er til dæmis talsvert þægilegra að skjóta þarna en í London, þar sem svona tökur geta verið mjög erfiðar,“ bætir Trevor við léttur í lundu.Björn Hlynur Haraldsson sem leikur lögreglumanninn Eric Odegard.vísir/stefánEkki alveg tilbúinn að flytja á Reyðarfjörð Hann er heillaður af landslaginu en gæti hann hugsað sér að búa á Reyðarfirði? „Ég veit það nú ekki alveg,“ segir Trevor og hlær. „Ég er samt mjög heillaður af landslaginu og þessu svæði og þá sérstaklega í ár. Veðrið hefur verið svo öfgakennt og ótrúlegt og hefur hentað enn betur fyrir þáttinn heldur en síðast þegar við vorum hérna,“ bætir Trevor við. Fyrsta þáttaröðin af Fortitude var tekin upp fyrir tveimur árum á Reyðarfirði en þá rigndi mikið og þurfti að notast við gervisnjó. Í ár hefur snjóþunginn verið meiri og veðráttan hentað betur en Fortitude á að gerast í samnefndum heimskautabæ. En af hverju varð Reyðarfjörður fyrir valinu sem tökustaður? „Við skoðuðum nokkra aðra staði, suma staði sem eru nær Reykjavík en landslagið fyrir austan hentaði og svo var okkur sagt að það snjóaði meira þar. Það kom svo á óvart, þegar við tókum upp fyrstu seríuna að það var ekki mikill snjór þarna og við þurftum að venjast því.“ Mikið var um snjó fyrir austan í tökunum sem var að ljúka og þurfti ekki að flytja inn gervisnjó, líkt og gert var fyrir tökur á fyrstu þáttaröðinni.Hrifinn af Birni Hlyni Nokkrar stórstjörnur koma fram í þáttunum, þeirra á meðal er Hollywood-leikarinn Dennis Quaid, danska leikkonan Sofie Gråbøl, Michelle Fairley, sem er hvað þekktust fyrir leik sinn sem drottningin á Vetrarfelli í Game of Thrones og svo Björn Hlynur Haraldsson sem leikur lögreglumanninn Eric Odegard. „Hann er frábær og hann er að gera það mjög gott. Við kunnum mjög vel við hann og hans frammistöðu í þáttunum,“ segir Trevor spurður um Björn Hlyn. Hann segir jafnframt að nýja þáttaröðin eigi eftir að koma á óvart. „Ég má ekki segja of mikið um seríuna en þessi gerist á allt öðrum tíma, þó svo að margar af sömu persónunum séu enn með. Ég held að margt muni koma fólki á óvart.“ Trevor vonast jafnframt til þess að þáttaröð númer þrjú verði einnig að veruleika. „Við vonumst allavega til þess.“
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Tökur á Fortitude hefjast á Reyðarfirði á morgun Fyrri tökulotan á sjónvarpsþáttunum Fortitude hefst á Reyðarfirði á morgun en þetta kemur fram í frétt á vef Fjarðarbyggðar. 1. febrúar 2016 11:30 Tökur á Fortitude líkt og vertíð fyrir Fjarðabyggð Um 150 manna tökulið er nú að störfum á Reyðarfirði. Bæjarstjóri segir samstarfið ganga vel. 3. febrúar 2016 14:15 Börn úr bænum fyrir Fortitude "Við munum setja krakkana úr rútunni á Kaupfélagsplaninu, þar sem tökur verða líklega enn í gangi þegar við komum klukkan þrjú." 6. febrúar 2016 07:00 Dennis Quaid er viðkunnanlegur Texasbúi Björn Hlynur Haraldsson er þessa dagana við tökur á annarri seríu sjónvarpsþáttanna Fortitude. Tökur fara fram á Reyðarfirði en meðal stórleikara í þáttunum eru Dennis Quaid og Sofie Gråbøl. 6. febrúar 2016 09:00 Dennis Quaid keypti Valentínusargjöf fyrir konuna á Íslandi Skellti sér á eitt flugmannaúr fyrir sjálfan sig í leiðinni. 8. febrúar 2016 15:45 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Tökur á Fortitude hefjast á Reyðarfirði á morgun Fyrri tökulotan á sjónvarpsþáttunum Fortitude hefst á Reyðarfirði á morgun en þetta kemur fram í frétt á vef Fjarðarbyggðar. 1. febrúar 2016 11:30
Tökur á Fortitude líkt og vertíð fyrir Fjarðabyggð Um 150 manna tökulið er nú að störfum á Reyðarfirði. Bæjarstjóri segir samstarfið ganga vel. 3. febrúar 2016 14:15
Börn úr bænum fyrir Fortitude "Við munum setja krakkana úr rútunni á Kaupfélagsplaninu, þar sem tökur verða líklega enn í gangi þegar við komum klukkan þrjú." 6. febrúar 2016 07:00
Dennis Quaid er viðkunnanlegur Texasbúi Björn Hlynur Haraldsson er þessa dagana við tökur á annarri seríu sjónvarpsþáttanna Fortitude. Tökur fara fram á Reyðarfirði en meðal stórleikara í þáttunum eru Dennis Quaid og Sofie Gråbøl. 6. febrúar 2016 09:00
Dennis Quaid keypti Valentínusargjöf fyrir konuna á Íslandi Skellti sér á eitt flugmannaúr fyrir sjálfan sig í leiðinni. 8. febrúar 2016 15:45