Held að enginn af okkur geri sér grein fyrir hversu stórt þetta er Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. mars 2016 06:00 Heimir og Lars tilkynntu landsliðshópinn í höfuðstöðvum KSÍ í gær. vísir/anton Íslenska landsliðið leikur tvo æfingaleiki í þessum mánuði. Gegn Dönum þann 24. mars og svo gegn Grikkjum fimm dögum síðar. Þetta verða síðustu leikir liðsins áður en EM-hópurinn verður valinn. Hann verður valinn þann 9. maí næstkomandi. Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu 24 manna leikmannahóp í gær fyrir þessa leiki. Þeir verða síðasta tækifæri einhverra leikmanna til þess að sanna að þeir eigi heima í 23 manna EM-hópnum.Eiður fær frí Eiður Smári Guðjohnsen er á meðal þeirra leikmanna sem fá frí að þessu sinni. Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson snýr svo aftur eftir meiðsli. Þjálfararnir segja að 10-15 leikmenn fyrir utan þennan hóp komi til greina í EM-hópinn. „Það eru margir leikmenn að minna á sig þessa dagana með góðum leik og mörkum. Það er mjög ánægjulegt en á endanum mega bara 23 fara með segir UEFA. Eftir því sem það verður erfiðara að velja hópinn þá erum við greinilega að gera eitthvað rétt í íslenskum fótbolta,“ segir Heimir Hallgrímsson. „Við reynum að vanda okkur og gera þetta eins faglega og hægt er. Við reynum að fylgjast eins vel með öllum og hægt er.“Horfum á samvinnu leikmanna Andstæðingar Íslands í komandi leikjum eiga það sameiginlegt að hafa náð að vinna EM. Undankeppni EM að þessu sinni var ekki góð hjá þeim og þau mæta nú til leiks með nýja þjálfara. „Við viljum reyna að vinna leikina. Það er markmið í öllum leikjum. Við erum líka að horfa á samvinnu ákveðinna leikmanna. Það er kannski eitthvað sem verður hægt að lesa út úr þessum leikjum,“ segir Heimir en er óþægilegt að mæta liðum sem erfitt er að spá í hvernig muni spila? „Nei, ekki í þessu tilfelli. Þetta eru ekki mótsleikir og því er það að vissu leyti gott. Þau ætla að koma okkur á óvart og verður gaman að sjá hvernig við tæklum það. Bæði lið voru ósátt við síðustu undankeppni og leikmenn ætla að sýna þjálfurunum hvað í þeim býr.“Stoltur tannlæknir Ísland er að undirbúa sig í fyrsta skipti fyrir þátttöku í lokakeppni stórmóts. Það er risavaxið verkefni. Reynt hefur verið að undirbúa sig sem best þó svo verið sé að feta í spor sem íslensk knattspyrna þekkir ekki. „Ég er bara stoltur tannlæknir sem fæ að vera með þessum strákum í þessu. Ég held að enginn af okkur geri sér grein fyrir því hversu stórt þetta er. Hversu mikið áreiti þetta verður. Ég er mest hræddur um að við séum að fara fáliðuð og fávís inn í þetta verkefni,“ segir Heimir en liðið verður í það minnsta saman í fimm vikur. „Menn þurfa að vera ansi ferskir til að geta enn gefið af sér á fimmtu viku. Við erum að reyna að vanda okkur eins og við getum. Það er mikið álag á öllum. Við eigum eftir að reka okkur á og örugglega eitthvað sem við gerum vitlaust. Þess vegna er svo mikilvægt að vanda sig eins og hægt er.“Reynir á nýja hluti Heimir segir að það muni reyna mikið á alla leikmenn. Bæði þá sem spila mikið og eins þá sem kannski spila ekki neitt. „Það er erfitt fyrir atvinnumann sem er forstjóri síns eigin fyrirtækis að fá ekki að taka þátt. Þess vegna er mikilvægt að við ræðum þessa hluti við strákana í þessari ferð. Að menn séu tilbúnir að fara á þeim forsendum að svo geti farið. Þetta er þáttur sem hefur aldrei reynt á hjá okkur því við höfum aldrei verið saman í fimm vikur.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Þessir 24 koma sterklega til greina á EM Eiður Smári Guðjohnsen fékk frí þar sem hann tók þátt í landsliðsverkefnunum í janúar. 18. mars 2016 13:36 Lars veit ekki hvort hann haldi áfram með íslenska landsliðið Lars Lagerbäck segir ekkert enn ákveðið um það hvort að hann hætti sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu eða verði áfram fram yfir HM 2018. 18. mars 2016 13:45 Geir: Draumateymi KSÍ situr hér við borðið Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er enn að reyna að sannfæra Lars Lagerbäck um að halda áfram með íslenska landsliðið í knattspyrnu. 18. mars 2016 13:57 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
Íslenska landsliðið leikur tvo æfingaleiki í þessum mánuði. Gegn Dönum þann 24. mars og svo gegn Grikkjum fimm dögum síðar. Þetta verða síðustu leikir liðsins áður en EM-hópurinn verður valinn. Hann verður valinn þann 9. maí næstkomandi. Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu 24 manna leikmannahóp í gær fyrir þessa leiki. Þeir verða síðasta tækifæri einhverra leikmanna til þess að sanna að þeir eigi heima í 23 manna EM-hópnum.Eiður fær frí Eiður Smári Guðjohnsen er á meðal þeirra leikmanna sem fá frí að þessu sinni. Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson snýr svo aftur eftir meiðsli. Þjálfararnir segja að 10-15 leikmenn fyrir utan þennan hóp komi til greina í EM-hópinn. „Það eru margir leikmenn að minna á sig þessa dagana með góðum leik og mörkum. Það er mjög ánægjulegt en á endanum mega bara 23 fara með segir UEFA. Eftir því sem það verður erfiðara að velja hópinn þá erum við greinilega að gera eitthvað rétt í íslenskum fótbolta,“ segir Heimir Hallgrímsson. „Við reynum að vanda okkur og gera þetta eins faglega og hægt er. Við reynum að fylgjast eins vel með öllum og hægt er.“Horfum á samvinnu leikmanna Andstæðingar Íslands í komandi leikjum eiga það sameiginlegt að hafa náð að vinna EM. Undankeppni EM að þessu sinni var ekki góð hjá þeim og þau mæta nú til leiks með nýja þjálfara. „Við viljum reyna að vinna leikina. Það er markmið í öllum leikjum. Við erum líka að horfa á samvinnu ákveðinna leikmanna. Það er kannski eitthvað sem verður hægt að lesa út úr þessum leikjum,“ segir Heimir en er óþægilegt að mæta liðum sem erfitt er að spá í hvernig muni spila? „Nei, ekki í þessu tilfelli. Þetta eru ekki mótsleikir og því er það að vissu leyti gott. Þau ætla að koma okkur á óvart og verður gaman að sjá hvernig við tæklum það. Bæði lið voru ósátt við síðustu undankeppni og leikmenn ætla að sýna þjálfurunum hvað í þeim býr.“Stoltur tannlæknir Ísland er að undirbúa sig í fyrsta skipti fyrir þátttöku í lokakeppni stórmóts. Það er risavaxið verkefni. Reynt hefur verið að undirbúa sig sem best þó svo verið sé að feta í spor sem íslensk knattspyrna þekkir ekki. „Ég er bara stoltur tannlæknir sem fæ að vera með þessum strákum í þessu. Ég held að enginn af okkur geri sér grein fyrir því hversu stórt þetta er. Hversu mikið áreiti þetta verður. Ég er mest hræddur um að við séum að fara fáliðuð og fávís inn í þetta verkefni,“ segir Heimir en liðið verður í það minnsta saman í fimm vikur. „Menn þurfa að vera ansi ferskir til að geta enn gefið af sér á fimmtu viku. Við erum að reyna að vanda okkur eins og við getum. Það er mikið álag á öllum. Við eigum eftir að reka okkur á og örugglega eitthvað sem við gerum vitlaust. Þess vegna er svo mikilvægt að vanda sig eins og hægt er.“Reynir á nýja hluti Heimir segir að það muni reyna mikið á alla leikmenn. Bæði þá sem spila mikið og eins þá sem kannski spila ekki neitt. „Það er erfitt fyrir atvinnumann sem er forstjóri síns eigin fyrirtækis að fá ekki að taka þátt. Þess vegna er mikilvægt að við ræðum þessa hluti við strákana í þessari ferð. Að menn séu tilbúnir að fara á þeim forsendum að svo geti farið. Þetta er þáttur sem hefur aldrei reynt á hjá okkur því við höfum aldrei verið saman í fimm vikur.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Þessir 24 koma sterklega til greina á EM Eiður Smári Guðjohnsen fékk frí þar sem hann tók þátt í landsliðsverkefnunum í janúar. 18. mars 2016 13:36 Lars veit ekki hvort hann haldi áfram með íslenska landsliðið Lars Lagerbäck segir ekkert enn ákveðið um það hvort að hann hætti sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu eða verði áfram fram yfir HM 2018. 18. mars 2016 13:45 Geir: Draumateymi KSÍ situr hér við borðið Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er enn að reyna að sannfæra Lars Lagerbäck um að halda áfram með íslenska landsliðið í knattspyrnu. 18. mars 2016 13:57 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
Heimir: Þessir 24 koma sterklega til greina á EM Eiður Smári Guðjohnsen fékk frí þar sem hann tók þátt í landsliðsverkefnunum í janúar. 18. mars 2016 13:36
Lars veit ekki hvort hann haldi áfram með íslenska landsliðið Lars Lagerbäck segir ekkert enn ákveðið um það hvort að hann hætti sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu eða verði áfram fram yfir HM 2018. 18. mars 2016 13:45
Geir: Draumateymi KSÍ situr hér við borðið Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er enn að reyna að sannfæra Lars Lagerbäck um að halda áfram með íslenska landsliðið í knattspyrnu. 18. mars 2016 13:57