Sérhæfa sig í þjónustu við erlendar stjörnur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. mars 2016 07:00 "Sumir kaupa sér miða á Saga Class þótt það sé hægt að fá ódýrari sæti rétt fyrir aftan. Það sama gildir um lúxusakstur,“ segir Hjörtur sem hér stendur við einn af bílum Servio. Fréttablaðið/Anton „Þetta eru ekki bara stjörnurnar heldur allt fylgdarlið líka, það fylgir þessu öllu mikill atgangur,“ segir Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri Securitas. Dótturfyrirtæki Securitas, Servio, sérhæfir sig í þjónustu við kvikmynda- og auglýsingafyrirtæki sem koma til Íslands. Þjónustan felst í akstri á sérútbúnum glæsikerrum, öryggis- og lífvarsla eins og að vera með vörð við hótelið sem viðkomandi gistir á eða hreinlega redda því sem þarf að redda hverju sinni. „Okkar mottó er að gestum okkar eigi að líða eins og drottningum og kóngum,“ segir Hjörtur og játar því að nóg sé að gera í bransanum enda hafi eftirspurnin aukist gífurlega síðustu árin í takt við vinsældir Íslands sem tökustaðar. Það eru sjö í föstu starfi hjá Servio en fjórtán í viðbót eru í verktakavinnu og kallaðir út þegar sinnt er stórum verkefnum. Eins og þessa dagana við Mývatni þar sem Hollywood-myndin Fast and the Furious er tekin upp. Flestir starfsmenn eru fyrrverandi lögreglumenn sem fara svo í stranga sérþjálfun áður en þeir taka til starfa hjá Servio. „Við gefum ekkert uppi um gesti okkar en ég get sagt að við erum leiðandi í þessari þjónustu og séum með mjög mikilvæga kúnna,“ svarar Hjörtur kíminn þegar hann er spurður hvort Justin Bieber og Bill Gates hafi nýtt sér þjónustu fyrirtækisins. „Þagmælskan er mikilvæg í þessu starfi. Það læra starfsmenn okkar strax, þeir yrða til dæmis ekki á gesti okkar nema á þá sé mælt. Það er ekki þetta venjulega kumpánlega íslenska spjall í boði.“ Dæmi um verð fyrir stjörnumeðhöndlun er 35 þúsund krónur fyrir akstur á flugvöllinn og 250 þúsund krónur fyrir sólarhringsgæslu, en verðið fer þó eftir aðstæðum og áhættu. Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé Sjá meira
„Þetta eru ekki bara stjörnurnar heldur allt fylgdarlið líka, það fylgir þessu öllu mikill atgangur,“ segir Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri Securitas. Dótturfyrirtæki Securitas, Servio, sérhæfir sig í þjónustu við kvikmynda- og auglýsingafyrirtæki sem koma til Íslands. Þjónustan felst í akstri á sérútbúnum glæsikerrum, öryggis- og lífvarsla eins og að vera með vörð við hótelið sem viðkomandi gistir á eða hreinlega redda því sem þarf að redda hverju sinni. „Okkar mottó er að gestum okkar eigi að líða eins og drottningum og kóngum,“ segir Hjörtur og játar því að nóg sé að gera í bransanum enda hafi eftirspurnin aukist gífurlega síðustu árin í takt við vinsældir Íslands sem tökustaðar. Það eru sjö í föstu starfi hjá Servio en fjórtán í viðbót eru í verktakavinnu og kallaðir út þegar sinnt er stórum verkefnum. Eins og þessa dagana við Mývatni þar sem Hollywood-myndin Fast and the Furious er tekin upp. Flestir starfsmenn eru fyrrverandi lögreglumenn sem fara svo í stranga sérþjálfun áður en þeir taka til starfa hjá Servio. „Við gefum ekkert uppi um gesti okkar en ég get sagt að við erum leiðandi í þessari þjónustu og séum með mjög mikilvæga kúnna,“ svarar Hjörtur kíminn þegar hann er spurður hvort Justin Bieber og Bill Gates hafi nýtt sér þjónustu fyrirtækisins. „Þagmælskan er mikilvæg í þessu starfi. Það læra starfsmenn okkar strax, þeir yrða til dæmis ekki á gesti okkar nema á þá sé mælt. Það er ekki þetta venjulega kumpánlega íslenska spjall í boði.“ Dæmi um verð fyrir stjörnumeðhöndlun er 35 þúsund krónur fyrir akstur á flugvöllinn og 250 þúsund krónur fyrir sólarhringsgæslu, en verðið fer þó eftir aðstæðum og áhættu. Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé Sjá meira