Kortavelta eykst um 67 prósent milli ára Birgir Olgeirsson skrifar 18. mars 2016 08:02 Erlend greiðslukortavelta í febrúar síðastliðnum var 13,2 milljarðar króna. Í sama mánuði í fyrra nam þessi upphæð 7,9 milljörðum. Vísir/GVA Erlend greiðslukortavelta í febrúar síðastliðnum var 13,2 milljarðar króna. Í sama mánuði í fyrra nam þessi upphæð 7,9 milljörðum, sem felur í sér um 67% aukningu á milli ára. Þetta kemur fram í samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar á kortaveltu erlendra ferðamanna. Þar kemur fram að erlend kortavelta hafi aukist í öllum útgjaldaliðum en mest varð aukningin í farþegaflutningum, eða 174 prósent samanborið við febrúar í fyrra. Kortaveltan í þeim flokki var alls 2.791 milljónir króna í mánuðinum en febrúar er fjórði mánuðurinn í röð þar sem greiðslukortavelta vegna flugferða meira en tvöfaldast frá fyrra ári. Rannsóknarsetrið segir að þó hluti þessarar veltuaukningar kunni að stafa af erlendri starfsemi íslenskra flugfélaga megi þó túlka vöxt í flokknum sem merki þess að stórt ferðamannasumar sé í vændum. Þótt farþegaflutningar séu líkt og undanfarna mánuði nokkuð fyrirferðamiklir í vexti greiðslukortaveltu erlendra ferðamanna, skýra þeir eingöngu um þriðjung aukningarinnar í febrúar. Í febrúar greiddu útlendingar með kortum sínum 46% hærri upphæð til gistiþjónustu borið saman við sama mánuð í fyrra og 50% meira í veitingaþjónustu. Í öðrum þjónustuflokkum jókst kortavelta á milli ára; 86% í menningar-, afþreyingar- og tómstundastarfsemi og 74% í flokkinn ýmis ferðaþjónusta svo dæmi séu nefnd. Nutu verslanir góðs af aukinni kortaveltu í síðasta mánuði líkt og aðrir þjónustuaðilar. Þannig keyptu ferðamenn fyrir 38% hærri upphæð í verslunum heldur en í sama mánuð í fyrra. Mestur vöxtur var í dagvöruverslun, 68% frá síðasta ári, á meðan fataverslun jókst um 33% og gjafa- og minjagripaverslun jókst um 37% Í febrúar komu um 101 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 43% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Til samanburðar eru það álíka margir ferðamenn og komu í ágúst 2011, fjölmennasta ferðamannamánuði þess árs. Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 130 þús. kr. í febrúar síðastliðnum. Það er um 17% hærri upphæð en í febrúar í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam aukningin um 14% á milli ára. Ferðamenn frá Sviss keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum eða 326 þús. kr. Á hvern ferðamann. Kanadamenn eru í öðru sæti með 256 þús. kr. á hvern ferðamann og Spánverjar í því þriðja með 245 þús. kr Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Erlend greiðslukortavelta í febrúar síðastliðnum var 13,2 milljarðar króna. Í sama mánuði í fyrra nam þessi upphæð 7,9 milljörðum, sem felur í sér um 67% aukningu á milli ára. Þetta kemur fram í samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar á kortaveltu erlendra ferðamanna. Þar kemur fram að erlend kortavelta hafi aukist í öllum útgjaldaliðum en mest varð aukningin í farþegaflutningum, eða 174 prósent samanborið við febrúar í fyrra. Kortaveltan í þeim flokki var alls 2.791 milljónir króna í mánuðinum en febrúar er fjórði mánuðurinn í röð þar sem greiðslukortavelta vegna flugferða meira en tvöfaldast frá fyrra ári. Rannsóknarsetrið segir að þó hluti þessarar veltuaukningar kunni að stafa af erlendri starfsemi íslenskra flugfélaga megi þó túlka vöxt í flokknum sem merki þess að stórt ferðamannasumar sé í vændum. Þótt farþegaflutningar séu líkt og undanfarna mánuði nokkuð fyrirferðamiklir í vexti greiðslukortaveltu erlendra ferðamanna, skýra þeir eingöngu um þriðjung aukningarinnar í febrúar. Í febrúar greiddu útlendingar með kortum sínum 46% hærri upphæð til gistiþjónustu borið saman við sama mánuð í fyrra og 50% meira í veitingaþjónustu. Í öðrum þjónustuflokkum jókst kortavelta á milli ára; 86% í menningar-, afþreyingar- og tómstundastarfsemi og 74% í flokkinn ýmis ferðaþjónusta svo dæmi séu nefnd. Nutu verslanir góðs af aukinni kortaveltu í síðasta mánuði líkt og aðrir þjónustuaðilar. Þannig keyptu ferðamenn fyrir 38% hærri upphæð í verslunum heldur en í sama mánuð í fyrra. Mestur vöxtur var í dagvöruverslun, 68% frá síðasta ári, á meðan fataverslun jókst um 33% og gjafa- og minjagripaverslun jókst um 37% Í febrúar komu um 101 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 43% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Til samanburðar eru það álíka margir ferðamenn og komu í ágúst 2011, fjölmennasta ferðamannamánuði þess árs. Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 130 þús. kr. í febrúar síðastliðnum. Það er um 17% hærri upphæð en í febrúar í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam aukningin um 14% á milli ára. Ferðamenn frá Sviss keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum eða 326 þús. kr. Á hvern ferðamann. Kanadamenn eru í öðru sæti með 256 þús. kr. á hvern ferðamann og Spánverjar í því þriðja með 245 þús. kr
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira