Kortavelta eykst um 67 prósent milli ára Birgir Olgeirsson skrifar 18. mars 2016 08:02 Erlend greiðslukortavelta í febrúar síðastliðnum var 13,2 milljarðar króna. Í sama mánuði í fyrra nam þessi upphæð 7,9 milljörðum. Vísir/GVA Erlend greiðslukortavelta í febrúar síðastliðnum var 13,2 milljarðar króna. Í sama mánuði í fyrra nam þessi upphæð 7,9 milljörðum, sem felur í sér um 67% aukningu á milli ára. Þetta kemur fram í samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar á kortaveltu erlendra ferðamanna. Þar kemur fram að erlend kortavelta hafi aukist í öllum útgjaldaliðum en mest varð aukningin í farþegaflutningum, eða 174 prósent samanborið við febrúar í fyrra. Kortaveltan í þeim flokki var alls 2.791 milljónir króna í mánuðinum en febrúar er fjórði mánuðurinn í röð þar sem greiðslukortavelta vegna flugferða meira en tvöfaldast frá fyrra ári. Rannsóknarsetrið segir að þó hluti þessarar veltuaukningar kunni að stafa af erlendri starfsemi íslenskra flugfélaga megi þó túlka vöxt í flokknum sem merki þess að stórt ferðamannasumar sé í vændum. Þótt farþegaflutningar séu líkt og undanfarna mánuði nokkuð fyrirferðamiklir í vexti greiðslukortaveltu erlendra ferðamanna, skýra þeir eingöngu um þriðjung aukningarinnar í febrúar. Í febrúar greiddu útlendingar með kortum sínum 46% hærri upphæð til gistiþjónustu borið saman við sama mánuð í fyrra og 50% meira í veitingaþjónustu. Í öðrum þjónustuflokkum jókst kortavelta á milli ára; 86% í menningar-, afþreyingar- og tómstundastarfsemi og 74% í flokkinn ýmis ferðaþjónusta svo dæmi séu nefnd. Nutu verslanir góðs af aukinni kortaveltu í síðasta mánuði líkt og aðrir þjónustuaðilar. Þannig keyptu ferðamenn fyrir 38% hærri upphæð í verslunum heldur en í sama mánuð í fyrra. Mestur vöxtur var í dagvöruverslun, 68% frá síðasta ári, á meðan fataverslun jókst um 33% og gjafa- og minjagripaverslun jókst um 37% Í febrúar komu um 101 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 43% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Til samanburðar eru það álíka margir ferðamenn og komu í ágúst 2011, fjölmennasta ferðamannamánuði þess árs. Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 130 þús. kr. í febrúar síðastliðnum. Það er um 17% hærri upphæð en í febrúar í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam aukningin um 14% á milli ára. Ferðamenn frá Sviss keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum eða 326 þús. kr. Á hvern ferðamann. Kanadamenn eru í öðru sæti með 256 þús. kr. á hvern ferðamann og Spánverjar í því þriðja með 245 þús. kr Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Erlend greiðslukortavelta í febrúar síðastliðnum var 13,2 milljarðar króna. Í sama mánuði í fyrra nam þessi upphæð 7,9 milljörðum, sem felur í sér um 67% aukningu á milli ára. Þetta kemur fram í samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar á kortaveltu erlendra ferðamanna. Þar kemur fram að erlend kortavelta hafi aukist í öllum útgjaldaliðum en mest varð aukningin í farþegaflutningum, eða 174 prósent samanborið við febrúar í fyrra. Kortaveltan í þeim flokki var alls 2.791 milljónir króna í mánuðinum en febrúar er fjórði mánuðurinn í röð þar sem greiðslukortavelta vegna flugferða meira en tvöfaldast frá fyrra ári. Rannsóknarsetrið segir að þó hluti þessarar veltuaukningar kunni að stafa af erlendri starfsemi íslenskra flugfélaga megi þó túlka vöxt í flokknum sem merki þess að stórt ferðamannasumar sé í vændum. Þótt farþegaflutningar séu líkt og undanfarna mánuði nokkuð fyrirferðamiklir í vexti greiðslukortaveltu erlendra ferðamanna, skýra þeir eingöngu um þriðjung aukningarinnar í febrúar. Í febrúar greiddu útlendingar með kortum sínum 46% hærri upphæð til gistiþjónustu borið saman við sama mánuð í fyrra og 50% meira í veitingaþjónustu. Í öðrum þjónustuflokkum jókst kortavelta á milli ára; 86% í menningar-, afþreyingar- og tómstundastarfsemi og 74% í flokkinn ýmis ferðaþjónusta svo dæmi séu nefnd. Nutu verslanir góðs af aukinni kortaveltu í síðasta mánuði líkt og aðrir þjónustuaðilar. Þannig keyptu ferðamenn fyrir 38% hærri upphæð í verslunum heldur en í sama mánuð í fyrra. Mestur vöxtur var í dagvöruverslun, 68% frá síðasta ári, á meðan fataverslun jókst um 33% og gjafa- og minjagripaverslun jókst um 37% Í febrúar komu um 101 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 43% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Til samanburðar eru það álíka margir ferðamenn og komu í ágúst 2011, fjölmennasta ferðamannamánuði þess árs. Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 130 þús. kr. í febrúar síðastliðnum. Það er um 17% hærri upphæð en í febrúar í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam aukningin um 14% á milli ára. Ferðamenn frá Sviss keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum eða 326 þús. kr. Á hvern ferðamann. Kanadamenn eru í öðru sæti með 256 þús. kr. á hvern ferðamann og Spánverjar í því þriðja með 245 þús. kr
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira