Halla vill að á Bessastöðum verði opinn umræðuvettvangur fyrir þjóðina Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2016 19:14 Halla Tómasdóttir sem býður sig fram til embættis forseta íslands vill að á Bessastöðum verði opinn umræðugrundvöllur um framtíðarmál þjóðarinnar. Hún muni setja sér vinnureglur um beitingu synjunarvalds forseta á lögum frá Alþingi. „Ég heiti Halla Tómasdóttir og ég hef tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér í kjöri til forseta Íslands,“ þannig hóf Halla Tómasdóttir ávarp sitt til stuðningsmanna á heimili sínu í da, hundrað dögum áður en kosið verður til embættis forseta Íslands. Á sama degi og Kristján Eldjárn tilkynnti um framboð sitt árið 1968. Hvort það er táknrænt, skal ósagt látið. Halla Tómasdóttir kynnti framboð sitt á heimili sínu með Birni Skúlasyni eiginmanni sínum og tveimur börnum þeirra og stuðningsfólki í dag. Hún verður fjörtíu og átta ára í nóvember á þessu ári. Hún er rekstrarhagfræðingur og starfar í dag sem fyrirlesari á alþjóðavettvangi. Halla kom að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík, leiddi verkefnið Auður í krafti kvenna, var annar stofnenda Auðar Capital og einn af stofnendum Mauraþúfunnar sem kom á Þjóðfundinum árið 2009.Hvers vegna ætti fólk að kjósa þig á Bessastaði? „Vegna þess að það skiptir mig máli að búa í samfélagi þar sem heiðarleiki, hlýja, réttlæti og jafnrétti ráða för. Ég vil gera gagn og leiða okkur þangað,“ segir Halla. Þeir fimm einstaklingar sem gengt hafa embætti forseta hafa hver um sig sett sinn svip á embættið. Ólafur Ragnar Grímsson varð fyrstur til að beita 26. grein stjórnarskrárinnar um að synja lögum staðfestingar og senda þau þar með í þjóðaratkvæðagreiðslu.Munt þú beita henni? „Ég er hlynnt því að við hlustum á vilja þjóðarinnar og ég vil jafnvel ganga lengra en aðrir hafa gert í því. Auðvitað fylgi ég núverandi stjórnarskrá ef ég verð forseti en ég mun setja mér vinnureglur til að setja hluti í þjóðaratkvæðagreiðslu náist atkvæðamagn á bilinu 10 til 15% eins og nú er verið að ræða í breytingunum,“ segir forsetaframbjóðandinn. Þá vilji hún opna Bessastaði til að vera vettvangur umræðu um þau stóru mál sem varði þjóðina alla. „Horfa til þess að þarna sé farvegur fyrir vilja þjóðarinnar allrar. Það skipta allir máli á íslandi. Í dag eru svo mörg áríðandi mál sem þjóðin er að ræða. kannski oft með skammtíma hugsjónir að leiðarljósi. Þarna er hægt að horfa til lengri tíma og taka samtalið um hvers konar samfélagi við viljum búa í,“ segir Halla Tómasdóttir. Forsetakjör Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir býður sig fram Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og fjárfestir, ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. 17. mars 2016 06:00 Forsetakosningar 2016: Ekki hægt að mæla með fleiri en einum forsetaframbjóðanda Að hverju þurfa kjósendur að huga? 17. mars 2016 11:08 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Halla Tómasdóttir sem býður sig fram til embættis forseta íslands vill að á Bessastöðum verði opinn umræðugrundvöllur um framtíðarmál þjóðarinnar. Hún muni setja sér vinnureglur um beitingu synjunarvalds forseta á lögum frá Alþingi. „Ég heiti Halla Tómasdóttir og ég hef tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér í kjöri til forseta Íslands,“ þannig hóf Halla Tómasdóttir ávarp sitt til stuðningsmanna á heimili sínu í da, hundrað dögum áður en kosið verður til embættis forseta Íslands. Á sama degi og Kristján Eldjárn tilkynnti um framboð sitt árið 1968. Hvort það er táknrænt, skal ósagt látið. Halla Tómasdóttir kynnti framboð sitt á heimili sínu með Birni Skúlasyni eiginmanni sínum og tveimur börnum þeirra og stuðningsfólki í dag. Hún verður fjörtíu og átta ára í nóvember á þessu ári. Hún er rekstrarhagfræðingur og starfar í dag sem fyrirlesari á alþjóðavettvangi. Halla kom að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík, leiddi verkefnið Auður í krafti kvenna, var annar stofnenda Auðar Capital og einn af stofnendum Mauraþúfunnar sem kom á Þjóðfundinum árið 2009.Hvers vegna ætti fólk að kjósa þig á Bessastaði? „Vegna þess að það skiptir mig máli að búa í samfélagi þar sem heiðarleiki, hlýja, réttlæti og jafnrétti ráða för. Ég vil gera gagn og leiða okkur þangað,“ segir Halla. Þeir fimm einstaklingar sem gengt hafa embætti forseta hafa hver um sig sett sinn svip á embættið. Ólafur Ragnar Grímsson varð fyrstur til að beita 26. grein stjórnarskrárinnar um að synja lögum staðfestingar og senda þau þar með í þjóðaratkvæðagreiðslu.Munt þú beita henni? „Ég er hlynnt því að við hlustum á vilja þjóðarinnar og ég vil jafnvel ganga lengra en aðrir hafa gert í því. Auðvitað fylgi ég núverandi stjórnarskrá ef ég verð forseti en ég mun setja mér vinnureglur til að setja hluti í þjóðaratkvæðagreiðslu náist atkvæðamagn á bilinu 10 til 15% eins og nú er verið að ræða í breytingunum,“ segir forsetaframbjóðandinn. Þá vilji hún opna Bessastaði til að vera vettvangur umræðu um þau stóru mál sem varði þjóðina alla. „Horfa til þess að þarna sé farvegur fyrir vilja þjóðarinnar allrar. Það skipta allir máli á íslandi. Í dag eru svo mörg áríðandi mál sem þjóðin er að ræða. kannski oft með skammtíma hugsjónir að leiðarljósi. Þarna er hægt að horfa til lengri tíma og taka samtalið um hvers konar samfélagi við viljum búa í,“ segir Halla Tómasdóttir.
Forsetakjör Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir býður sig fram Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og fjárfestir, ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. 17. mars 2016 06:00 Forsetakosningar 2016: Ekki hægt að mæla með fleiri en einum forsetaframbjóðanda Að hverju þurfa kjósendur að huga? 17. mars 2016 11:08 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Halla Tómasdóttir býður sig fram Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og fjárfestir, ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. 17. mars 2016 06:00
Forsetakosningar 2016: Ekki hægt að mæla með fleiri en einum forsetaframbjóðanda Að hverju þurfa kjósendur að huga? 17. mars 2016 11:08
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent