Enginn vildi sitja í Landsdómsnefndinni Snærós Sindradóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Oddný Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra og alþingismaður sækist eftir kjöri sem formaður Samfylkingarinnar. Hún hefur fengið fjölmargar áskoranir í embættið og telur það sér til tekna að vera landsbyggðarþingmaður. vísir/Vilhelm Það er alltaf erfitt að fara gegn sitjandi formanni en ég bara get ekki beðið eftir honum,“ segir Oddný Harðardóttir þingmaður um framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar. Oddný er þriðji frambjóðandinn til að stíga fram og gefa kost á sér í embættið en Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, gefur enn ekki upp afstöðu sína. Oddný Harðardóttir kom ný inn á þing árið 2009 og sat sem fjármála- og efnahagsráðherra árin 2011 til 2012. Hún hafði verið bæjarstjóri sveitarfélagsins Garðs frá 2006 en þar er hún uppalin og býr enn. „Ég og maðurinn minn, Eiríkur Hermannsson, byggðum ofan á húsið þegar við keyptum það. Þetta var hús móður minnar en þegar hún deyr fyrir aldur fram árið 1982 þá göngum við frá kaupunum. Hún var rétt orðin 49 ára gömul.“Alin upp við elju „Foreldrar mínir skildu þegar ég var tólf ára. Við bjuggum hér fjórar í áttatíu fermetrum, mamma, ég og systur mínar tvær. Hún var einstæð móðir, vann í frystihúsinu og náði sér í aukapening með því að sauma föt á fólkið í þorpinu. Við áttum ekki mikið af peningum en hún var hörkukerling og vann sig upp í að verða verkstjóri í frystihúsinu. Mamma var dugleg og klár kona sem setti það í fyrsta sæti að við systurnar myndum mennta okkur,“ segir Oddný um æsku sína. Oddný lærði í Kennaraháskólanum en á tímabili sinnti hún bæði námi í kennslufræðum og lögfræði. „Ég var með þannig stundaskrá að ég var alltaf í pásu í Kennaraháskólanum þegar fyrirlestrarnir í lögfræðinni voru. En svo valdi ég hvaða leið ég vildi fara. Einn vinur minn úr Kennaraháskólanum bauð mér í bíltúr, keypti handa mér ís í sjoppu í Garðabæ og stoppaði svo bílinn út á Álftanesi og spurði hvort ég ætlaði virkilega að verða rukkari – það væri nú ekki mjög gefandi starf. Svo ég hætti því bara enda átti kennslan hug minn.“Oddný ætlaði aldrei að taka þátt í stjórnmálum en var í einni veifan orðin bæjarstjóri í Garði og fimm árum síðar valin sem fjármálaráðherra. Fréttablaðið/VilhelmLenti óvart í stjórnmálum Oddný starfaði í menntamálum í kjölfarið meðal annars sem aðstoðarskólameistari Fjölbrautarskóla Suðurnesja og sem skólameistari í afleysingum. Það var árið 2006 sem kona úr bæjarfélaginu hafði samband við hana. „Hún spurði hvort ég væri til í að koma og hitta hana með þremur öðrum og ræða sveitarstjórnarmál. Við settumst niður og fannst að eitthvað þyrfti að gera fyrir þetta samfélag svo hver og ein okkar kallaði í aðrar fjórar eða fimm. Svo hittumst við tuttugu konur í stofu einnar í hverri viku með skjávarpa og tölvu og skrifuðum niður það sem við vildum leggja áherslu á.“ Þá var samt ekki búið að taka ákvörðun um að bjóða fram til bæjarstjórnar. „Spurningin var hvort við ættum að vera með kvennalista eða bjóða körlunum að vera með. Það voru margir kostir við kvennalista en einn stór galli og það var að á hann vantaði karla.“ Konurnar sameinuðust framboði sem bauð fram undir nafni Óháðra borgara á vinstrivængnum. „Ég hló bara þegar ég var beðin um að vera í fyrsta sæti og þar með bæjarstjóraefni því metnaður minn lá ekki þar. En ég fann að það lá eitthvað í loftinu og sló til. Það var eitthvað gott að gerast. Við unnum og það kom okkur öllum að óvörum.“Flokkurinn þarf að finna neistann Oddný gekk til liðs við Samfylkinguna árið 2009 og fann þá aftur þessa tilfinningu að eitthvað lægi í loftinu í kosningabaráttunni og meðbyrinn væri mikill. Samfylkingin hlaut enda tæp þrjátíu prósent í kosningunum og var stærsti flokkurinn með tuttugu þingmenn. Nýjasta könnun Fréttablaðsins sýnir flokkinn aftur á móti með 8,2 prósent fylgi. „Það er engin einföld skýring á þessu. Ég get þó sagt að við höfum ekki verið í góðu stuði eftir kosningar og við höfum ekki náð okkur almennilega. Að vísu fór fylgið upp árið 2014 og við fengum ágætar niðurstöður víða í sveitarstjórnarkosningum en síðan fer fylgið að falla. Það kraumar óánægja meðal fólks að við séum ekki að berjast af nógu miklum krafti fyrir jafnaðarstefnunni.“ Hún segir að formannskjör nú sé að einhverju leyti svar við slæmu fylgi. „Stóri jafnaðarmannaflokkurinn á Íslandi er kominn undir tíu prósent. Þá er ekki skrítið að fólk vilji prófa þetta. Kannski mun það breyta einhverju að endurnýja forystuna en það er samt ekki víst að það breyti neinu. Það getur líka verið að það ferli að kjósa um forystu hreyfi við einhverju og leysi úr læðingi eitthvað gott sem getur svo fleytt okkur áfram.“Fórnað í Landsdómsnefnd Um síðustu helgi bauð Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmaður Samfylkingar, sig fram til formanns flokksins. Í kjölfarið sendi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður, honum pillu á Facebook og sagði: „Forystumaður Samfylkingarinnar í Landsdómsmálinu hefur stigið fram og telur sig vel til flokksforystu fallinn.“ Þingmannanefndin svokallaða sem Magnús Orri og Oddný sátu bæði í lagði fram þingsályktunartillögu þess efnis að höfða skyldi mál á hendur Ingibjörgu, Geir Haarde, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðssyni. Á endanum var það Geir einn sem fór fyrir dóm. „Við Magnús Orri vorum nýir þingmenn og okkur var bara fórnað í þessa nefnd. Það er ekkert leyndarmál að það vildi enginn sitja í nefndinni. Þessi nefnd hafði það hlutverk að fara í gegnum Rannsóknarskýrslu Alþingis og setja fram umbætur um hverju þyrfti að breyta á Alþingi, í stjórnsýslunni og hvaða lögum þyrfti að breyta. En við höfðum líka það hlutverk að taka ákvörðun um hvort ástæða væri til að ákæra einhvern fyrir brot á ráðherraábyrgð.“ Rannsóknarskýrsla Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Ingibjörg Sólrún hefði ekki vanrækt skyldur sínar sem utanríkisráðherra. „En Ingibjörg Sólrún var annar oddvitinn í ríkisstjórninni. Ég las öll níu bindi skýrslunnar sem ég held að ekki margir hafi gert og get sagt að þetta var mjög erfitt ferli fyrir alla þá sem komu að því. Ég las öll bindin, komst að þessari niðurstöðu og gat ekki annað. Ég skil vel að hún sé óánægð með það.“Heilbrigðismál ekki markaðsmál Oddný býður sig fram til formanns meðal annars svo hennar hjartans mál komist á dagskrá. „Við jafnaðarmenn viljum öflugt atvinnulíf og sanngjarna viðskiptahætti. Við viljum blandað hagkerfi. Markaðslögmálin eiga við í sumum tilfellum en þau eiga ekki við í heilbrigðisþjónustu.“ Hún segir einkarekstur innan heilbrigðiskerfisins halda áfram undir núverandi ríkisstjórn og vill berjast fyrir ókeypis heilbrigðisþjónustu. „Við þurfum að segja hingað og ekki lengra. Ekki þessa græðgi og ekki þessa spillingu. Við vitum að það er til nóg af peningum og hagtölur eru góðar en það þarf að skipta kökunni með allt öðrum og réttlátari hætti. Núna eru allir að fara á kreik sem vilja græða á stöðunni eins og hún er og það má ekki hleypa þeim af stað.“ Eftir formannskjör í júní er stutt í að prófkjörin byrji hjá Samfylkingunni en alþingiskosningar eru næsta vor. „Ég vonast til þess að við náum upp slíkri stemningu að það séu margir sem vilja bjóða sig fram. Mér finnst svolítið erfið þessi umræða að þeir sem eru fyrir á fleti eigi að fara því það er fólk sem er búið að standa sig vel og býr yfir mikilli reynslu. Fyrst og fremst þurfum við að fjölga þingmönnum og fá inn endurnýjun þannig. Það er enginn einn sem rífur upp Samfylkinguna en forystan getur sett réttlætismál á dagskrá og hrifið fólk með sér.“ Landsdómur Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Það er alltaf erfitt að fara gegn sitjandi formanni en ég bara get ekki beðið eftir honum,“ segir Oddný Harðardóttir þingmaður um framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar. Oddný er þriðji frambjóðandinn til að stíga fram og gefa kost á sér í embættið en Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, gefur enn ekki upp afstöðu sína. Oddný Harðardóttir kom ný inn á þing árið 2009 og sat sem fjármála- og efnahagsráðherra árin 2011 til 2012. Hún hafði verið bæjarstjóri sveitarfélagsins Garðs frá 2006 en þar er hún uppalin og býr enn. „Ég og maðurinn minn, Eiríkur Hermannsson, byggðum ofan á húsið þegar við keyptum það. Þetta var hús móður minnar en þegar hún deyr fyrir aldur fram árið 1982 þá göngum við frá kaupunum. Hún var rétt orðin 49 ára gömul.“Alin upp við elju „Foreldrar mínir skildu þegar ég var tólf ára. Við bjuggum hér fjórar í áttatíu fermetrum, mamma, ég og systur mínar tvær. Hún var einstæð móðir, vann í frystihúsinu og náði sér í aukapening með því að sauma föt á fólkið í þorpinu. Við áttum ekki mikið af peningum en hún var hörkukerling og vann sig upp í að verða verkstjóri í frystihúsinu. Mamma var dugleg og klár kona sem setti það í fyrsta sæti að við systurnar myndum mennta okkur,“ segir Oddný um æsku sína. Oddný lærði í Kennaraháskólanum en á tímabili sinnti hún bæði námi í kennslufræðum og lögfræði. „Ég var með þannig stundaskrá að ég var alltaf í pásu í Kennaraháskólanum þegar fyrirlestrarnir í lögfræðinni voru. En svo valdi ég hvaða leið ég vildi fara. Einn vinur minn úr Kennaraháskólanum bauð mér í bíltúr, keypti handa mér ís í sjoppu í Garðabæ og stoppaði svo bílinn út á Álftanesi og spurði hvort ég ætlaði virkilega að verða rukkari – það væri nú ekki mjög gefandi starf. Svo ég hætti því bara enda átti kennslan hug minn.“Oddný ætlaði aldrei að taka þátt í stjórnmálum en var í einni veifan orðin bæjarstjóri í Garði og fimm árum síðar valin sem fjármálaráðherra. Fréttablaðið/VilhelmLenti óvart í stjórnmálum Oddný starfaði í menntamálum í kjölfarið meðal annars sem aðstoðarskólameistari Fjölbrautarskóla Suðurnesja og sem skólameistari í afleysingum. Það var árið 2006 sem kona úr bæjarfélaginu hafði samband við hana. „Hún spurði hvort ég væri til í að koma og hitta hana með þremur öðrum og ræða sveitarstjórnarmál. Við settumst niður og fannst að eitthvað þyrfti að gera fyrir þetta samfélag svo hver og ein okkar kallaði í aðrar fjórar eða fimm. Svo hittumst við tuttugu konur í stofu einnar í hverri viku með skjávarpa og tölvu og skrifuðum niður það sem við vildum leggja áherslu á.“ Þá var samt ekki búið að taka ákvörðun um að bjóða fram til bæjarstjórnar. „Spurningin var hvort við ættum að vera með kvennalista eða bjóða körlunum að vera með. Það voru margir kostir við kvennalista en einn stór galli og það var að á hann vantaði karla.“ Konurnar sameinuðust framboði sem bauð fram undir nafni Óháðra borgara á vinstrivængnum. „Ég hló bara þegar ég var beðin um að vera í fyrsta sæti og þar með bæjarstjóraefni því metnaður minn lá ekki þar. En ég fann að það lá eitthvað í loftinu og sló til. Það var eitthvað gott að gerast. Við unnum og það kom okkur öllum að óvörum.“Flokkurinn þarf að finna neistann Oddný gekk til liðs við Samfylkinguna árið 2009 og fann þá aftur þessa tilfinningu að eitthvað lægi í loftinu í kosningabaráttunni og meðbyrinn væri mikill. Samfylkingin hlaut enda tæp þrjátíu prósent í kosningunum og var stærsti flokkurinn með tuttugu þingmenn. Nýjasta könnun Fréttablaðsins sýnir flokkinn aftur á móti með 8,2 prósent fylgi. „Það er engin einföld skýring á þessu. Ég get þó sagt að við höfum ekki verið í góðu stuði eftir kosningar og við höfum ekki náð okkur almennilega. Að vísu fór fylgið upp árið 2014 og við fengum ágætar niðurstöður víða í sveitarstjórnarkosningum en síðan fer fylgið að falla. Það kraumar óánægja meðal fólks að við séum ekki að berjast af nógu miklum krafti fyrir jafnaðarstefnunni.“ Hún segir að formannskjör nú sé að einhverju leyti svar við slæmu fylgi. „Stóri jafnaðarmannaflokkurinn á Íslandi er kominn undir tíu prósent. Þá er ekki skrítið að fólk vilji prófa þetta. Kannski mun það breyta einhverju að endurnýja forystuna en það er samt ekki víst að það breyti neinu. Það getur líka verið að það ferli að kjósa um forystu hreyfi við einhverju og leysi úr læðingi eitthvað gott sem getur svo fleytt okkur áfram.“Fórnað í Landsdómsnefnd Um síðustu helgi bauð Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmaður Samfylkingar, sig fram til formanns flokksins. Í kjölfarið sendi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður, honum pillu á Facebook og sagði: „Forystumaður Samfylkingarinnar í Landsdómsmálinu hefur stigið fram og telur sig vel til flokksforystu fallinn.“ Þingmannanefndin svokallaða sem Magnús Orri og Oddný sátu bæði í lagði fram þingsályktunartillögu þess efnis að höfða skyldi mál á hendur Ingibjörgu, Geir Haarde, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðssyni. Á endanum var það Geir einn sem fór fyrir dóm. „Við Magnús Orri vorum nýir þingmenn og okkur var bara fórnað í þessa nefnd. Það er ekkert leyndarmál að það vildi enginn sitja í nefndinni. Þessi nefnd hafði það hlutverk að fara í gegnum Rannsóknarskýrslu Alþingis og setja fram umbætur um hverju þyrfti að breyta á Alþingi, í stjórnsýslunni og hvaða lögum þyrfti að breyta. En við höfðum líka það hlutverk að taka ákvörðun um hvort ástæða væri til að ákæra einhvern fyrir brot á ráðherraábyrgð.“ Rannsóknarskýrsla Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Ingibjörg Sólrún hefði ekki vanrækt skyldur sínar sem utanríkisráðherra. „En Ingibjörg Sólrún var annar oddvitinn í ríkisstjórninni. Ég las öll níu bindi skýrslunnar sem ég held að ekki margir hafi gert og get sagt að þetta var mjög erfitt ferli fyrir alla þá sem komu að því. Ég las öll bindin, komst að þessari niðurstöðu og gat ekki annað. Ég skil vel að hún sé óánægð með það.“Heilbrigðismál ekki markaðsmál Oddný býður sig fram til formanns meðal annars svo hennar hjartans mál komist á dagskrá. „Við jafnaðarmenn viljum öflugt atvinnulíf og sanngjarna viðskiptahætti. Við viljum blandað hagkerfi. Markaðslögmálin eiga við í sumum tilfellum en þau eiga ekki við í heilbrigðisþjónustu.“ Hún segir einkarekstur innan heilbrigðiskerfisins halda áfram undir núverandi ríkisstjórn og vill berjast fyrir ókeypis heilbrigðisþjónustu. „Við þurfum að segja hingað og ekki lengra. Ekki þessa græðgi og ekki þessa spillingu. Við vitum að það er til nóg af peningum og hagtölur eru góðar en það þarf að skipta kökunni með allt öðrum og réttlátari hætti. Núna eru allir að fara á kreik sem vilja græða á stöðunni eins og hún er og það má ekki hleypa þeim af stað.“ Eftir formannskjör í júní er stutt í að prófkjörin byrji hjá Samfylkingunni en alþingiskosningar eru næsta vor. „Ég vonast til þess að við náum upp slíkri stemningu að það séu margir sem vilja bjóða sig fram. Mér finnst svolítið erfið þessi umræða að þeir sem eru fyrir á fleti eigi að fara því það er fólk sem er búið að standa sig vel og býr yfir mikilli reynslu. Fyrst og fremst þurfum við að fjölga þingmönnum og fá inn endurnýjun þannig. Það er enginn einn sem rífur upp Samfylkinguna en forystan getur sett réttlætismál á dagskrá og hrifið fólk með sér.“
Landsdómur Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira