Játaði manndráp af gáleysi í Öræfaveit og gert að borga lögreglurannsóknina Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. mars 2016 07:00 Brúin yfir Hólá í Öræfasveit er einbreið eins og svo margar brýr á Íslandi. Mynd/Google Maps „Mál umbjóðanda míns er að mínu mati birtingarmynd af vaxtarverkjum íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir Eva B. Helgadóttir, lögmaður kínversks manns sem dæmdur var í gær fyrir manndráp af gáleysi eftir árekstur á einbreiðri brú. Áreksturinn varð í Öræfasveit á annan dag jóla 2015. Japanskur ökumaður lést í slysinu. Kínverskur maður, 28 ára gamall, var fljótlega settur í farbann af Héraðsdómi Suðurlands að kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi sem taldi hann hafa ekið of hratt. Tveimur dögum eftir að Hæstiréttur staðfesti farbannið sneri hann við blaðinu og játaði. „Það má segja að hann hafi verið í þvingaðri stöðu til þess að játa til þess að geta komist heim til sín,“ segir Eva B. Helgadóttir um þróun málsins. Maðurinn hafi átt töluverða hagsmuni undir því að geta farið heim til sín til London, eins og lögmaðurinn hefur áður rakið í Fréttablaðinu. „Búsetu og dvalarleyfi hans er háð lágmarksviðveru hans þar. Ef hann hefði ekki komist heim fyrir mánaðamót þá hefði hann verið að setja aflahæfi sitt, það er fyrirtæki sitt, og heimili í uppnám,“ segir Eva. Samkvæmt ákærunni sem maðurinn játaði ók hann of hratt í snjó og krapi og án nægjanlegrar aðgæslu þannig að hann hafði ekki fulla stjórn á bílnum er honum var ekið framan á bíl sem var nær kominn yfir einbreiða brú úr gagnstæðri átt. Var maðurinn dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og sviptur ökuréttindum í tíu mánuði. Þá var hann dæmdur til að borga lögreglunni á Suðurlandi tæpar 3,6 milljónir króna í kostnað við rannsóknina og lögmanni sínum 1,2 milljónir í málsvarnarlaun. Aðspurð um hinn háa kostnað vegna rannsóknarinnar kveðst Eva hafa við rekstur málsins vísað til hæstaréttardóms frá því í desember síðastliðnum. „Þar var líka um að ræða mjög umfangsmiklar rannsóknir á ökutækjum en sakarkostnaðurinn felldur niður vegna þess að málið hefði verið ákærða mjög þungbært,“ svarar Eva. Ökumaðurinn fór úr landi á laugardaginn var. Eins og segir í upphafi telur Eva að draga eigi lærdóm af máli hans varðandi ferðaþjónustuna í landi. Innviðir á borð við vegakerfið og merkingar á þjóðvegi 1 sem og regluverk hafi ekki verið aðlagað þeirri fjölgun ferðamanna sem hingað streyma. „Þetta mál er umhugsunarvert í því ljósi að samkvæmt fréttum síðast í gær [á þriðjudag] er mikil aukning í því að ferðamenn séu að slasast alvarlega eða látast hér í umferðinni. Réttarstaða þessara ferðamanna sem lenda í svona slysum er ekki endilega sæmandi,“ segir Eva B. Helgadóttir.Mynd/GoogleMaps Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
„Mál umbjóðanda míns er að mínu mati birtingarmynd af vaxtarverkjum íslenskrar ferðaþjónustu,“ segir Eva B. Helgadóttir, lögmaður kínversks manns sem dæmdur var í gær fyrir manndráp af gáleysi eftir árekstur á einbreiðri brú. Áreksturinn varð í Öræfasveit á annan dag jóla 2015. Japanskur ökumaður lést í slysinu. Kínverskur maður, 28 ára gamall, var fljótlega settur í farbann af Héraðsdómi Suðurlands að kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi sem taldi hann hafa ekið of hratt. Tveimur dögum eftir að Hæstiréttur staðfesti farbannið sneri hann við blaðinu og játaði. „Það má segja að hann hafi verið í þvingaðri stöðu til þess að játa til þess að geta komist heim til sín,“ segir Eva B. Helgadóttir um þróun málsins. Maðurinn hafi átt töluverða hagsmuni undir því að geta farið heim til sín til London, eins og lögmaðurinn hefur áður rakið í Fréttablaðinu. „Búsetu og dvalarleyfi hans er háð lágmarksviðveru hans þar. Ef hann hefði ekki komist heim fyrir mánaðamót þá hefði hann verið að setja aflahæfi sitt, það er fyrirtæki sitt, og heimili í uppnám,“ segir Eva. Samkvæmt ákærunni sem maðurinn játaði ók hann of hratt í snjó og krapi og án nægjanlegrar aðgæslu þannig að hann hafði ekki fulla stjórn á bílnum er honum var ekið framan á bíl sem var nær kominn yfir einbreiða brú úr gagnstæðri átt. Var maðurinn dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og sviptur ökuréttindum í tíu mánuði. Þá var hann dæmdur til að borga lögreglunni á Suðurlandi tæpar 3,6 milljónir króna í kostnað við rannsóknina og lögmanni sínum 1,2 milljónir í málsvarnarlaun. Aðspurð um hinn háa kostnað vegna rannsóknarinnar kveðst Eva hafa við rekstur málsins vísað til hæstaréttardóms frá því í desember síðastliðnum. „Þar var líka um að ræða mjög umfangsmiklar rannsóknir á ökutækjum en sakarkostnaðurinn felldur niður vegna þess að málið hefði verið ákærða mjög þungbært,“ svarar Eva. Ökumaðurinn fór úr landi á laugardaginn var. Eins og segir í upphafi telur Eva að draga eigi lærdóm af máli hans varðandi ferðaþjónustuna í landi. Innviðir á borð við vegakerfið og merkingar á þjóðvegi 1 sem og regluverk hafi ekki verið aðlagað þeirri fjölgun ferðamanna sem hingað streyma. „Þetta mál er umhugsunarvert í því ljósi að samkvæmt fréttum síðast í gær [á þriðjudag] er mikil aukning í því að ferðamenn séu að slasast alvarlega eða látast hér í umferðinni. Réttarstaða þessara ferðamanna sem lenda í svona slysum er ekki endilega sæmandi,“ segir Eva B. Helgadóttir.Mynd/GoogleMaps
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira