Hekla innkallar Passat Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2016 14:54 Volkswagen Passat. Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu, þar sem kemur fram að þeir hafi fengið tilkynningu frá Volkswagen AG um innköllun á Passat árgerð 2015 og 2016, sem framleiddir voru á afmörkuðu tímabili. Um er að ræða 28 bifreiðar. Ástæða innköllunar er að möguleiki er á að tengi fyrir leiðslur í rafmagnsstjórnboxi sé ekki tryggilega fest. Ef los verður á tenginu getur bíllinn drepið á sér og truflanir orðið á öðrum rafbúnaði eins og mælaborði, aflstýri og hjálparátaki fyrir bremsur. Við þær aðstæður getur skapast slysahætta. Kemur fram í tilkynningunni að viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf frá Heklu vegna þessarar innköllunar. Eigendum Passat bíla árgerð 2015 og 2016 sem fluttir hafa verið inn af öðrum en Heklu hf. er bent á að hafa samband við Heklu hf. til að kanna hvort þeirra bíll falli undir þessa innköllun. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu, þar sem kemur fram að þeir hafi fengið tilkynningu frá Volkswagen AG um innköllun á Passat árgerð 2015 og 2016, sem framleiddir voru á afmörkuðu tímabili. Um er að ræða 28 bifreiðar. Ástæða innköllunar er að möguleiki er á að tengi fyrir leiðslur í rafmagnsstjórnboxi sé ekki tryggilega fest. Ef los verður á tenginu getur bíllinn drepið á sér og truflanir orðið á öðrum rafbúnaði eins og mælaborði, aflstýri og hjálparátaki fyrir bremsur. Við þær aðstæður getur skapast slysahætta. Kemur fram í tilkynningunni að viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf frá Heklu vegna þessarar innköllunar. Eigendum Passat bíla árgerð 2015 og 2016 sem fluttir hafa verið inn af öðrum en Heklu hf. er bent á að hafa samband við Heklu hf. til að kanna hvort þeirra bíll falli undir þessa innköllun.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent