Mikil ólga vegna hælisleitenda á Kjalarnesi Birgir Örn Steinarsson skrifar 16. mars 2016 13:41 Tæplega 50 hælisleitendur búa nú í Arnarholti. Vísir/Vilhelm Töluverð ólga ríkir nú á meðal íbúa Kjalarnes eftir að tæplega 50 hælisleitendur fengu húsaskjól í gamla meðferðarheimilinu Arnarholti fyrr á árinu. Í síðustu viku var haldinn fjölmennur íbúafundur þar sem vandamálin varðandi hælisleitendur voru rædd. Þar kom meðal annars fram að einn hælisleitandi hafi áreitt tvo starfsmenn leikskólans. Stundin greindi svo frá því í morgun að kona hafi hringt inn í Útvarp Sögu á mánudag og sakað einn hælisleitandann um nauðgun á barni í sundlaug staðarins. Hvorugt málið hefur ratað til lögreglunnar á svæðinu. „Þessi maður var að taka myndir af starfsstúlkunni á meðan hún var úti að reykja,“ segir einn íbúi Kjalarness sem vill ekki láta nafn síns getið. „Hann elti svo aðra heim þegar hún fór í hádegismat. Hann beið hennar þegar hún kom út. Hún varð hrædd og byrjaði að hlaupa og hann hljóp á eftir henni sem er náttúrulega ögrun.“ Viðkomandi íbúi vildi þó ekki kannast við að hafa heyrt um nauðgun í sundlauginni. „Það er bara kjaftæði. Eina sem kom fram á fundinum var að ein kona hér talaði um að henni hefði liðið óþægilega vegna þess að einn hælisleitandinn hafi sýnt barni hennar of mikinn áhuga.“ Hann segir þó talsvert ónæði vera vegna hælisleitenda í búningsklefum. Þar sitji þeir, vefji sér sígarettur eins og í verstu félagsmiðstöð, flissi og hlægi á meðan. „Auðvitað getur vel verið að þeir séu að segja brandara, en maður veit aldrei.“„Eigum við að bíða eftir að eitthvað gerist?“Samkvæmt Rauða Krossi Íslands eru hælisleitendur í Arnarholti tæplega 50 talsins. Þeir eru allir karlkyns og koma aðallega frá Albaníu og Írak. Sumir þeirra eru fjölskyldumenn sem hafa fundið sig knúna til þess að flýja heimkynni sín. Umræddur íbúi segir að lítið hafi verið um að bæjarbúar hafi verið upplýstir um hópinn áður en þeir fluttu inn í Arnarholt. Upphaflega hafi verið talað um að örfáar flóttafjölskyldur myndu búa þar en önnur hafi svo verið raunin. Hann segir óttann slíkan að foreldrar treysti sér ekki lengur til þess að leyfa börnum sínum að taka strætó sem oft er þéttsetinn af hælisleitendunum. „Þetta eru hælisleitendur sem koma hingað á fölskum forsendum. Eru með fölsk vegabréf og gefa ekki upp uppruna sinn. Vinkona mín er lögfræðingur og hún segir að hún myndi ekki hleypa börnunum sínum út að leika í svona ástandi. Það segir allt sem segja þarf. Þetta er sjokk fyrir bæinn og með hækkandi sól koma þeir inn í hverfið. Það er óþægilegt að sjá stráka um tvítugt til fertugs gangandi um hér í hópum.“ Í lok síðasta mánaðar var kallað til lögreglu þar sem einn hælisleitandi hótaði að kveikja í sér á Arnarholti. Hann var pirraður yfir því hversu hægt gekk hjá stjórnvöldum að afgreiða hans mál. „Þarna hótaði einhver frekja að kveikja í sér til þess að fá eitthvað í gegn. Þá spyr maður sig hvort aðrir þurfi þá líka að brjóta á sér til þess að fá eitthvað í gegn? Af hverju eigum við að bíða eftir þvi´að eitthvað gerist?“ Í kvöld klukkan 17:30 verður haldinn annar íbúafundur í Fólksvangi þangað sem fulltrúar Útlendingastofnunar munu mæta til þess að ræða málin. Í Arnarholti eru ekki bara hælisleitendur heldur líka aðrir leigjendur en engar kvartanir hafa borist frá þeim til yfirvalda.Lögreglan hefur fylgst vel með gangi mála en segir aðeins minniháttar mál hafi komið upp.vísir/vilhelm„Ekkert sérstakt komið upp á"„Það hefur ekkert sérstakt komið upp þarna hvað okkur snertir nema þrjú mál sem okkur var tilkynnt um sem voru öll minniháttar,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Hann segir að hvorugt málanna sem nefnd voru hér að ofan og voru rædd á meðal bæjarbúa á síðasta fundi hafa komið inn á borð til sín. Stærsta málið sem upp hefur komið varðaði einstaklinginn sem hótaði að kveikja í sér. Tvö önnur minniháttar mál komu svo upp. Eitt vegna ökugjalds og annað vegna þjófnaðar. „Lögreglan hefur ítrekað farið á staðinn síðan þeir komu og kannað með aðstæður tíðinindalaust. Við höfum líka verið í sambandi við starfsfólk skólans og laugarinnar og ekkert sérstakt sem varðaði lögreglu komið upp á.“Áhættumat áður en hælisleitendur eru sendir áframÍ samtali við fréttastofu greinir Áshildur Linnet starfsmaður Rauða krossins frá því að enginn sé sendur í Arnarholt nema að því sé treyst að viðkomandi muni ekki verða sjálfum sér né öðrum að skaða. Fyrsta stopp hælisleitanda á Íslandi sé á skrifstofu móttökunefndar í Bæjarhrauni. „Þar fer fram visst áhættumat og allir teknir í viðtöl og sálfræðimat,“ útskýrir hún. „Ef fólk er til dæmis með áfallastreituröskun er það ekki sent í Arnarholt.“ Þvert á hugmyndir íbúans um muninn á hælisleitanda og flóttamanni segir Áshildur lítinn mun vera þar á milli. Í raun sé aðeins um skilgreiningaratriði að ræða. „Stærsti munurinn er sá að hælisleitandi er að óska eftir viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttamaður. Það er eðlilegt að óttast það sem við þekkjum ekki en það er engin ástæða til þess að vera eitthvað hræddur við þá sem eru þarna.“ Áshildur segir að eftir að hælisleitendum sé hleypt inn í samfélagið gildi um þá sömu reglur og aðra. „Ef einhver angrar þig eða ógnar þér, biddu þá viðkomandi að hætta. Ef hann gerir það ekki hringdu þá í yfirvöld. Ef að íbúar þarna vissu sögu nýju nágranna sinna myndi óttinn dvína og samúðin koma í gegn.“ Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Rapyd krefjist gagna á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Töluverð ólga ríkir nú á meðal íbúa Kjalarnes eftir að tæplega 50 hælisleitendur fengu húsaskjól í gamla meðferðarheimilinu Arnarholti fyrr á árinu. Í síðustu viku var haldinn fjölmennur íbúafundur þar sem vandamálin varðandi hælisleitendur voru rædd. Þar kom meðal annars fram að einn hælisleitandi hafi áreitt tvo starfsmenn leikskólans. Stundin greindi svo frá því í morgun að kona hafi hringt inn í Útvarp Sögu á mánudag og sakað einn hælisleitandann um nauðgun á barni í sundlaug staðarins. Hvorugt málið hefur ratað til lögreglunnar á svæðinu. „Þessi maður var að taka myndir af starfsstúlkunni á meðan hún var úti að reykja,“ segir einn íbúi Kjalarness sem vill ekki láta nafn síns getið. „Hann elti svo aðra heim þegar hún fór í hádegismat. Hann beið hennar þegar hún kom út. Hún varð hrædd og byrjaði að hlaupa og hann hljóp á eftir henni sem er náttúrulega ögrun.“ Viðkomandi íbúi vildi þó ekki kannast við að hafa heyrt um nauðgun í sundlauginni. „Það er bara kjaftæði. Eina sem kom fram á fundinum var að ein kona hér talaði um að henni hefði liðið óþægilega vegna þess að einn hælisleitandinn hafi sýnt barni hennar of mikinn áhuga.“ Hann segir þó talsvert ónæði vera vegna hælisleitenda í búningsklefum. Þar sitji þeir, vefji sér sígarettur eins og í verstu félagsmiðstöð, flissi og hlægi á meðan. „Auðvitað getur vel verið að þeir séu að segja brandara, en maður veit aldrei.“„Eigum við að bíða eftir að eitthvað gerist?“Samkvæmt Rauða Krossi Íslands eru hælisleitendur í Arnarholti tæplega 50 talsins. Þeir eru allir karlkyns og koma aðallega frá Albaníu og Írak. Sumir þeirra eru fjölskyldumenn sem hafa fundið sig knúna til þess að flýja heimkynni sín. Umræddur íbúi segir að lítið hafi verið um að bæjarbúar hafi verið upplýstir um hópinn áður en þeir fluttu inn í Arnarholt. Upphaflega hafi verið talað um að örfáar flóttafjölskyldur myndu búa þar en önnur hafi svo verið raunin. Hann segir óttann slíkan að foreldrar treysti sér ekki lengur til þess að leyfa börnum sínum að taka strætó sem oft er þéttsetinn af hælisleitendunum. „Þetta eru hælisleitendur sem koma hingað á fölskum forsendum. Eru með fölsk vegabréf og gefa ekki upp uppruna sinn. Vinkona mín er lögfræðingur og hún segir að hún myndi ekki hleypa börnunum sínum út að leika í svona ástandi. Það segir allt sem segja þarf. Þetta er sjokk fyrir bæinn og með hækkandi sól koma þeir inn í hverfið. Það er óþægilegt að sjá stráka um tvítugt til fertugs gangandi um hér í hópum.“ Í lok síðasta mánaðar var kallað til lögreglu þar sem einn hælisleitandi hótaði að kveikja í sér á Arnarholti. Hann var pirraður yfir því hversu hægt gekk hjá stjórnvöldum að afgreiða hans mál. „Þarna hótaði einhver frekja að kveikja í sér til þess að fá eitthvað í gegn. Þá spyr maður sig hvort aðrir þurfi þá líka að brjóta á sér til þess að fá eitthvað í gegn? Af hverju eigum við að bíða eftir þvi´að eitthvað gerist?“ Í kvöld klukkan 17:30 verður haldinn annar íbúafundur í Fólksvangi þangað sem fulltrúar Útlendingastofnunar munu mæta til þess að ræða málin. Í Arnarholti eru ekki bara hælisleitendur heldur líka aðrir leigjendur en engar kvartanir hafa borist frá þeim til yfirvalda.Lögreglan hefur fylgst vel með gangi mála en segir aðeins minniháttar mál hafi komið upp.vísir/vilhelm„Ekkert sérstakt komið upp á"„Það hefur ekkert sérstakt komið upp þarna hvað okkur snertir nema þrjú mál sem okkur var tilkynnt um sem voru öll minniháttar,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Hann segir að hvorugt málanna sem nefnd voru hér að ofan og voru rædd á meðal bæjarbúa á síðasta fundi hafa komið inn á borð til sín. Stærsta málið sem upp hefur komið varðaði einstaklinginn sem hótaði að kveikja í sér. Tvö önnur minniháttar mál komu svo upp. Eitt vegna ökugjalds og annað vegna þjófnaðar. „Lögreglan hefur ítrekað farið á staðinn síðan þeir komu og kannað með aðstæður tíðinindalaust. Við höfum líka verið í sambandi við starfsfólk skólans og laugarinnar og ekkert sérstakt sem varðaði lögreglu komið upp á.“Áhættumat áður en hælisleitendur eru sendir áframÍ samtali við fréttastofu greinir Áshildur Linnet starfsmaður Rauða krossins frá því að enginn sé sendur í Arnarholt nema að því sé treyst að viðkomandi muni ekki verða sjálfum sér né öðrum að skaða. Fyrsta stopp hælisleitanda á Íslandi sé á skrifstofu móttökunefndar í Bæjarhrauni. „Þar fer fram visst áhættumat og allir teknir í viðtöl og sálfræðimat,“ útskýrir hún. „Ef fólk er til dæmis með áfallastreituröskun er það ekki sent í Arnarholt.“ Þvert á hugmyndir íbúans um muninn á hælisleitanda og flóttamanni segir Áshildur lítinn mun vera þar á milli. Í raun sé aðeins um skilgreiningaratriði að ræða. „Stærsti munurinn er sá að hælisleitandi er að óska eftir viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttamaður. Það er eðlilegt að óttast það sem við þekkjum ekki en það er engin ástæða til þess að vera eitthvað hræddur við þá sem eru þarna.“ Áshildur segir að eftir að hælisleitendum sé hleypt inn í samfélagið gildi um þá sömu reglur og aðra. „Ef einhver angrar þig eða ógnar þér, biddu þá viðkomandi að hætta. Ef hann gerir það ekki hringdu þá í yfirvöld. Ef að íbúar þarna vissu sögu nýju nágranna sinna myndi óttinn dvína og samúðin koma í gegn.“
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Rapyd krefjist gagna á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira