Þingmenn jákvæðir varðandi afnám refsinga við vörslu fíkniefna Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2016 19:30 Þingmenn sem tóku þátt í umræðum á Alþingi í dag voru almennt mjög hlynntir því að afnema refsingar fyrir vörslu neysluskammta af fíkniefnum. Innanríkisráðherra sagði þó mikilvægt að bíða niðurstöðu starfshóps heilbrigðisráðherra um sama mál. Sumir þingmenn vildu þó ganga lengra og lögleiða sölu fíkniefna. Upphafsmaður umræðuna, Valgerður Bjarnadóttir, vísaði til alþjóðlegrar ráðstefnu Snarrótarinnar samtaka um borgaraleg réttindi í fyrra, þar sem farið var yfir reynslu annarra þjóða. „Öllu þessu fólki sem þekkir þessa hluti gjörla bar saman um að þær aðferðir sem almennt eru notaðar í stríðinu við fíkniefnavandann skila engum árangri. Og bitna á þeim sem minnst mega sín, það er þeim sem eiga við fíkniefnavanda að stríða. Á meðan athyglinni er beint að neytendunum þá sleppa glæpamennirnir,“ sagði Valgerður. Reynsla þjóða eins og Portúgal sem hefði afnumið refsingar við vörslu fíkniefna og jafnvel lögleitt sumar tegundir fíkniefna væri sú að neyslan minnkaði. Talið væri að neðanjarðarhagkerfið hér á landi velti allt að 10 milljörðum. Þá ylli refsistefnan skaða á fólki og ekki drægi úr neyslunni.Til í að skoða reglur Ólöf Nordal innanríkisráðherra tók undir með að þetta væri að stórum hluta heilbrigðismál. Í dag væri horft til tveggja lagaflokka við ákvörðun refsinga í fíkniefnamálum, hegningarlaga og laga um ávana og fíkniefni og refsingar væru harðari í fyrri flokknum. Hún væri til að mynda til í að skoða reglur um sakavottorð og sakaskrá. „Og mér finnst ekkert ólíklegt að við skoðum einmitt þessa þætti reglanna þegar kemur að þessu samspili milli lögreglusáttar, skammta og síðan sakavottorðsins. Kanna hvort efni sé til að gera breytingar þar á,“ sagði Ólöf. Þingmenn allra flokka voru til í að slaka á reglum um refsingar við vörslu neysluskammta án lögleiðingar efnanna en aðrir vildu ganga lengra og lögleiða flest fíkniefni, einmitt vegna hættunnar af þeim. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar sagði nauðsynlegt að draga þessi mál úr skúmaskotum þar sem verstu glæpirnir þrifust. „Fyrst og fremst er fólk hér að verða sjálfu sér að skaða og það eru miklir harmleikir. Við eigum að reyna að fá þessi mál sem mest upp á yfirborðið og gera þau að heilbrigðismáli,“ sagði Guðmundur. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagðist vilja lögleiða öll fíkniefni einmitt vegna þess hvað þau væru hættuleg og láta af því stríði sem rekið hafi verið og ekki skilað árangri. „Og það eru vímuefnamálin, það eru alltaf vímuefnamálin sem eru langfyrirferðamest þegar kemur að inngripum í frelsi og réttindi borgaranna. Það eru vímuefnamál sem gera það að verkum að hleranir eru jafn tíðar og sjálfsagðar og raun ber vitni. Það eru vímuefnamál sem gera það að verkum að leit á fólki og í tjöldum þess og híbýlum þykir svo sjálfsögð og raun ber vitni,“ sagði Helgi Hrafn.Þjónusta Frú Ragnheiðar við sprautufíkla Þetta var um afnám refsinga við vörslu fíkniefna en mergur af sama meiði er þjónusta sem frú Ragnheiður, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, veitir sprautufíklum. Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá verkefninu segir mikla þörf á þessari þjónustu. Til að mynda hafi notendum hennar fjölgað um 85 prósent frá janúar til desember 2015. Frú Ragnheiður er starfrækt í gömlum sjúkrabíl sem kemur reglulega við á nokkrum stöðum í Reykjavík. Þar geta sprautufíklar fengið hrein og örugg áhöld til neyslunnar sem og hjúkrunarþjónustu og ráðgjöf í heilsufarsmálum. Verkefnið miðar líka að því að koma í veg fyrir smit á ýmsum sjúkdómum eins og HIV og lifrabólgu. Alþingi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Þingmenn sem tóku þátt í umræðum á Alþingi í dag voru almennt mjög hlynntir því að afnema refsingar fyrir vörslu neysluskammta af fíkniefnum. Innanríkisráðherra sagði þó mikilvægt að bíða niðurstöðu starfshóps heilbrigðisráðherra um sama mál. Sumir þingmenn vildu þó ganga lengra og lögleiða sölu fíkniefna. Upphafsmaður umræðuna, Valgerður Bjarnadóttir, vísaði til alþjóðlegrar ráðstefnu Snarrótarinnar samtaka um borgaraleg réttindi í fyrra, þar sem farið var yfir reynslu annarra þjóða. „Öllu þessu fólki sem þekkir þessa hluti gjörla bar saman um að þær aðferðir sem almennt eru notaðar í stríðinu við fíkniefnavandann skila engum árangri. Og bitna á þeim sem minnst mega sín, það er þeim sem eiga við fíkniefnavanda að stríða. Á meðan athyglinni er beint að neytendunum þá sleppa glæpamennirnir,“ sagði Valgerður. Reynsla þjóða eins og Portúgal sem hefði afnumið refsingar við vörslu fíkniefna og jafnvel lögleitt sumar tegundir fíkniefna væri sú að neyslan minnkaði. Talið væri að neðanjarðarhagkerfið hér á landi velti allt að 10 milljörðum. Þá ylli refsistefnan skaða á fólki og ekki drægi úr neyslunni.Til í að skoða reglur Ólöf Nordal innanríkisráðherra tók undir með að þetta væri að stórum hluta heilbrigðismál. Í dag væri horft til tveggja lagaflokka við ákvörðun refsinga í fíkniefnamálum, hegningarlaga og laga um ávana og fíkniefni og refsingar væru harðari í fyrri flokknum. Hún væri til að mynda til í að skoða reglur um sakavottorð og sakaskrá. „Og mér finnst ekkert ólíklegt að við skoðum einmitt þessa þætti reglanna þegar kemur að þessu samspili milli lögreglusáttar, skammta og síðan sakavottorðsins. Kanna hvort efni sé til að gera breytingar þar á,“ sagði Ólöf. Þingmenn allra flokka voru til í að slaka á reglum um refsingar við vörslu neysluskammta án lögleiðingar efnanna en aðrir vildu ganga lengra og lögleiða flest fíkniefni, einmitt vegna hættunnar af þeim. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar sagði nauðsynlegt að draga þessi mál úr skúmaskotum þar sem verstu glæpirnir þrifust. „Fyrst og fremst er fólk hér að verða sjálfu sér að skaða og það eru miklir harmleikir. Við eigum að reyna að fá þessi mál sem mest upp á yfirborðið og gera þau að heilbrigðismáli,“ sagði Guðmundur. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagðist vilja lögleiða öll fíkniefni einmitt vegna þess hvað þau væru hættuleg og láta af því stríði sem rekið hafi verið og ekki skilað árangri. „Og það eru vímuefnamálin, það eru alltaf vímuefnamálin sem eru langfyrirferðamest þegar kemur að inngripum í frelsi og réttindi borgaranna. Það eru vímuefnamál sem gera það að verkum að hleranir eru jafn tíðar og sjálfsagðar og raun ber vitni. Það eru vímuefnamál sem gera það að verkum að leit á fólki og í tjöldum þess og híbýlum þykir svo sjálfsögð og raun ber vitni,“ sagði Helgi Hrafn.Þjónusta Frú Ragnheiðar við sprautufíkla Þetta var um afnám refsinga við vörslu fíkniefna en mergur af sama meiði er þjónusta sem frú Ragnheiður, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, veitir sprautufíklum. Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá verkefninu segir mikla þörf á þessari þjónustu. Til að mynda hafi notendum hennar fjölgað um 85 prósent frá janúar til desember 2015. Frú Ragnheiður er starfrækt í gömlum sjúkrabíl sem kemur reglulega við á nokkrum stöðum í Reykjavík. Þar geta sprautufíklar fengið hrein og örugg áhöld til neyslunnar sem og hjúkrunarþjónustu og ráðgjöf í heilsufarsmálum. Verkefnið miðar líka að því að koma í veg fyrir smit á ýmsum sjúkdómum eins og HIV og lifrabólgu.
Alþingi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira